Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 20
■S^ GEJÐI fyrirgóöan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Hryðjuverkamenn handteknir í Bonn NTB Bonn — Lögreglan í Vestur Þýzkalandi hefur handtekið hryðjuverkasveitina i Bonn, sem undirbjó hermdarverk i sam- bandi við heimsmeistarakeppn- ina I knattspyrnu. Sements- verksmiðjan: Samkomu- lag næstu daga? BH-Reykjavík. — Það er unnið að þvi að reyna að ná samkomulagi, og mér finnst ekki óliklegt, að það takist þessa dagana, sagði Guð- mundur Guðmundsson, tæknileg- ur framkvæmdastjóri Sements- verksmiðjunnar, i viðtali við blaðið I gær um uppsagnir vakta- vinnumanna. Málið hefur verið skoðað gaumgæfilega, og ég hef verið að ganga frá tillögum, sem lagðar verða fyrir starfsmennina næstu daga. Þeir starfsmenn Sementsverk- smiðjunnar, sem hér um ræðir, hafa sagt upp störfum sinum frá næstu mánaðamótum, og er við- búið, að rekstur verksmiðjunnar stöðvist, ef samkomulag næst ekki við þá fyrir þann tima. Er hér um'að ræða verkamenn, sem stunda vaktavinnu, en þeir eru 21 talsins, og telja sig hlunnfarna i kaupgreiðslum, miðað við aðra starfsmenn, sem stunda sam- bærilega vinnu. Uppsagnarfrest- urinn er einn mánuður, en starfs- mennirnir sögðu upp um siðustu mánaðamót. . Nokkru eftir að leikur Brasiliu og Júgóslaviu hófst, handtók lög- reglan fimm menn, sinn á hverj- um staðnum. Meðal þeirra voru tveir arabiskir stúdentar, sem voru með i Palestinu-hópnum. Tveir aðrir Arabar voru hand- teknir og sendir úr landi án tafar. Einn var handtekinn i Saar- brudceken, og sagði lögreglan, að sá væri meðlimur hryðjuverka- hóps, sem skipulagt hefði hermd- arverk á israelska sendiráðinu i Bonn, israelskum flugvélum og knattspyrnuvelli. Sjálfstæðisflokkurinn og Haag-dómstóllinn Þegar rikisstjórn Hermanns Jónassonar færði út fiskveiði- lögsöguna i 12 milur árið 1958, beitti Sjálfstæðisflokkurinn, sem þá var i stjórnarand- stöðu, sér gegn þvi. Eftir að flokkurinn komst til valda 1959, hóf hann að semja við Breta og gerði við þá og Vestur-Þjóðverja undanhalds- samningana 1961, sem veitti þeim málskotsrétt til alþjóða- dómstólsins i Haag, ef íslend- ingar færðu út fiskveiðilög- söguna. Þrátt fyrir stórauknar veiðarBreta á íslandsmiðum, fékkst Sjálfstæðisflokkurinn ekki til þess á þingi 1971 að taka nokkra ákvörðun um út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Hann vildi ekki heldur, þegar landhelgisályktunin var sam- þykkt á Alþingi 15. febrúar 1972, lýsa stuðningi við upp- sögn landhelgissamninganna frá 1961. Eftir að Bretar kærðu Islendinga fyrir Haagdóminum, hafa foringjar Sjálfstæðisflokksins hvað eftir annað látið i það skina, að Islendingar yrðu að hlita úr- skurði dómstólsins hver, sem hann yrði. Ef ekki koma um þetta skýrari yfirlýsingar frá Sjálfstæðisflokknum, er öll ástæða til að ætla, að hann vilji að Islendingar sætti sig við úrskurð dómstólsins hvernig sem hann verður. Vilja kjósendur fela stjórnarforustuna þeim flokki, sem er liklegur til að hlita úr- kosti Haagdómsins hver, sem hann verður? Jarðskjálftarnir: FÓLK FLÚÐI I SUAAARBUSTAÐI JH-HHJ—Rvik - Ekki linnir enn jarðskjálftunum i Borgar- firði. 1 fyrrinótt og i gær kom hver hrinan á fætur annarri, en kippirnir voru allir minni háttar, og hvergi nærri eins miklar og hræringarnar á miðvikudaginn, er verulegar skemmdir urðu hér og þar i upphéraðinu. Magnús Kristjánsson i Norð- tungu sagði, að þar hefði allt verið á tjá og tundri eftir jarð- skjálftana i fyrradag — leirtau, bækur og smámunir ýmiss konar út um allt. Konur og börn hefðu flúið af bæjum og leitað athvarfs i sumarbústöðum i Munaðarnesi og á Hreðavatni. þar á meðal tvær dætur Magnúsar með börn sin. — Þvi er ekki að neita, að fólki stendur stuggur af þessum si- felldu jarðskjálftum, sagði Magnús, einkum konum , og börnum, sem eru meira inni við en karlmennirnir. Barn, sem hér var úr Reykjavik, varð svo hrætt i ósköpunum á miðvikudaginn, að fara varð með það til læknis og fá handa þvi róandi lyf. Skemmdir urðu þió nokkrar hér i upphéraðinu, og hér hjá mér skemmdist til dæmsi nýbyggt fjós — það komu sprungur bæði i veggi og gólf. A Hermundar- stöðum hrundi ibúðarhús, að visu gamalt og stóð autt. Magnús sagði, að þó nokkrar hræringar hefðu verið annað veifið i fyrrinótt og gær, en ekkert i likingu við það, sem yfir dundi á miðvikudaginn. Kolbrún Jónsdóttir á sim- stöðinni i Reykholti sagði okkur, að hún hefði vaknað við allsnarpa kippi snemma morguns, og ekki sagðist hún geta neitað þvi, að töluverður óhugur væri i mörgum vegna þess arna, enda hrikti tölu- vert i húsum, þegar hrinurnar riðu yfir. Sumargestunum hér þykir lik- lega bara tilbreyting að þessu, sagði Sigrún Bergþórsdóttir hús- Framleiðni sjávar eykst með auknum sjávarhita — og ekki er ólíklegt að búast megi við hlýjum sjó við landið næstu árin a.m.k. —hs—Rvik. Þótt enn sé ekki búið að fullvinna niðurstöður þeirra rannsókna, sem gerðar voru á Bjarna Sæmundssyni, er hann fór i rannsóknarleiðangur umhverfis landið dagana 21. mai til 9. júni, eru þó nokkur atriði alveg ljós. svo sem það, að sjávarhitinn við landið er hár, eða sambærilgur við það sem var árin 1972-’73. Ástand sjávarins er þvi allt annað en það var árin 1965-1971, en þá var hann mun kaldari, sem in.a. kom fram i þvi, að hafís gerðist hér landlastur á vorin. Tíminn hafði samband við Svend Aage Malmberg haf- fræðing, sem var einn af leiðangursmönnum á Bjarna Saemundssyni, og bað hann að skýr'a nánar þetta ástand. Svend Aage sagði, að ástand sjávarins umhverfis landið væri nú að ýmsu leytið svipað þvi, sem verið hefði fyrir 1965, og þrjú siðustu árin flokkuðust i hóp svo- k;allaðra hlýrri ára. Hann sagði, að þessar hita- s veiflur væru mjög ákveðnar og afgerandi, en gerðust ekki á longum tima. Væri ekki aðeins tiægt að merkja breytinguna hér við tsland, heldur á öllu norðan- verðu Atlantshafi og Kyrrahafi. Erfitt væri að spá nokkru um hita sjávarins i nánustu framtið, sem tið sjálfsögðu hefur mjög mikil áhrif á loftslagið, en bandariskur sérfræðingur hefði þó þorað að láta hafa eftir sér, að þetta hita- timabil héldist a.m.k. nokkur næstu árin, en að öðru leyti væru menn mjög varkárir i öllum um- sögnum um framtiðina i þessu sambandi. Er Svend Aage Malmberg var að þvi spurður, hvaða áhrif þessi hiti hefði á lifriki sjávarins, svaraði hann þvi til, að hann væri nú ekki liffræðingur, en það færi ljóst, að hlýrri sjór hefði hagstæð áhrif á framleiðni þörunga og átu, sem þýddi aftur hagstæðari lifs- skilyrði fyrir fiskinn. Sagði hann, að þörungaframleiðnin hefði verið i lágmarki á köldu árunum frá 1965-1968, það hefði komið greinilega fram af rannsóknum Þórunnar Þórðardóttur — þetta hefðu verið slæm ár fyrir lifið i sjónum. Sagði hann að lokum, að þessi vondu ár kæmu að sjálf- sögðu fram i fiskinum við landið siðar. Þótt mikil veiði undanfarinna ára, jafnvel ofveiði, hafi eflaust haft mest áhrif á fiskstofnana hér við land, þá er ekki fjarri lagi að álykta,að minnkandi fiskigengd siðustu ára sé að einhverju leyti Framhald á bls. 3 Stórlækkun lyfjaverðs gb-Rvik — Ný reglugerð um greiðslur sjúkrasamlaga á lyfja- kostnaði tekur gildi 15. júni 1974. Reglur um fulla greiðslu sjúkra- samlaga á lifsnauðsynlegum lyfj- um eru i öllum meginatriðum óbreyttar. Lyf sem eru samlags- manni lifsnauðsynleg, greiðir sjúkrasamlagið að fullu, en af öðrum nauðsynlegum lyfjum greiðir samlagsmaður eftirleiðis aðeins fyrstu 100 krónurnar, ef lyfið flokkast undir lyfjaskrá eitt, en 150 krónur i lyfjaskrá tvö. Hins vegar mun gilda sú aðal- regla, að af öðrum lyfjakostnaði greiði samlagsmaður aðeins fyrstu 125 krónurnar af innlend- um lyfjum, og fyrstu 200 krónurn- ar af erlendum sérlyfjum. Sjúkrasamlag greiðir svo það sem á vantar fullt verð. Sé heildarverð viðkomandi lyfs jafnt, eða lægra en framangreind mörk, greiðir samlagsmaður það verð. örfá lyf verða undanþegin ákvæðum þessum, einkum getn- aðarvarnalyf og megrunarlyf ýmisskonar. freyja á Húsafelli A.m.k. hefur enginn þeirra haft við orð að fara eða sýnt nein óttamerki. Veggir á gömlum húsum hér að Húsafelli hafa sprungið litillega, sagði Sigrún, og mikið hefur glamrað i skápum og hrikt i húsinu, en við erum samt hin rólegustu. Guðmundur Sverrisson i Hvammi i Norðurárdal sagði, að hreyfingarnar hefðu orðið öðru hverju, aðallega upp úr hádeginu i gær. Þetta virðist vera miklu verra hér inn á milli fjallanna, sagði Guðmundur, en neðar i héraðinu. Tjón hefur ekki orðið, en þó óttast ég um gamalt fjós, sem hér er, ef fleiri skarpir kippir koma. Á miðvikudag féll skriða á veginn i Miðdal skammt innan Dalsmynnis, en ég hygg að það hafði sumpart orsakazt af þvi, að hér hefur ringt mikið að undan- förnu. Nokkur óhugur er i mönnum, sagði Guðmundur, og þá einkum kvenfólki, þvi að þær eru meira innanhúss og verða þvi fremur varar skjálftanna en karlmennir- nir, sem eru við störf utanhúss. Elias Jónsson, umdæmisstjóri vegagerðarinnar i Borgarnesi, sagði, að skriðan, sem fékk á veginn um Bröttubrekku, hefi verið sextiu metra beið, þar sem hún fór yfir veginn. — Þarna var gróin hlið, sagði Elias, og skriðan hefur byrjað alveg upp við fjallsbrún, steypzt niður i Miðdalsgil og kastazt um tuttugu metra upp i hliðina hinum megin. Vafalaust hefur vatnsagi átt talsverðan þátt i þessu skriðufalli. Elias, sagði, að ekki hefði enn verið opnaður vegurinn vestur yfir Bröttubrekku, enda væri opin leið vestur yfir um Heydal. Bæði torveldaði bleita viðgerð á veginum, og svo hefði einnig Framhald á bls. 3 ,,Við treyst- um Nixon" NTB-Alexandriu 13/6 — Milljónir manna fögnuðu Nixon og Sadat, er þeir heimsóttu gamla egypzka hafnarbæinn Alexandriu á mið- vikudag. Þeir fóru með lest frá Kairó, og meðfram ailri leiðinni hafði safn- azt geysilegur mannfjöldi. Nixon forseti var mjög ánægður með móttökurnar og veifaði glað- ur i bragði til mannfjöldans. Spjöld með slagorðum voru uppi: „Við treystum Nixon” og fleira á- ííka. Forsetarnir héldu áfram sam- ræðum sinum I lestinni, en ferðin tók þrjá og hálfan tima. Nixon sagði fréttamönnum, sem voru einnig með lestinni, að hinar stór- kostlegu móttökur, sem hann hefði fengið I Egyptalandi, bentu til þess, að Egyptar væru mjög á nægðir með samband Bandarlkj- anna og Egyptalands, eftir sjö ára sambandsleysi. Hitaveita Suðurnesja: TILBOÐ FRÁ LANDEIGENDUM á þeim grundvelli, að samkomu- lagsleið sé framundan. Hjá Orkustofnun fengum við þær upplýsingar, að unnið væri af fullum krafti að tilraununum I Svartsengi. Það lægi ljóst fyrir, að þær hefðu gefið mjög jákvæð- an árangur. Boraðar hefðu verið tvær holur, og i næstu viku stæði til að hleypa annarri I gos. BH-Reykjavik. — Hér i Keflavik er unnið af fullum krafti við und- irbúningsstarf hita veitunnar, sagði Jóhann Einvarðsson bæjar- stjóri, þegar blaðið hafði sam- band við hann I gær. — Það er verið að Ijúka við að hanna gatna- kerfið, og verið er að vinna við hönnun aðfærsiuæðanna frá Svartsengi. Við biðum bara eftir starfsmönnum frá ráðuneytunum til þess að geta gengið formlega frá stofnun fyrirtækis um hita- veitu á Suðurnesjum og hafizt handa! Jóhann Einvarðsson benti á þann hlut, allt að 30-50%, sem rik- ið á að þessu mikla fyrirtæki, og þvi yrði ekkert gert nema I sam- ráði við fjármálaráöherra og orkumálaráðherra. Nú væri hins vegar komið fast tilboð frá land- eigendum, og búið væri að leggja það fyrir. Við spurðum Jóhann um álit hans á tilboði landeigenda. — Mér virðist það gefa til kynna, svaraði Jóhann, að það sé Getur það virkilega verið að fólkið sé ekki enn búið að gleyma atvinnu- leysinu?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.