Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 2
2 12. desember 2004 SUNNUDAGUR VÍNARBORG, AP „Ekki leikur nokkur vafi á því að veikindi Júsjenkós stafa af díoxíneitrun,“ sagði Mich- ael Zimpfer, læknir og yfirmaður Rudolfinerhaus-sjúkrahússins í Vínarborg, í gær. Viktor Júsjenkó, forsetafram- bjóðandi og leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í Úkraínu, hefur þráfaldlega sakað stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að eitra fyrir sér í aðdraganda forseta- kosninganna sem voru haldnar fyrir þremur vikum. Í rannsóknum sem gerðar voru í Austurríki á föstudaginn hafa fundist greinileg merki um eitr- un, segir Zimpfer. „Okkur grunar að utanaðkomandi aðili hafi átt hlut að máli, en getum ekki svarað því hver eldaði hvað eða hver var með honum þegar hann mataðist,“ segir Zimpfer. Díoxínmagnið í blóð- og vefjasýni úr Júsjenkó mældist þúsund sinnum meira en eðlilegt má teljast. „Það er mjög auðvelt að koma þessu magni fyrir í súpu.“ Jújsjenkó veiktist fyrst í sept- ember og var þá fluttur með hraði til Vínarborgar. Hann hélt fljót- lega aftur til Úkraínu en greini- lega mátti sjá breytingar á útliti hans eftir veikindin. Zimpfer tók fram að Júsjenkó hefði náð sér að fullu og eitrunin myndi ekki hafa nein varanleg eftirköst. ■ Fjármálastofnanir vísa á skattaskjól Fyrirtæki eru stofnuð í skattaparadísum til að koma tekjum undan skatti hér á landi. Fjármálastofnanir ráðleggja mönnum hvernig vista megi fé utan seil- ingar skattayfirvalda. Dæmi eru um að slík þjónusta sé auglýst. SKATTSVIK Mörg dæmi eru um það hér á landi að stofnuð séu fyrir- tæki í erlendum skattaparadísum til að koma tekjum einstaklinga og fyrirtækja undan skatti hér á landi. Í úttekt á umfangi skattsvika, sem nefnd á vegum Alþingis gerði, kemur í ljós að ís- lenskir bankar hafi liðsinnt félög- um og einstaklingum í viðskiptum við lönd með vafasamar skatta- reglur. Skúli Eggert Þórðarsson, skatt- rannsóknarstjóri ríkisins, sem sat í nefndinni, segir að undanskot sem þessi séu helsta áhyggjuefni skattayfirvalda um þessar mund- ir. Þessi þróun hófst með auknum fjármálaviðskiptum milli landa í kjölfar aukins fjármálafrelsis. Nefndin áætlar að ríki og sveit- arfélög hafi tapað um þrjátíu milljörðum króna á síðasta ári vegna skattsvika. Þessi upphæð er um 1,5 til 8,5 prósent af heild- artekjum hins opinbera. Undan- skot þar sem fé er flutt úr landi nema um fimmtán til tuttugu pró- sentum af öllum skattsvikum, að mati nefndarinnar. Í skýrslunni segir að það virð- ist þykja sjálfsagt að fjármálaráð- gjafar veiti aðstoð sem beinlínis miði að því að komast undan eðli- legri skattlagningu. Ráðgjafar og jafnvel fjármálastofnanir sérhæfi sig í að ráðleggja mönnum hvern- ig vista eigi fé utan seilingar skattayfirvalda. Þess séu dæmi að slík starfsemi sé auglýst. Þá segir í skýrslunni að dæmi séu um skipulegt skattamisferli þar sem stjórnendur stórfyrir- tækja hafi sett á svið viðskipti í þeim tilgangi einum að komast undan skattgreiðslum. Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri segir að nefndin hafi lagt fram fjölmargar tillögur til úrbóta, meðal annars að banka- stofnunum verði gert skylt að gefa upplýsingar um fjármála- flutninga til skattayfirvalda. Einnig þurfi að endurskoða hvernig koma megi skattsvika- málum fyrir dómstóla en nú lýkur flestum skattabrotum í kyrrþey. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra segir að það hafi verið stefna stjórnvalda að opna fjár- málaheiminn gagnvart útlöndum. En með því hafi hugmyndin ekki verið sú að færa mönnum nýjar leiðir til þess að koma tekjum und- an skatti. „Okkar verkefni er að reyna að koma í veg fyrir þetta,“ segir Geir. ghg@frettabladid.is Sjálfstæðisflokkur: Samúð með Þórólfi SKOÐANAKÖNNUN Borgarstjórnar- flokkur sjálfstæðismanna fengi tæp 41 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa ef kosið yrði nú, samkvæmt könnun sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson segir niðurstöðu könnunarinnar vera í samræmi við aðra könnun sem Gallup gerði á svipuðum tíma. „Manni virðist að það hafi verið nokkuð mikil samúð með Þórólfi þegar þetta var tekið. Borgarstjórnar- flokkur Sjálfstæðisflokks mælist þarna betur en í þinginu. Það breytir því ekki að þetta er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og ætlum að reyna að gera betur í næstu kosningum.“ Þá segir hann dræmt fylgi Framsóknar hljóta að skrifast á Alfreð Þorsteinsson. „En það er ekki sanngjarnt að skella öllu klúðrinu í Orkuveitunni á hann. Samfylkingin hefur átt mjög stóran þátt í því líka.“ - ss Kópavogur: Óvíst með bæjarstjóra SVEITARSTJÓRNARMÁL Framsóknar- menn og sjálfstæðismenn í Kópa- vogi hófu í gær viðræður um hver taki við starfi bæjarstjóra í kjöl- far andláts Sigurð- ar Geirdal. Hansína Ásta Björgvinsdótt ir, oddviti framsókn- armanna í bænum, og Gunnar I. Birg- isson, oddviti sjálf- s t æ ð i s m a n n a , hittust á formlegum fundi en ætla nú að ræða við eigin flokksmenn um framhaldið. Hansína segir ekki ljóst hvenær niðurstaða fáist en Gunnar telur að það verði í þessari viku. Samkvæmt samningi sem flokkarnir tveir gerðu við upphaf kjörtímabilsins mun Gunnar I. Birgisson taka við bæjarstjóra- starfinu 1. júní næstkomandi. - ghg Framsóknarflokkur: Segjast eiga töluvert inni SKOÐANAKÖNNUN Framsóknarflokk- urinn mælist með rúmlega fjög- urra prósenta fylgi í borginni samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í gær. „Það er tvennt í þessu,“ segir Alfreð Þorsteinsson. „Það er staðfest að Sjálfstæðisflokkurinn er fastur í þessu 40 prósenta fylgi. Hitt vekur líka athygli að Framsókn nýtur ekki mikils fylgis. Framsókn hefur ekki staðið sig vel í skoðanakönn- unum almennt. Framsókn á því töluvert inni þegar komið er út í kosningar. Þarna er gert ráð fyrir að flokkarnir bjóði fram hver í sínu lagi. Ég á frekar von á því að R-listinn haldi áfram.“ - ss Alfreð Þorsteinsson sagði í Fréttablaðinu í gær að Lína.net hefði verið eina viðfangsefni hans í pólitík. SPURNING DAGSINS Guðlaugur, um hvað ætlar þú nú að tala? VIKTOR JÚSJENKÓ Júsjenkó gengur inn á sjúkrahús í Austurríki á föstudaginn, þar sem rannsóknir staðfestu að eitrað hefði verið fyrir honum. Myndin vinstra megin var tekin í júlí, hin myndin á föstudaginn var. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Austurrískir læknar: Eitrað var fyrir Júsjenkó „Af nógu er að taka eins og alltaf. En Alfreð Þorsteinsson og R-listinn losna ekki undan því að útskýra hvernig fjármunum hefur verið sólundað í Línu.net og tengd ævintýri.“ PENINGUM LAUMAÐ Í VASANN Mörg dæmi eru um það hér á landi að stofnuð séu fyrirtæki í erlendum skattaparadísum til að koma tekjum einstaklinga og fyrirtækja undan skatti hér á landi. Bernard Kerik biður Bush afsökunar: Hafnar embætti heimavarnaráðherra WASHINGTON, AP Bernard Kerik, sem átti að taka við embætti heimavarnaráðherra Bandaríkj- anna, dró sig til baka eftir að hann komst að því að barnfóstra sem hafði starfað hjá honum gæti verið ólöglegur innflytj- andi í Bandaríkjunum. Kerik sendi George W. Bush Bandaríkjaforseta afsökunar- beiðni í gær, en sagðist ekki geta látið persónuleg málefni „draga athyglina frá heima- varnaráðuneytinu og mikilvæg- um verkefnum þess“. Kerik var lögreglustjóri í New York þegar flugræningjar réðust á Tvíburaturnana árið 2001. Hann hefur undanfarið starfað við að byggja upp lög- reglusveitir í Írak. Rudolph Giuliani, fyrrver- andi borgarstjóri í New York og náinn vinur Keriks, sagði Kerik ekki eiga neins annars úrkosta en að hafna embættinu. „Í hvert skipti sem málefni innflytjenda skytu upp kollinum myndi þetta valda vandræðum,“ sagði Giuliani. Embætti heimavarnaráð- herra fer meðal annars yfir- stjórn innflytjenda- og tollamála. ■ Rúðubrot: Brá hnífi að hálsi sínum LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu aðfaranótt laug- ardags um mann sem brotið hafði rúðu í versluninni Ég og þú á Laugavegi 48. Maðurinn flúði þegar lögregl- an kom á staðinn en fannst í garði stutt frá. Þegar átti að handsama manninn brá hann hnífi að hálsi sínum í tilraun til sjálfsvígs en hlaut aðeins smávægileg sár af þar sem lögregla gat stöðvað hann. Maðurinn var í kjölfarið færð- ur á slysadeild Landspítala - há- skólasjúkrahúss þar sem hlúð var að honum og því næst færður á lögreglustöðina í Reykjavík og gisti fangageymslu um nóttina. Hann var yfirheyrður í gær og málið er talið upplýst. ■ GUNNAR I. BIRGISSON BERNARD KERIK Hætti við að taka við embætti heima- varnaráðherra Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.