Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 14. júni 1974 Geir verður áfram hjá Göpp- ingen... GEIR HALLSTEINSSON hefur nú ákveðið að leika eitt keppnistimabil til við- bótar með v-þýzka liðinu F.A. Göppingen. Geir var miðdepillinn í deilu, sem reis upp hjá Göppingen, en 3 leikmenn liðsins og þjálf- 'SPEEDG i SUNDFÖT Sundbolir og sundskýlur PÓSTSENDUM Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar KlapparaUg 44 — Slmi 11783 — Reykjavik j ari hótuðu að hætta hjá Göppirigen, ef Geir léki ekki með liðinu næsta keppnistímabil. Eftir að leikmennirnir hótuðu að hætta, lögðu forráðamenn Göppingen hartað Geir og þrábáðu hann að leika áfram með liðinu næsta keppnistímabil. Eftir að þeir höfðu gert Geir freistandi tilboö, lét hann undan og hefur nú ákveðið að leika með liðinu áfram. Geir æfir nú af krafti með Göppingen-liðinu, sem hefur fengið mikinn liðsstyrk. Liðið hefur fengið frábæran markvörð frá Munchen, en markvarzlan var veikasti hlekkur Göppingen- liðsins sl. keppnistimabil. Þá eru komnir þrir nýir útispilarar til félagsins. þýzk vinstrihandar- skytta, Júgóslavi og Norðmaður. Göppingen lék án þessara nýju manna gegn landsliði Sviss um siðustu helgi. Þeim leik lauk með yfirburðasigri Göppingen, 21:9, og átti Geir hreint frábæran leik, að sögn v-þýzkra dagblaða. Hann skoraði 5 mörk ásamt landsliðs- mönnunum Bucher og Epple. Geir er væntanlegur heim 10. júli, en hann mun dveljast hér i sex vikna sumarleyfi —SOS Sautján valdir — af landsliðs- nefnd KSÍ Landsliðsnefnd KSl tilkynnti i gær 17 manna landsliðshóp, sem valinn hefur verið til æfinga fyrir landsleik við Færeyinga, sem fer fram i Þórshöfn 3. júli n.k. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til æfinga: Þorsteinn ólafsson, Astráður Gunnarsson, Karl Hermannsson og Gísli Torfason frá Kcflavik. Marteinn Geirsson, Asgeir Elias- son, Jón Pétursson og Guðgeir Leifsson frá Fram. Diðrik Ólafs- son og Magnús Þorvaldsson frá Víkingi. Jóhannes Edvaldsson og Hörður Hilmarsson frá Val. Teitur Þórðarson og Matthias Hallgrimsson frá Akranesi. Alti Þ. Héðinsson og Ottó Guðmunds- son frá KR og ólafur Sigurvins- son frá Vestmannaeyjum. Þetta er ekki endanlegt val fyrir landsleikinn gegn Færeyjum —SOS I/NIM74 fréttir HLÉBARÐARN- I R F R A ZAIRE...sjást hér á æfingu. WORLDCUP Leikmenn Za lifa kóngalífi ire — mikið í húfi fyrir þá að sigra Skota í kvöld Það er til mikils að vinna fyrir leikmenn Zaire i kvöld. Þeim hef- ur verið lofað tvö þúsund pundum á mann, ef þeim tekst að sigra Skota, sem virðist þó svo til ómögulegt. Nú þegar hafa þeir Zairemenn fengið tvö þúsund pund á mann fyrir að komast þetta langt i keppninni, og þar að auki fengið gefins hús i Zaire og bil! Og ekki nóg með • JIMMY JOHNSTONE það,heldur fá þeir ókeypis ferð með fjölskyldur sinar til hvaða borgar i heimin- um, sem er eftir keppnina, og uppihald þar í 15 daga með 15 punda dagpeninga á fjölskyldumeðlim. Auk þess fá frúrnar 100 pund i upphafi ferðarinnar. Og þó að Zaire verði slegið út i forkeppninni, þá verða leik- mennirnir i Þýzkalandi, þeim að kostnaðarlausu, þangað til keppninni lykur, og það á fimm stjörnu hóteli. Og til að kóróna öli herlegheitin, þá fá þeir þúsund pund til þess að eyða meðan þeir eru i Þýzkalandi. Það hefur enn ekki verið gefið upp, hvað -leik- mennirnir fá, ef þeir verða heimsmeistarar, en miðað við þetta hlýtur það að verða dalag- leg summa. Þegar Skotar heyrðu um það, hve mikið Zairemenn fá, urðu þeir all óhressir, þvi þeir fá að- eins 100 pund fyrir hvern kepptan leik, og 5 pund i dagpeninga. Þá mega þeir tala heim til sin i sex minútur á viku ókeypis, meðan Zairemenn mega tala alveg ótak- markað, þeim að kostnaðarlausu. Hvað Skotar fá fyrir að komast i átta liða úrslit, liggur ekki ljóst fyrir. Það verður ekki ákveðið fyrr en skozka knattspyrnusam- bandið sér, hve mikið þeir græða á HM-keppninni. Munurinn á greiðslum til leik- manna liggur aðallega i þvi, að forseti Zaire, Josef Mobute, er aðalstuðningsmaður Zaire-- liðsins, og sér hann um þessar stórkostlegu peningagjafir. Á meðan verður Bob Bain, sem hef- ur séð um að semja fyrir leik- menn Skota um launin, að berjast viö skozka knattspyrnu- sambandið, sem er þekkt að öðru en gefa frá sér peninga. Þess má að lokum geta, að Júgóslavar frá 3000 pund fyrir að komast i átta liða úrslit og tiu- þúsund pund, ef þeir sigra i keppninni. Ó.O. „Erum ekki hræddir..." — segir Jimmy „litli" Johnston ,,Eitt er vist, að við erum ekki hræddir. Við eigum að vera nógu góðir til að vinna Zaire-menn með þetta 3-6 marka mun I kvöld”,... sagði Jimmy „litli” Johnstone,'við blaðamenn i gær. Við erum sterkastir, þegar mikið liggur við — i kvöld liggur mikið við, það vitum við. Ef okkur tekst ekki vel upp gegn Zaire, þá höfum við ekkert að gera i keppnina. -SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.