Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 11
11SUNNUDAGUR 12. desember 2004 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 250.051 ÍSLENDINGAR ERU FÉLAGAR Í ÞJÓÐKIRKJUNNI Fríkirkjan í Reykjavík er næstfjölmennasta trúfélagið með tæplega 6.000 félaga. Fæstir eru hins vegar í Baptistakirkjunni eða tíu. SVONA ERUM VIÐ vakt á fréttastofum RÚV og flytur tíðindi í Dægurmálaútvarpi Rásar 2. Allt er þetta þó aukavinna því aðalstarf Gísla er að ritstýra hér- aðsfréttaritinu Skessuhorni en nafnið er fengið frá þeim tindi Skarðsheiðar sem teygir sig í átt að Borgarnesi. „Þetta fer vel sam- an og ég lít á það sem sérstök for- réttindi að fá að gera nánast það sem mér dettur í hug.“ Viðmælendurnir í Út og suður eru margir forvitnilegir, jafnvel sérvitrir. Um það segir Gísli: „Ein- hver sagði að flest fólk væri ekki eins og fólk er flest en ég hef fyrst og fremst leitað að áhugaverðu og skemmtilegu fólki og skemmtileg- ast er að hitta fólk sem er ófeimið að fara sínar eigin leiðir og hrinda hugðarefnum sínum og áhugamál- um í framkvæmd. Sagt hefur verið um þessa þætti og fleiri slíka, til dæmis þætti Ómars Ragnarssonar, að þetta séu furðufuglaþættir og það fer svolítið í taugarnar á mér. Ef þú skoðar þættina sem í eru þessir tuttugu frægu Íslendingar þá má benda á marga sem þar koma fram og spyrja hvort það sé venjulegt fólk. Ef fólk hefur ákveðið að flytja út á land eftir að hafa gert það gott í Reykjavík þá er litið á það sem furðufugla. En vissulega hef ég talað við einn og einn sérvitring en mér finnst sér- viska ekki vera verri en hver önn- ur viska.“ Gamanmál, áhugamál og önnur mál Gísli Einarsson er þekktur fyrir að taka sjálfan sig mátulega hátíðlega og gera grín að sjálfum sér. Hann hefur líka ákveðna kenningu um það síðarnefnda. „Það er gott að gera grín að sjálfum sér og miklu betra en að eftirláta það öðrum því það er ekki víst að þeir geri það jafn vel. Og ef ég hef einhvern kost sem sjónvarpsmaður eða hvað nú á að kalla það þá er það að ég tek sjálfan mig ekki mjög hátíð- lega. Mér finnst það vera svolítill galli ef menn gera það. Reyndar held ég að það þvælist fyrir mönn- um í þessu fagi ef þeir taka sjálfa sig of hátíðlega.“ Auk áðurnefndra starfa hefur Gísli gert það gott á mannamótum þar sem hann er gjarnan fenginn til að fara með gamanmál. Hann rekur það til leiðaraskrifanna í Skessuhorni. „Mér leiðast leiðarar í blöðum og fór því þá leið að skrifa þetta í öðrum dúr en gengur og gerist á stærri dagblöðum. Út frá því hafði fólk samband.“ Hann rifjar líka upp fyrsta sinnið sem honum var boðin borgun fyrir uppistand. „Ég varð svo hissa að ég var búinn að afþakka greiðslu áður en ég vissi af. Annars er þetta mjög skemmtilegt, fyrir mig að minnsta kosti. Gott að borða og skemmtilegt fólk.“ Auk þess að hafa áhuga á fjöl- miðlum og mannlífi er Gísli mikill áhugamaður um fornsögurnar og knattspyrnu. Hann er einlægur stuðningsmaður ÍA, Skallagríms, Tottenham og Halifax og skrifaði óborganlegar greinar um síðast- nefnda liðið í blað sitt og hefur í of- análag sótt leiki þess í ensku deild- arkeppninni. „Svo hef ég lesið Íslendingasög- urnar frá því ég var tíu ára og les þær flestar reglulega. Egill Skalla- grímsson og Kári Sölmundarson eru mínir menn. Egill bar vissu- lega af á margan hátt og Kári var algjör hetja.“ bjorn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.