Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 4
4 12. desember 2004 SUNNUDAGUR Fjölmiðlakönnun IMG Gallup: Tæp 69 prósent lesa Fréttablaðið daglega KÖNNUN Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup. Að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið dag- lega sem er nákvæmlega sama hlutfall og sagðist lesa blaðið í könnun Gallups fyrir mánuði síð- an. Samkvæmt könnuninni lesa 49,4 prósent Morgunblaðið dag- lega en í síðustu könnun var það hlutfall 48,5 prósent. Alls lesa 16,7 prósent landsmanna DV daglega en samkvæmt síðustu könnun lásu 15,5 prósent blaðið daglega. Í könnuninni var fólk spurt hvort það hefði haft frían aðgang að blöðunum í vikunni sem könn- unin var gerð. Alls sögðust 8,5 prósent fólks hafa fengið Morgun- blaðið frítt en í síðustu könnun fengu 5,5 prósent það frítt. Þá sögðust 5,2 prósent hafa fengið DV frítt samanborið við 2,5 pró- sent í síðustu könnun. Könnun Gallups var dagbókar- könnun sem gerð var dagana 17. til 23. nóvember. Í úrtaki voru 1.240 Íslendingar á aldrinum 12 til 80 ára, valdir með tilviljunar- aðferð úr þjóðskrá. Nettósvar- hlutfall var 65,2 prósent. ■ Allt ónýtt í Nóatúni Eldur kviknaði rétt eftir miðnætti í fyrrinótt í verslun Nóatúns í JL-húsinu. Allt er ónýtt í versluninni en engin slys urðu á fólki. Talið er að eldur hafi kviknað í kringum kjötborð verslunarinnar. BRUNI Eldur kviknaði í hluta versl- unar Nóatúns í JL-húsinu við Hringbraut 121 aðfaranótt laugar- dags. Mikill eldur var í verslun Nóatúns í húsinu og um það leyti sem slökkvilið bar að garði sprakk gluggi í versluninni og gengu eldtungur út. Vel gekk að slökkva eldinn og tók það tiltölu- lega lítinn tíma. Engin slys urðu á fólki enda verslunin mannlaus en gjörsamlega allt er ónýtt í versl- uninni. Tilkynning barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins klukkan 0.41 og var það komið á staðinn klukkan 0.47 auk aukavaktar. Reyklosa þurfti rými verslun- arinnar eftir að eldurinn var slökktur sem og loftið og nokkrar hæðir og var því verki lokið um þrjú leytið. Ekkert tjón varð hjá öðrum fyrirtækjum eða í íbúðum í húsinu en þrífa þarf allt húsið. Enginn íbúi var beðinn um að yfir- gefa húsið á meðan á slökkvistarfi stóð. Talið er að eldurinn hafi kviknað í kringum kjötborð versl- unarinnar. „Okkur líður ekki mjög vel og þetta er afskaplega sárt eins og er enda stutt í jólin,“ segir Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns. „Verslunin er algjörlega ónýt, það er sama hvað það er, og við bú- umst ekki við að opna aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir fjórar til sex vikur. Við þurfum að hreinsa allt út og byrja upp á nýtt,“ segir Kristinn en þetta óhapp hefur ekki áhrif á starfsfólk verslunar- innar. „Við færum starfsfólkið á milli verslana og því þarf það ekki að hafa áhyggjur af vinnu sinni. Við gerum bara betur þegar við opnum verslunina á ný og bætum hana til muna,“ segir Kristinn, sem reynir að horfa á björtu hlið- arnar með starfsfólki sínu í skugga þessa atburðar. lilja@frettabladid.is LÖGREGLUBÍLLINN Maðurinn velti bílnum tvisvar eða þrisvar með stórri hjólaskóflu. Berserksgangur í Dölum: Lögreglubíll eyðilagður LÖGREGLA Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík fór vestur í Saurbæjar- hrepp í Dölum í gær til að rannsaka vettvang atviks sem varð þar í fyrradag. Þá eyðilagði maður lög- reglubíl með hjólaskóflu þegar gert var hjá honum fjárnám og einnig leikur grunur á að hann hafi reynt að kveikja í íbúðarhúsi sínu. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslu- maður í Dalasýslu, segir að óskað hafi verið eftir því að Ríkislög- reglustjóraembættið annaðist rannsóknina þar sem lögreglan á staðnum væri aðili að málinu. Mað- urinn dvelur nú á sjúkrahúsi og er reiknað með að hann verði yfir- heyrður eftir helgi. - th Á miltisbrandssýking eftir að koma upp víðar? Spurning dagsins í dag: Keyptir þú jólagjafir erlendis í ár? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 28.16% 71.84% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Kelduhverfi: Hvalur finnst í fjöru HVALREKI Norðursnjáldri fannst í landi bæjarins Fjalla í Keldu- hverfi. Þetta er annar hvalurinn á aðeins einum mánuði sem rekur þar á land. H l y n u r Ármannsson, líffræðingur hjá Hafrann- sóknastofn- uninni, segir hvalinn lík- lega ungt kvendýr. Að- eins tvisvar áður hafi n o r ð u r - snjáldra rek- ið upp í fjörur landsins. Í fyrsta skiptið við Breiðdals- vík árið 1992 og annað skipt- ið við Ólafsvík fyrir fimm árum. Hvalurinn nú sé 4,20 metrar. Urða á hvalinn og vernda beinagrindina. - gag Óvinir allt um kring Vítahringur fjallar um þræla, kappa, bardaga, galdra og strák sem reynir að lifa eðlilegu lífi - en það reynist ekki auðvelt. Ný frábær saga frá verðlaunahöfundinum Kristínu Steinsdóttur „Með hlýlegum og glaðlegum stíl sínum hefur Kristín náð vel til lesenda ... Kristín og Halla Sólveig hafa unnið vel saman að því að færa nútímabörnum heim fornsagnanna ljóslifandi og eðlilegan.“ - Hrund Ólafsdóttir, Mbl. FJÖLDI ÞEIRRA SEM LESA BLÖÐIN DAGLEGA Fréttablaðið Morgunblaðið DV 68,5 % 49,4 % 16,7 % Vinnuslys: Brenndist illa BRUNI Vinnuslys varð á veitinga- staðnum Broadway klukkan 20.15 á föstudagskvöld. Kokkur var að flambera kjöt fyrir matargesti og kviknaði þá í fötum hans, sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Reykjavík. Maðurinn var fluttur með hraði á brunadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Maðurinn hlaut annars stigs bruna á hendi sem og fyrsta og annars stigs bruna á síðu og sköfl- ungi. Manninum líður vel eftir at- vikum og þarf ekki að gangast undir aðgerð, að sögn vakthafandi læknis á brunadeild. Maðurinn mun þó þurfa að liggja á sjúkra- húsinu langt fram í næstu viku og jafnvel alla vikuna. ■ ÖLVUNARAKSTUR Einn ökumaður var stöðvaður aðfaranótt laugar- dags vegna ölvunaraksturs að sögn lögreglunnar á Ísafirði og hlýtur tilheyrandi sekt. BÍLSLYS Bifreið fór út af vegi klukk- an 11.31 við Höfðahlíð í Dýrafirði í gærdag. Ökumaður var einn í bif- reiðinni og slapp ómeiddur en bif- reiðin er töluvert skemmd að sögn lögreglunnar á Ísafirði. MAÐUR SKARST Á HENDI Maður slasaðist á hendi í Höfn í fyrrinótt. Lögreglan á Höfn hugaði að hinum slasaða og að sögn lögreglunnar má segja að slysið hafi orðið sökum klaufaskapar. Manninum var komið undir læknishendur og slapp vel. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U Ð RÍ Ð U R B AL D VI N SD Ó TT IR Par stöðvað: Játuðu fíkni- efnaeign FÍKNIEFNI Bifreið var stöðvuð að- faranótt laugardags í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðarbæ þar sem grunur lék á fíkniefnamisferli. Tvennt var í bifreiðinni, karl og kona, og fund- ust þar þrjú grömm af hvítu efni, sem ætla má að sé amfetamín að sögn lögreglu. Farið var með far- þega og ökumann á lögreglustöð til yfirheyrslu. Þau játuðu að vera eigendur fíkniefnisins og voru leyst úr haldi. Málið telst upplýst. - lkg NÓATÚNSVERSLUNIN Allt tiltækt slökkvilið og aukavakt voru kölluð út til að slökkva eldinn sem braust út laust eftir miðnætti í fyrrinótt en slökkvistarf gekk mjög vel. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR LJ Ó SM ./ H RÓ LF U R PÉ TU R Ó LA FS SO N . SJALDGÆFUR VIÐ ÍSLANDSSTRENDUR Hvalurinn fannst í landi bæjarins Fjalla í Kelduhverfi á mánu- dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.