Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 8
8 12. desember 2004 SUNNUDAGUR RANA SÍJAM JARÐSUNGIN Palestínsk móðir syrgir þegar sjö ára dóttir hennar, Rana Síjam, var í gær jarðsungin í flóttamannabúðunum Kan Júnis á Gaza- strönd. Stúlkan féll fyrir skoti frá ísraelsk- um hermanni á föstudaginn. Héraðsdómur Reykjaness: 15 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, tilraun til fjársvika og fjársvik, þjófnað, hylmingar og vopnalagabrot. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað upp dóminn. Maðurinn var dæmdur fyrir fjársvik, fyrir að hafa í sumar svikið út leikjatölvu og heimabíó í verslun. Þá framvísaði hann án heimildar debetkorti starfs- mannafélags Hafrannsóknastofn- unarinnar. Enn fremur var hann dæmdur fyrir að hafa stolið 50.000 krónum af reikningi starfsmannafélags Hafrannsóknastofnunarinnar með því að nota debertkortið í fjórum hraðbönkum. Einnig not- aði hann kortið til bensínkaupa. Maðurinn braut vopnalög þar sem hann átti loftbyssu án tilskil- ins leyfis og hafði í vörslu sinni tvö bitvopn með 15 og 20 sentí- metra blöðum. Þá reyndist hann vera með mikið af munum á heim- ili sínu sem stolið hafði verið í innbrotum í heimahús. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða 70.000 króna málsvarnarlaun og 53.000 krónur í bætur til starfs- mannafélags Hafrannsóknastofn- unarinnar. ■ RÁÐHERRA HÆTTIR Ernst Strasser hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra Austurríkis og segist vilja snúa aftur út í atvinnulífið. Strasser hefur sætt harðri gagnrýni mannréttindasam- taka fyrir breytingar á því hvernig tekið er á móti hælis- leitendum, en nýlega lagði hann til að ferðafrelsi hælis- leitenda yrði takmarkað. KOMMÚNISTAR SKOTNIR Tyrk- neskir hermenn skutu tvo her- skáa vinstrimenn til bana. Mennirnir voru grunaðir um að hafa gert tilraun til að ráða tyrkneskan herforingja af dög- um fyrir þremur árum síðan. Mennirnir voru félagar í maóískum kommúnistaflokki. ■ EVRÓPA Jólagjafahandbókin er happdrættismiði! Vinningar dregnir út á hverjum degi. Vinningsnúmerin birtast á forsíðu Fréttablaðsins. 107.897 Akureyringar hafna háhýsi Um 60 prósent Akureyringa eru andvíg áformum um byggingu tólf hæða fjölbýlis- húss á milli Glerártorgs og gamla miðbæjarins samkvæmt viðhorfskönnun. UMHVERFISMÁLVerktakafyrirtækið SS Byggir á Akureyri hyggst reisa tólf hæða fjölbýlishús, með þrjátú og sex íbúðum fyrir aldr- aða, á lóð sem kennd er við húsið Baldurshaga. Tæplega 1.700 Ak- ureyringar hafa undirritað yfir- lýsingu þar sem lýst er yfir and- stöðu við byggingu hússins. Í könnun sem IMG Gallup á Akureyri framkvæmdi að eigin frumkvæði kemur fram að rúm- lega sextíu prósent þeirra sem af- stöðu tóku, á aldrinum 16 til 75 ára, var andvígur byggingar- áformunum. Tæplega 25 prósent voru hlynnt og rúmlega tólf pró- sent sögðust hvorki hlynnt né and- víg. Þegar þeir sem sögðust andvígir byggingunni voru spurðir hvort þeir yrðu minna, meira eða jafn andvígir ef byggingin yrði aðeins fjórar til sjö hæðir sögðust 47 pró- sent þeirra verða minna andvíg en 51 prósent sögðu það ekki breyta af- stöðu sinni. Tæp tvö prósent sögð- ust verða meira andvíg. Logi Már Einarsson, hjá arki- tektastofunni Kollgátu á Akur- eyri, er hönnuður hússins og að hans mati segja niðurstöður könn- unarinnar ekki mikið. „Ég geri ráð fyrir að þessum 38 prósentum sem kjósa að svara ekki standi nokkuð á sama hvort byggingin rísi. Þegar rýnt er nánar í tölurn- ar kemur í ljós að einungis 167 einstaklingar, úr 884 manna úr- taki, eru alfarið andvígir bygging- um við Baldurshaga eða 19 pró- sent. Ég er hins vegar afskaplega sáttur við að umræða um bygg- inguna er komin í gang en ég mun ekki láta þessa könnun eyðileggja fyrir mér jólin,“ sagði Logi Már. Þóra Ákadóttir, forseti bæjar- stjórnar Akureyrar, sagði í sam- tali við Fréttablaðið að líklega yrði fjallað um málið á fundi bæj- arstjórnar næstkomandi þriðju- dag. „Ég geri ráð fyrir að þetta hátt hlutfall þeirra sem andvígir eru hafi áhrif á afstöðu bæjar- stjórnar, án þess að ég vilji þó fullyrða hver niðurstaðan verður. Þetta er það stórt mál að við verð- um að vanda okkur og hlusta á fólkið í bænum,“ sagði Þóra. Könnunin var gerð dagana 21. september til 7. október. Úrtakið var 884 íbúar á Akureyri og svar- hlutfallið 62 prósent. kk@frettabladid.is Framkvæmdastjóri kirkjuráðs þjóðkirkjunnar: Fasteignagjöld yrðu enn ein skerðing á tekjum kirkjunnar SVEITARSTJÓRNARMÁL Verði kirkjum gert að greiða fasteignagjöld kemur það væntanlega í hlut þeirra rúm- lega 280 safnaða að greiða þau, seg- ir Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs þjóð- kirkjunnar. Guðmundur segir að verði af gjaldtökunni sé það sanngirnismál að kirkjur landsins fái hærri fjár- framlög. Kirkjan muni kanna stöðu sína: „Það má ekki gleyma því að ríkið skerti sóknargjöldin varanlega í fyrra um sjö prósent. Það var þung- bær skerðing fyrir marga söfnuði. Komi þetta til viðbótar er það áhyggjuefni og visst áfall, sérstak- lega þar sem kirkjur eru oft stór mannvirki.“ Fasteignagjöld eru greidd eftir verðmati eigna og hefur tekju- stofnanefnd sveitarfélaga og ríkis- ins náð samkomulagi um slíkar greiðslur. Magnús Axelsson, forstöðumað- ur safnaðarráðs Fríkirkjunnar, segir fjárhæð fasteignagjalda sennilega ekki gera söfnuðinn gjaldþrota: „Öll útgjöld sem bætast við safn- aðarstarfið þrengja að öðrum þátt- um. Þá er minna eftir fyrir barna- starf, unglingastarf, starf aldraðra og svo framvegis.“ - gag HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Ákærði var dæmdur til að sæta upptöku og lagði lögreglan hald á nær 12 grömm af kannabisfræjum, loftbyssu og tvö bit- vopn til rannsóknar málsins. DÓMKIRKJAN Í REYKJAVÍK Var lengi eina kirkjan í Reykjavík. Vegna fjölgunar íbúa rúmaði kirkjan ekki söfnuð- inn, sem leiddi af sér stofnun Fríkirkjunnar. AKUREYRINGAR EKKI HRIFNIR AF VÆNTANLEGU HÁHÝSI Andstaða er við byggingaráform á Akureyri. Hlustað verður á vilja íbúanna, segir forseti bæjarstjórnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.