Tíminn - 02.07.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.07.1974, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 2. júll 1974. TÍMINN 11 efl( /íkurr er comin í Guðni Kjartansson, kom sá og sigraði, þegar Islandsmeistarar sigruðu Eyjamenn 3:1 í Eyjum. Endurkoma Guðna hefur gjörbreytt Keflavíkurliðinu, sem nú lék sinn bezta leik á keppnistímabilinu „Keflavíkurmaskín- an" fræga er nú komin í gang, Eyjamenn fengu aö GUÐNI KJARTANSSON stórleik I Eyjum. ..á iti Jóhann meiddur JÓHANN TORFASON.. sóknarmaðurinn harðskeytti hjá KR meiddist illa upp á Skaga á laugardaginn, þegar hann lenti i árekstri við Davið Krist já nsson, markvörð Skagamanna. Þetta skeði i fyrri hálfleik og var Jóhann fluttur strax á spitalann á Akranesi. Þar kom i ljós, að Jóhann hefði leggbrotnað. Þetta er mikið áfall fyrir Vesturbæjarliðið, þvi að Jóhann er mesti markaskor- ari liðsins, hefur t.d. skorað 4 mörk i 1. deildarkeppninni. sos. finna fyrir því á laugar- daginn, þegar íslands- meistararnir heimsóttu þá. Já, menn könnuðust við gamla góða Keflavíkurlið- ið, sem var óstöðvandi í 1. deildarkeppninni í fyrra. Endurkoma Guðna Kjartanssonar, sem lék sinn fyrsta 1. deildarleik á laugardaginn i Eyjum, hefur haft góð áhrif á liðið. Þessi snjalli fyrirliði gjör- breytti Keflavíkurliðinu, sem nú lék sinn bezta leik á keppnistímabilinu og vann stórsigur yfir Eyjaskeggj- um 3:1. Guðni var svo sannarlega í essinu sínu, hann stjórnaði mönnum sínum frábærlega vel. — Hann hreinlega reif þá upp úr öldudalnum, sem þeir hafa dvalizt í upp á síðkastið. Guðni kom, sá og sigraði — hann var bezti maður vallarins. Keflavikurliðið missti ekki kjarkinn, þó að Eyjamenn fengu „óskastart” i leiknum. Knöttur- inn lá i neti Keflavikurliðsins eftir aðeins 2 min. en þá skoraði Sveinn Sveinsson mark Eyja- manna, með langskoti frá vita- teigshorni — knötturinn lenti utarlega i markinu. Keflavikurliðið, með Guðna i fararbroddi, tviefldist bara við þetta mótlæti og það var ekki langt að biða þar til þeir voru búnir að jafna leikinn. Það var bakvörðurinn Gunnar Jónsson, sem skoraði markið. Hann óð upp völlinn — fékk sendingu frá Steinari Jóhannssyni — þrumaði knettinum upp undir þaknetið af stuttu færi. Keflvikingar byrjuðu siðan siðari hálfleikinn á þvi að skora. Það var Grétar Magnús- son, sem það gerði. En markið var dæmt af, þar sem sóknarleik- maður Keflavikurliðsins var rangstæður. Furðulegur dómur, þar sem þessi sóknarleikmaður hafði ekki áhrif á leikinn. En Keflvikingarskoruðu siðan annað mark á 25. min. siðari hálf- leiksins, það var markakóngur- inn Steinar Jóhannsson, sem það gerði. Hann splundraði Eyja- vörninni, lék á markvörð og renndi knettinum i netið. Stuttu siðar endurtók hann leikinn, en þá mistókst honum að binda enda- hnútinn á einleik sinn. Grétar Magnússon innsiglaði siðan sigur meistaranna 7. min. fyrir leikslok. Guðni Kjartansson tók þá aukaspyrnu, sendi knöttinn Gísli tekur sér hvíld — — hann mun ekki leika meira með Keflavíkurliðinu í sumar ÍSLI TORFASON landsliðsmaður úr Keflavik, hefur nú ákveðið ið leggja knattspyrnuskóna á hilluna I sunrar. Astæðan fyrir þvi, að jHsli ætlar ekki að leika meira með Keflavikurliðinu, er að hann lefur Iitið getað æft með liðinu á keppnistimabilinu, þar sem hann r búsettur i Reykjavik. Hann taldi, að hann gæti ekki æft sem skildi neð liðinu, og þar sem hann gæti ekki beitt sér að knattspyrnunni að ullum krafti. þá væri bezt að taka sér hvild, þvi að það þýðir litið að |eika méð 1. deildarliði, nær æfingalaus, þegar nóg er af leikmönn- m i fullri æfingu i herbúðum Keflavikurliðsins. -SOS. fyrir markið — Steinar stóð við endamörkin, tók við sendingunni og skallaði fyrir markið, þar sem Gretar tók við og þakkaði fyrir sig með góðu marki. Leiknum, sem var skemmtilegur og vel leikinn, lauk þvi með sigri meistaranna 3:1, og eru þeir nú komnir upp i 2. sætið i 1. deildar- keppninni. Eins og fyrr segir, þá var þetta bezti leikur Keflavikurliðsins á keppnistimabilinu. Guðni var frá- bær og hann stjórnaði vörninni vel. Albert Hjálmarsson, Grétar Magnússon og Karl Hermanns- son voru á miðjunni og sluppu þeir allir mjög vel frá leiknum. Sömuleiðis framlinan, þar sem Steinar var bezti maðurinn — hann átti þátt i öllum mörkum liðsins. Ólafur Júliusson og Jón Ólafur Jónsson börðust vel i leiknum. Blærinn var allt annar yfir liðinu en i undanförnum leikj- um. — Fyrirliðinn hefur gjör- breytt Keflavikurliðinu, sem með þessu áframhaldi verður örugg- lega með i baráttunni um Islands- meistaratitilinn. Eyjaliðið lék einnig vel. Beztu menn liðsins voru landsliðs- mennirnir ólafur Sigurvinsson og örn óskarsson, en örn átti tvö mjög skemmtileg skot i léiknum, sem Þorsteini Ólafssyni, mark- verði Keflavikurliðsins, tókst að verja á siðustu stundu. Leikinn dæmdi Guðmundur Haraldsson, og slapp hann mjög vel frá honum. -SOS. Reykja- víkur úrvalið vann léttan sigur • • • Reykjavikurúrvalið I knatt- spyrnu átti ekki i erfiðleikum með að vinna sigur yfir hálf gerðu „skrapi” frá landsbyggðinni. Leikurinn sem var leikinn á Laugardals- vellinum á sunnudaginn var daufur, og greinilegt var, aö leikmenn höfðu takmarkaðan áhuga á honum, en loka- tölurnar urðu 3:0 fyrir Reykjavikurúrvalið. Mörk úrvalsliðsins skoruðu: Jóhannes Bárðarson, Viking, Kristinn Björnsson, Val og Jóhannes Eðvaldsson, Val. - SOS. 1. DEILD Staðan I 1. deild lslandsmótsins Iknattspyrnu að lokinni fyrri um- ferð: Valur-Víkingur Akranes -KR Fram-Akureyri ÍBV-Keflavik Akranes Keflavik KR ÍBV Valur Vikingur ‘ikureyri Fram 2:1 1:1 2:3 1:3 7430 12:4 7 3 2 2 7 2 4 1 7 2 3 2 7 15 1 7 2 2 3 7 2 14 7 0 4 3 9:6 6:5 8:7 9:9 7:7 7:17 8:11 Markhæstu menn: Jóhann Torfason KR Steinar Jóhannsson, Keflav. Matthias Hallgrimss. Akran. Ingi Björn Albertss. V’al Sveinn Sveinss. ÍBV Kári Kaaber, Viking Teitur Þórðars. Akran. 11 8 8 7 7 6 5 4 EINAR GUNNARSSON.. Landspltalanum I gær. (Tima- mynd Gunnar). ..KeflavíkurliSið er farið að sækja sia' — þá þarf ekki að spyrja að leikslokum, segir landsliðsmaðurinn snjalli Einar Gunnarsson „Ég stefni aö því, aö leika meö strákunum í Evrópukeppninni" sagði landsliðsmaöurinn snjalli, Einar Gunnars- son frá Keflavík, þegar íþróttasíöan haföi tal af honum á Landspítalan- um i gær, en þar liggur Einar og jafnar sig eftir uppskurð, sem var gerður á hægri fætinum á honum. Eins og menn muna, þá meiddist Einar i leik gegn KR á Laugardalsvellinum. Einar var skorinn upp við brjósklosi í hné, og sagði hann okkur, að hann myndi þurfa að vera einar 5-6 vikur frá vinnu. Þá sagði hann, að hann myndi fara eins f Ijótt og hann gæti farið að hreyfa sig og æfa fótinn, og að sjálfsögðu stefndi hann að því, að komast sem allra fyrst í æfingu. — Stefnan væri sú, að leika með Kefla- vikurliðinu i Evrópu- keppni meistara liða, sem hefst um miðjan september. Þegar við báðum Einar að spá um gang mála i siðari um- ferð 1. deildarinnar i knatt- spyrnu, sagði hann: — Strákarnir i Keflavikur- liðinu eru farnir að sækja sig, og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Það fer að halla undan fæti hjá Skagamönnuin — þeir halda þetta ekki út öllu lengur. Keflavikurliðið fer að siga áfram úr Skagaliðinu og stefnan verður tekin beint á Islandsmeistaratitilinn. Það verður gaman að sjá, hvort þessi spádómur Einars rætist. Við óskum honum góðs bata og vonandi veeður ekki langt að.biða, þar til hann get- ur farið að leika aftur með Keflavikurliðinu og lands- liðinu. 1 -sos.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.