Tíminn - 02.07.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.07.1974, Blaðsíða 3
4 4 TÍMINN Þriöjudagur 2. jdli 1974. Þriöjudagur 2. júlí 1974.__________________________________________________TÍMINN__________________________________ 13 WORLDCUP VMM74 fréttír FRANZ BECKENBAUER...er maöurinn á bak viö v-þýzka landsliöiö. Beckenbauer tekur við stiórninni ★ Hann sér um æfingar v-þýzka liðsins og hefur tekið völdin af Schoen. í sínar hendur ★ Netzer hótaði að fara ÞAÐ hefur lengi veriö á flestra vitoröi/ aö óánægja væri ríkjandi f herbúöum V-Þjóðverja á HM, en s.l. laugardag sauð þó alveg upp úr. Kom þá i Ijós, aö fyrirliði v-þýzka liðsins, Frans Beckenbauer, hefði tekið við stjórn liðsins af Helmut Schoen,en Beckenbauer var ekki ánægður með stjórn hans á liðinu i forkeppninni. Kom þetta fram á blaðamannafundi, sem Schoen boðaði til, en þegar til kastanna kom, fékk hann ekki að segja aukatekið orð. Becken- bauer sá um að svara öllum spurningum viðstaddra. Beckenbauer hefur lengi veriö á móti þeirri æfingaaðferö, sem Schoen notar, og kom þaö fram á þessum fundi. Hann gagnrýndi einnig mjög val Schoens i lið i for- keppninni og sagði, að einstakir leikmenn hefðu ekki lagt sig nógu vel fram i þeim leikjum og nefndi sérstaklega þá Uli Hoeness og Jurgen Grabrowski, sem hann sagði, að hefðu alls ekki lagt sig fram i leiknum á móti A-Þýzkalandi, og hefði það veriö ein af ástæðum tapsins á móti þeim, en margir hafa haldið þvi fram, aö V- Þjóðverjar hafi viljandi tapað þeim leik, til þess aö komast i léttari órslitariðil. Beckenbauer vildi eindregið vinna þennan leik, en það tókst ekki vegna þessa áhugaleysis leikmanna. Eftir forkeppnina er það Beckenbauer, en ekki Schoen, sem hcfur séö um æfingar liösins, og valdi hann liöið, er lék á móti Júgúslaviu með þeim árangri, að það er talinn bezti leikur V-Þjóðverja i keppninni til þess tima. Þá setti hann þá Hoeness og Grabrowski út úr liöinu, og hinn mikli Netzer fékk ekki einu sinni að sitja á vara- mannabekknum. Þaö varð til þess að Netzer hótáði að fara burt, en á siðustu stundu tókst að róa hann. Það var vitað áður en þetta varð kunnugt, að Beckenbauer hafði mikil völd innan landsliðsins, og Schoen ráðfærði sig jafnan við hann, áður en mikilvægar ákvarð- anir voru teknar. En nú þegar hann hefur alveg tekið völdin i sinar hendur má búast við að stjarna hans hækki stórlega, ef honum tekst að leiða V-Þjóðverja til sigurs, en lækki að sama skapi ef það mistekst hjá honum. Það er þvi mikil ábyrgð er Beckenbauer tekur á sig með þessari valdatöku sinni. O.Ó. BRASILIA vann sinn tuttugasta sigur yfir Argentínu í Hannover á sunnudag fyrir 40.000 áhorfendum, og án efa er þetta þeirra mikilvægasti sigur í þeirra innbyrðis leikjum. Brassarnir léku sinn bezta leik f keppninni til þessa, en Argentínu- menn gáfu þeim ekki mikið eftir og spiluðu stundum skínandi góðan fótbolta. Bezti maðurinn á vellinum var miðjumaður þeirra Balbuena, sem var Heimsmeistararnir sýndu klærnar.... Pólverjar hof&u heppnina með sér — þegar þeir sigruðu Júgóslava 2:1 í Frankfurt, í sínum lélegasta leik í HM PÓLVERJAR unnu sinn fimmta sigur í HM á sunnudaginn þegar þeir unnu Júgóslava 2-1 í Frankfurt að viðstöddum 55.000 áhorfendum. Sigur þeirra var ekki verðskuld- aður, því Júgóslavar áttu miklu meira í leiknum og mjög óréttmæt vitaspyrna gaf Pólverjum annað markið. Er talið að þetta sé lélegasti leikur Pól- verja f keppninni til þessa. Júgóslavar gengu til leiks án fyrirliða sins Dragan Dzajic, sem lá i innflúensu, og stuttu eftir að leikurinn hófst meiddi einn burðarás liðsins sig það illa, að hannn varð að fara útaf. Var þetta miðjuspilarinn Oblak, sem hefur verið potturinn og pannan i spili Júgóslava til þessa. Þrátt fyrir þennan missi léku Júgó- slavar betur en Pólverjar og aðeins klaufaskapur þeirra upp við mark andstæðinganna kom i veg fyrir sigur. Hinir 20.000 júgóslavnesku áhorfendur ráku upp mikið reiði- óp á 26. minútu , þegar hinn a- þýzki dómari leiksins, Rudi Gloeckner, benti á vftapunktinn eftir að júgóslavneski leik- maðurinn Karasi hafði litillega rekið olnbogann i magann á Szarmach frá Póllandi. En ekki tjáir að deila við dómarann, og Deyna skoraði auðveldlega úr vitinu. Júgóslavar jöfnuðu svo á 44. minútu leiksins þegar Karasi greiddi fyrir brot sitt og skaut yfir Tomaszewski i pólska markinu, en hann hafði hætt sér of langt út. 1-1 i hálfleik var vel sloppið hjá Pólverjum. Júgóslavar hófu seinni hálfleik með miklum látum.en það voru Pólverjar sem skoruðu á 64. minútu . Eins og svo oft áður kom markið eftir hornspyrnu frá kantmanninum Gadocha, sem gaf nákvæmlega fyrir á höfuðið á Lato, sem skallaði knöttinn inn, 2- 1 fyrir Pólverja, og þrátt fyrir þunga pressu Júgóslava tókst þeim ekki að jafna. Er þetta fyrsti sigur Pólverja fyrir Júgó- slövum eftir strið, og með marki sinu varð Lato markhæsti maður keppninnar, með 6 mörk. Júgóslavnesku leikmennirnir áttu allir nokkuð góðan leik, en hjá Pólverjum var einn maður, sem bar af, Gadocha, sem var alls staðar á vellinum og að öllum öðrum ólsötuðum var hann maðurinn á bak við sigur Pól- verja. Eftir þennan sigur verður leikur Pólverja og V-Þjóðverja á morgun úrslitaleikur um hvort liðið kemst i úrslit. Ó.O V-Þi veldi sitt verjar sýndu Þeir rúmlega 60.000 áhorf- endur, sem troðfylltu Rheinstadion í Dusseldorf á sunnudaginn, fengu að sjá skemmtilegan sóknar- leik á milli Svía og V-Þjóð- verja. Svíar urðu að vinna þennan leik, ef þeir áttu að eiga möguleika á áfram- haldandi keppni, og útlitið var ekki sem verst í hálf- leik fyrir þá, þar sem þeir höfðu yfir 1-0. En Þjóð- verjarnir voru ekkert á þeim buxunum að gefast upp og sýndu það í seinni hálfleik hvílíkt stórveldi þeir eru í knattspyrnu, þegar þeir skoruðu 4 mörk gegn einu á síðustu 45 mín- útunum. I seinni hálfleik sýndi Gerd Muller stórleik, ekki með því að skora mörkin, heldur aldrei þessu vant lagði hann grunninn að þremur marka Þjóðverja í hálf- leiknum. V-Þjóðverjar hófu leikinn af mikilli grimmd og ætluðu greini- lega að kafsigia Sviana þegar á fyrstu minútunum. En Sviar vörðust vel og héldu markinu hreinu i fyrri hálfleik, og þeim tókst meira að segja að koma inn marki sjálfir. Aukaspyrna var dæmd á Þjóðverja rétt fyrir utan vftateig þeirra, boitinn var send- ur til Edströms, sem skaut sann- köiluðu þrumuskoti, sem Maier i markinu sá ekki fyrr en um sein- an. 1-0 I hálfleik fyrir Svia og menn voru farnir að búa sig undir óvænt útslit. Þjóðverjar hafa greinilega ráð- ið ráðum sinum vel i hléinu, þvi eftir aðeins 8 minútur af seinni hálfleik höfðu þeir náð 2-1 for- ystu. Fyrra markið kom eftir 50 minútna leik, Hoeness iék upp kantinn gaf fyrir til Mullers, sem renndi knettinum úr erfiðri aö- þegar þeir sigruðu Svía 4:2, eftir að hafa haft 0:1 undir í hálfleik. Nú stefnir að úrslitaleik milli V-Þjóð verja og Hollendinga HOENESS... skoraði siðasta mark V-Þjóöverja, úr vitaspyrnu stöðu fyrir fætur Overaths, sem átti auðvelt með að skora. Aðeins 3 minútum seiuna átti Bonhof hörkuskot að marki af um 25 metra færi, knötturinn fór i stöng, rann eftir marklinunni i stöngina hinum megin og inn. 2-1 fyrir Þjóðverja og nú hófu Sviar stór- sf kn, sem endaði með marki eins og skot. A 55. minútu fékk Sand- berg knöttinn algjöriega óvaidað- ur við vitateigshorn og skaut góðu skoti, sem Maier réð ekki við, 2-2 og allt I járnum. Liðin skiptust eftir þetta á hættulegum upp- hlaupum og var það hending hvort liðið myndi skora á undan. V-Þjóðverjum tókst það, þegar 14. minútur voru til leiksloka. Muller gaf mjög góða sendingu á Hölzenbein, sem reyndi skot, en Hellström i sænska markinu hálf- varði. Boltinn hrökk til Grabr- owski, sem skoi aði i autt markið. Sviar reyndu svo allt sem þeir gátu til jiess að jafna, en þess i stað fengu þeir enn eitt inarkið á sig. Muller var felldur inni i vita- teignum og dómai inn dæmdi um- svifalaust vitaspyrnu, sem mörg- um fannst harður dómur. Hoen- ess tók spyrnuna örugglega og gerði þar með endanlega út um vonir Svia. Leikur þessi er talinn einn skemmtilegasti sóknarleikur i keppninni til þessa, þar sem bæði liðin reyndu að spila sóknarleik, og með þessum ágæta árangri, 6 mörk. V-Þjóðverjar eiga nú mjög góða möguleika á að komast I úr- slit, aðeins tap fyrir Pólverjum gerir þann draum þeirra að engu. Sviar, eins og Júgóslavar, Argen- tinumenn og A-Þjóðverjar, eru nú örugglega úr keppni, aðeins þýð- ingarlausir leikir þessarra liða innbyrðist eru eftir. Ó.O. Brasiliumenn sóttu til að byrja með og það var á 31. minútu:, að fyrra mark þeirra kom. Rivelino átti þrumuskot að marki, sem Carnevali i argentiska markinu átti ekki möguleika á að verja. Aðeins 4 minútum siðar varð Leao að sækja knöttinn i mark I fyrsta skipti i þessari HM keppni. Þá var dæmd aukaspyrna á Brasiliu rétt fyrir utan vitateig, Brindisi tók spyrnuna óverjandi i slá og inn. Þannig var staðan i hálfleik 1-1, en síðari hluta hálfleiksins sóttu Argentinumenn mun meira, en tókst ekki að skora. Það voru ekki liðnar nema 4 minútur af seinni hálfleik, að Brasiliumenn tóku forystuna aftur. Bakvörðurinn Ze Maria lék þá upp kantinn, lyfti boltanum til Jairzinhos, sem þurfti ekki að gera annað en að ýta boltanum inn. 2-1. fyrir Brassana og nú urðu Argentinumenn að jafna, ef þeiráttu að eiga einhverja mögu- leika á áframhaldandi keppni. Þeir fengu góð færi til þess, en Balbuena, Ayala og Houseman fóru illa með góð tækifæri. Brasi- llumenn áttu sin færi einnig, en tókst ekki að notfæra þau. Eftir þvi sem á leikinn leið, fóru Argen- tinumenn-beita fyrir sig hörkunni og Houseman og Bargas voru bókaðir fyrir harðar „taklingar”. Með þessum sigri eru Brassar- nir öruggir i annan úrslitaleikinn, annaðhvort um fyrsta og annað sætið, eða þriðja og fjórða sætið, en til þess að komast i aðalúr- slitaleikinn þurfa þeir að vinna Hollendingana á morgun, en það verður án efa erfiður róður fyrir þá. 0,0. JAIRZINHO-.skoraði sigurmark heimsmeistaranna. Neeskens tók við hlutverki Cruyff A-Þjóðverjar spiluðu með að- eins tvo framliggjandi menn, þá Hoffman og Löwe, enda viður- kenndi þjálfari þeirra eftir leik- inn að þeirra tækni i þessum leik byggðist upp á að láta Hollend- ingana vinna sem minnstan sigur, hann hafði séð það út fyrir leikinn að A-Þjóðverjarnir ættu ekki minnstu möguleika gegn hinum léttleikandi Hollendingum. Brassarnir sýndu sinn bezta leik í HM, þegar þeir unnu sigur yfir Argentínu 2:1 Félagarnir Neeskens og Cruyff eru lykilmenn hollenzka liðsins. Þeir léku báðir með Ajax, en leika nú með Barselona. — þegar Hollendinga stórleikinn og sigr PARKSTADION í Gelsenkirchen var fullset- inn á sunnudag, þegar Hol- land vann A-Þýzkaland 2-0 og af þeim 70.000 áhorf- endum, sem fylgdust meö leiknum, voru 25.000 há- værir Hollendingar, sem kváðu hinn fámenna áhorfendahóp A-Þjóöverja alveg í kútinn. Þeir höföu líka ástæðu tiJ að vera kátir, því Hollendingar sýndu enn einn stórleikinn, og má mikið ske, ef þeir verða ekki heimsmeistar- ar, en það stefnir greini- lega í úrslitaleik milli þeirra og V-Þjóðverja. Leikurinn fór fram i grenjandi rigningu og áttu leikmenn fremur erfitt með að fóta sig. A-Þjóð- verjar settu mann til höfuðs Cruyff, Konrad Weise fékk það erfiða hlutverk og tókst það vel hjá honum, þvi Cruyff var litt áberandi i leiknum. En það kom ekki að sök, þvi annar Jóhann i r sýndu enn einn uðu A-Þjóðverja 2:0 þetta skiptið Neeskens tók viö hlutverki hans, og skilaði þvi með sóma. I þessum leik sýndu Hollendingar það að þeir geta lika spilað vel, þó að Cruyff sé gætt. Aðeins voru liðnar 6 minútur af leiknum, þegar Jurgen Croy, markvörður A-Þjóðverja varð að sækja knöttinn i net sitt. Neeskens skaut föstu skoti að marki, sem Croy hélt ekki, og inn rann knötturinn. Eftir markið sóttu Hollendingar áfram, en upphlaup A-Þjóðverja voru sára fá, og aðeins einn leikmaður þeirra, Martin Hoffmann, átti skot að marki sem Jongbloed i marki Hollandi átti i erfiðleikum með. Annars varð það það eina, sem hann hafði að gera i leiknum, að verjast þeim fáu hornspyrn- um, sem Þjóðverjarnir fengu, en engin þeirra skapaði hættu. Hollendingarnir skoruðu sitt annað mark á 60. minútu, þegar kantmaðurinn Rob Rensenbrink skoraði fallegt mark. Hollend- ingarnir fóru svo illa með fjöldann allan af tækifærum og hefði lokastaðan hæglega getað verið 7-0 i stað 2-0. Hollendingar sýndu það ennþá einu sinni, að þeir leika skemmti- legustu knattspyrnu á HM og þeir hafa lika yfir miklu hvatningar- liði að ráða, og gæti það ráðið úr- slitum i keppninni O.Ó. Morkhæsfu menn Lato, Póllandi 6 Szarmach, Póllandi 5 Deyna, Póllandi 3 Rivelino, Brasiliu 3 Nceskens, Hollandi 3 Bajevic, Júgóslaviu 3 Edström, Sviþjóð 3 -Cruyff, Hollandi 2 Houseman, Argentinu 2 Vazalde, Argentinu 2 Jairzinho, Brasillu 2 Muller, V-Þýzkalandi 2 Breitner, V-Þýzkalandi 2 Iloeness, V-Þýzkalandi 2 Sandberg, Svíþjóð 2 Overatli, V-Þýzkalandi 2 sivinnandi og átti góð tæki- færi til að skora, en Leao markvörður Brasilíu bjargaði vel eins og fyrri daginn. WORLD CUP[« IAIM74 STAÐAN Staðan er nú þessi eftir tvær umferðir i 8-liða úr- slitunum i HM: A-riöill: Holland—A-Þýzkaland 2:0 (1:0) Brasilia—Argentina 2:1 (1:1) Holland Brasilia A-Þýzkaland Argentlna Markhæstu menn: Cruyff, Hollandi 2 Rivelino, Brasiliu 2 B-riðill: V-Þýzkaland—Sviþjóð 4:2 (0:1) Pólland—Júgóslavia 2:1 (1:1) V-Þýzkaland Pólland Júgóslavla Svlþjóð Markhæstu menn: Lato, Póllandi 2 Höeness, V-Þýzkalandi 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.