Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 1
Rafmagnsreikningar hækka um áramót Rafmagnsreikningar höfuðborgarbúa munu væntanlega hækka um rúm tíu prósent um áramótin. Stjórnir OR og Hitaveitu Suðurnesja taka ákvörðun fyrir áramót. Ástæðan er sögð ný raforkulög. RAFORKUVERÐ Búist er við rúmlega tíu prósenta hækkun raforku- verðs á höfuðborgarsvæðinu um áramót. Samanlögð gjöld gætu þá hækkað um tæpan milljarð króna. Stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suður- nesja komu saman nýlega og ræddu stöðuna en lög sem Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fyrir og voru samþykkt á Alþingi í vor gera ráð fyrir að framleiðsla og dreifing raforkukerfisins verði aðskilin og dreifikerfið verði að bera sig sjálft, án stuðnings frá raforkuframleiðslunni. Ellert Eiríksson, stjórnar- formaður Hitaveitu Suðurnesja, segir að það stefni í tíu prósenta hækkun á raforkuverði. „Við vorum sagðir svartsýnir þegar lögin voru í undirbúningi og við vöruðum við mikilli hækkun á raforkuverði en það hefur komið í ljós að við vor- um ekki nægi- lega svartsýn- ir,“ segir Ell- ert. „Við sitjum núna yfir út- reikningum og erum að reyna að finna leið til að viðskipta- vinir okkar fái sem hagstæð- asta útkomu en því miður reynist kostn- aðurinn sem er búinn til í þessu nýja kerfi meiri en okkar svartsýnustu spár sögðu til um.“ Samkvæmt heimildum blaðs- ins stefnir í að hækkanir Orku- veitu Reykjavíkur verði líka í kringum tíu prósent. Ekki er langt síðan Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, átti fund með Hall- dóri Ásgrímssyni forsætisráð- herra og lýsti yfir áhyggjum af verðhækkunum í kjölfar nýju lag- anna. Markmið laganna er að jafna orkuverð á landinu og iðn- aðarráðherra hefur spurt í pistli á vefsíðu sinni hvort það sé ósann- gjarnt að íbúar á suðvesturhorn- inu taki þátt í jöfnun á orkuverði. Heimili á höfuðborgarsvæðinu greiða að meðaltali í kringum 70 þúsund krónur á ári. Miðað við það má gera ráð fyrir að saman- lögð hækkun á höfuðborgarsvæð- inu verði á bilinu hálfur til einn milljarður króna. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, sagði fyrr á þessu ári að rætt hefði verið um að greiðslur fyrirtækja og einstak- linga til Orkuveitu Reykjavíkur gætu hækkað um allt að milljarð króna á ári vegna breytinganna. - ghg VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Fékk samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingu á raforkulögum. HIN ÁRLEGA JÓLALEST COCA-COLA Lestin ferðaðist um höfuðborgarsvæðið í gær og fjöldi fólks fylgdist með er lestin liðaðist áfram um hvert hverfið á fætur öðru með jólatónlistina í botni. Ferð lestarinnar var lýst í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni Jólastjörnunni og lífgaði lestin svo sannarlega upp á skammdegið, alsett þúsundum jólaljósa. FJÁRMÁLASTOFNANIR VÍSA Á SKATTSKJÓL Fyrirtæki eru stofnuð í skattaparadísum til að koma tekjum undan skatti hér á landi. Fjármálastofnanir ráðleggja mönnum hvernig vista megi fé utan seilingar skattayfirvalda. Sjá síðu 2 ALLT ÓNÝTT Í NÓATÚNI Eldur kvikn- aði í verslun Nóatúns í JL-húsinu í fyrrinótt. Allt er eyðilagt í versluninni en engin slys urðu á fólki. Sjá síðu 4 AMERÍSKIR VÍSINDAMENN Á SLÓÐ GAMALLA SANNINDA Bandarískir vísindamenn þykjast hafa fund- ið nýjan sannleik varðandi eldingar í gos- strók eldgosa. Sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 12. desember 2004 – 340. tölublað – 4. árgangur 12 Opið í dag 13-22 dagar til jóla Jólagjafahandbókin - vinningsnúmer dagsins: 24099 SLAGVIÐRI VÍÐA Talsverð úrkoma á landinu. Úrkomulítið norðan til í kvöld, annars skúrir. Hlýnandi og hiti 5-10 stig þegar líður á daginn. Sjá síðu 4 BÓKMENNTAGANGA Borgarbókasafn býður til bókmenntagöngu. Lagt verður af stað frá aðalsafni í Grófarhúsi klukkan 17 og gengið um bæinn með viðkomu á nokkrum stöðum sem tengjast nýútkomn- um bókum. SÍÐUR 32 & 33 ▲ Ungskáld Gróska í ljóðagerð unga fólksins Írska rokksveitin U2 gefur út elleftu plötu sína Benedikt Grétarsson Sjálfur jóla- sveinninn SÍÐUR 30 & 31 ▲ SÍÐUR 44 og 45 ▲ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Uppgjör styrktartónleika: Fimm millj- ónir afhentar STYKTARTÓNLEIKAR Hagnaður af tónleikum sem haldnir voru til styrktar Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna í Hallgríms- kirkju nemur 4.748.882 krónum. Tekjur vegna seldra aðgöngu- miða námu tæplega 8 milljónum króna en heildartekjur námu alls rúmlega 13,1 milljón króna. Innifalið í því er kaup KB banka á útgáfurétti tónleikanna. Þá nam heildarkostnaður tæplega 8,5 milljónum króna. Alls voru haldnir þrennir tón- leikar og listamönnum voru greiddar rúmlega 6,2 milljónir króna fyrir framlag sitt. Skipu- leggjandi tónleikanna, Kynning ehf. og Ólafur M. Magnússon, gaf alla vinnu sína. Hagnaður- inn var afhentur stjórn styrkt- arfélagsins í gær ásamt loka- uppgjöri. - lkg Hæstiréttur Bandaríkjanna: Leyfir of- skynjunarte WASHINGTON, AP Hæstiréttur Banda- ríkjanna hefur heimilað litlum trúarsöfnuði í Nýju Mexíkó að nota ofskynjunarte í tengslum við jóla- hald safnaðarins. „Þau eru í skýjunum,“ segir Nancy Hollander, lögmaður safnaðarins. „Þau eru svo ánægð með að geta haldið jól í fyrsta sinn frá því árið 1998.“ Söfnuðurinn nefnist O Centro Espirita Beneficiente Uniao do Vegetal og á rætur að rekja til Brasilíu. Meðlimir í Bandaríkj- unum eru um það bil 140. Í helgiatöfnum sínum notar söfnuðurinn te sem unnið er úr jurtum frá Amazon-svæðinu í Suður-Ameríku. Söfnuðurinn hefur barist fyr- ir því fyrir bandarískum dóm- stólum að fá að nota þetta te allt frá því lögreglan gerði birgðir af því upptækar árið 1999. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.