Tíminn - 02.07.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.07.1974, Blaðsíða 4
14 TÍMINN Þriöjudagur 2. jdli 1974. ■ oqq- Lhæöu JÓN ALFREÐSSON.... miðvallarspilarinn snjalli frá Akranesi, kom I veg fyrir þaö, aö KR-ingum tækist aö stööva sigur göngu Skagamanna f 1. deildar- keppninni. Jóni tókst aö skora jöfnunarmark Skagamanna, þegar aöeins 10 min. voru til leiksloka, en þá skallaði hann knöttinn glæsilega I mark KR- liösins, eftir aö hann haföi fengiö sendingu frá Heröi Jóhannssyni sem tók hornspyrnu. Já, þaö heföi veriö ósanngjarnt, aö KR-ingar heföu fariö meö bæöi stigin til Reykjavikur. Annars var leikur- inn á laugardaginn mikiil sigur fyrir hinn unga Karl Þórðarson — þessi bráöcfnilegi leikmaöur, sem hefur veriö aö skapa sér nafn undanfarin tvö ár, er nú oröinn okkar skeinmtilegasti sóknar- leikmaöur. Karl hefur allt til aö bera, til þess aö vera góöur lcik- maöur — hraöa, tækni, hugsun og snilldarsendingar. Karl geröi hvað eftir annaö mikinn usla i KR-vörninni og hann lék sér stundum aö varnar- mönnum KR, eins og köttur aö mús. Þaö veröur örugglega ekki langt til þess, að þessi ungi leik- maöur, tryggi sér landsliössæti. En nóg um það, snúum okkur þá að leiknum uppi á Skaga. Skagamenn byrjuöu leikinn af miklum krafti og það var greini legt á þeim, aö þeir ætluöu að gera út um leikinn strax I byrjun. Eflaust hefði þeim tekizt þaö, ef Eyleifur Hafsteinsson, heföi not- fært sér gulliö marktækifæri á 8. min. Hann komst þá einn inn fyrir KR-vörnina og átti ekkert annað eftir en aö senda knöttinn f netið framhjá Magnúsi Guðmundssyni, markveröi KR. Eyleifur fór illa aö ráöi sinu — Magnúsi tókst aö bjarga marki á siöustu stundu. Eftir þetta fór að dofna yfir Skagamönnúm og KR-ingar fóru aö færast i aukana og áttu þeir nokkrar hættulegar sóknarlotur. Knötturinn hafnaöi i marki Skagamanna fljótlega, en markiö var dæmt af vegna rangstööu — vafasamur dómur. En KR-ingar létu þessa mótspyrnu ekki á sig fá, þeir skoruöu aftur og var þaö mark löglegt. Jóhann Torfason skoraöi markiö á 25. min. en þá lék hann á tvo varnarmenn og sendi knöttinn laglega i netiö, eftir aö hann hafði fengiö sendingu frá Alta Þ. Héöinssyni. í siöari hálfleik tóku Skaga- menn leikinn I slnar hendur og fóru aö sækja, en sú sókn uppskar ekki mark fyrr en 10 min. fyrir leikslok, eins og fyrr segir. Vafa- samt atvik átti sér stað í siöari hálfleik, en þá virtist einn leik- maöur KR-liösins slá knöttinn meö hendi inn I vltateig og vildu Skagamenn fá vitaspyrnu. Ekki getur undirritaöur dæmt um þetta, þar sem hann var ekki nægilega vel staddur á áhorfendastæðinu, til aö kveöa upp dóm um þetta atvik. Knapp bókaður TONY KNAPP.... þjálfari KR- liösins fékk aö sjá gula spjaldiö uppi á Skaga á laugardaginn, þegar Akranes og KR léku þar i 1. deildar- keppninni. Þaö var Eysteinn Guömundsson, sem bókaöi Knapp, en hann lét mikiö aö sér kveöa viö hliöarlinu vallarins. Þetta er önnur bókunin, sem Knapp fær á keppnistimabilinu, þvi aö hann var bókaöur I Rcykja- vikurmótinu I leik KR-Iiösins gegn Vlking. -SOS. Jón Alfreðsson bjargaði henni d síðustu stundu, með því að jafna 1:1 gegn KR Leikurinn upp á Skaga var sigur fyrir Karl Þórðarsson, leikmanninn leikna Eins og fyrr segir, þá lék Karl Þóröarson mjög vel I Skagaliöinu. Þá áttu þeir Þröstur Steíánsson og Jón Alfreösson, góöan leik. Haukur Ottesen var bezti maöur KR-liÖsins, hann var mjög virkur á miöjunni. Það varö nokkuö áfall fyrir KR-liöiö, aö Jóhann Torfa- son varö aö yfirgefa leikvöllinn, stuttu eftir aö hann skoraöi og viö þaö fór allur broddur úr framlínu KR. -SOS. KARL „litli” ÞÓRÐARSON... sést hér á fullri ferö meö KR-ing á hælunum. (Timamynd Jim). Ólafur var maður dagsins — þegar Breiðablik vann Völsung 3:2 Ólafur Friöriksson var maöur dagsins, þegar Breiöablik vann sigur yfir Völsugum 3:2 i Kópa- vogi á laugardaginn. Hann skoraöi þrjú mörk „hat-trick”, en tvö siöustu mörk sin, skoraði hann á 5. siöustu min. leiksins og breytti þar meö stööunni úr 1:2 i 3:2. Meö þessum sigri Breiöa- bliks, hafa öll toppliöin i 2. deild unniö leiki sina 1 7. umferðinni og er staðan þvi óbreytt á toppnum. Hreinn Elliöason, skoraöi bæöi mörk Völsunga gegn Breiöablik. - SOS. 2. DEILD Orslit leikja I 2. deildinni um helgina fóru þannig: Þróttur-Selfoss 2:1 Ísafjörður-FH _ 0:2 Haukar-Ármann 2:0 Breiöablik-Völsungur 3:2 FH Þróttur Breiöablik Haukar Völsungur Selfoss Ármann Isafjöröur 3 2 3 1 3 0 15:2 11:6 8:5 9:7 13:14 8:12 7:19 2:18 Markhæstu menn: Óiafur Danivalsson, FH Guömundur Þórðars. Breiðab. Sumarliöi Guðbjartss. Self. Guöjón Sveinsson, Haukum Júiius Bessason. Völsung. Ólafur Friðriksson, Breiöabl. Jóhann Hreiöarsson, Þrótti Leifur Helgason, FH 11 11 10 8 7 6 2 1 6 6 5 4 4 4 4 4 Ákafir Framarar gleymdu vörninni þegar þeir töpuðu óvænt fyrir Akureyringum 2:3 ó Laugardalsvellinum Akureyri vann Fram I baráttu botnliðanna á föstudaginn með þrem- ur mörkum gegn tveim- ur. Er þvi Fram á botninum eftir fyrri um- ferðina i fyrstu deild, með 4 stig, en Akur- eyringar eru stigi á undan. Kemur þetta mjög á óvart, þvi að fyrir keppnina var búizt við, að Framliðið skipaði eitt af efstu sæt- um deildarinnar, en að undanförnu hefur liðinu hrakað mjög, og það sem háir þvi mest er, að ekki virðist nokkur maður i liði þeirra geta nýtt marktækifærin, sem oft skapast. Sú leikaöferð sem liö Akur- eyringa notaöi — þó aöallega i seinni hálfleik — reyndist vel gegn allt of áköfum Framurum, sem allir ætluöu sér aö skora, en gleymdu vörninni nægilega til þess, aö Akureyringarnir gátu meö hraöa sinum skoraö tvö mörk á jafn mörgum minútum, þvi að ef varnarmenn Framara hætta sér of langt fram, þá tekur þaö þá yfirleitt óratima aö koma sér til baka. Leikur þessi var annars fremur þófkenndur og litiö um samspil, heldur aöallega hugsaö um aö koma knettinum langt frá sér, og á þetta aöallega viö um Akur- eyringa. Akureyringar hófu leikinn meö miklum látum og á fyrstu fimm minútunum fengu þeir fjórar hornspyrnur og eftir eina þeirra bjargaöi Agúst á marklinu. Eftir þetta jafnaöist leikurinn nokkuð og skiptust liöin á upphlaupum. A 20. minútu léku Akureyringar upp vinstri kantinn, gefið var á Jóhann Jakobsson, sem. skaut að þvi er virtist hættulausu skoti að marki, en boltinn fór I Framara og breytti stefnu þannig, aö Arni I marki Fram átti ekki möguleika á aö verja. Eftir markiö sóttu Framarar stanzlaust og áttu nokkur góö tækifæri, en ekkert eins gott og þegar Jón Pétursson stóö metra frá mannlausu marki og þurfti ekki aö gera annaö en renna knettinum I markiö, en hann „kiksaði” illilega og rann boltinn framhjá. A 53. minútu leiksins gaf Guðgeir góöan bolta fyrir markið, þar sem Sigurbergur stóö einn og óvaldaöur og átti hann ekki I vandræðum meö aö skalla inn. Eftir þetta mark ætla Framarar sér aldeilis að bæta ööru viö, en viti menn, á 60. og 62. minútu skora Akureyringar mörk eftir herfileg varnarmistök hægri bak- varðar Fram. 1 fyrsta skiptiö missti hann Sigurbjörn Gunnars- son inn fyrir sig og skoraði hann framhjá Arna i markinu, og i seinna skiptið lét hann hiröa knöttinn af sér við endamarka- iinu, boltinn var gefinn fyrir til Gunnars Blöndal, sem skoraði meö góðu skoti. Þrátt fyrir aö Framarar reyndu mikiö til þess aö jafna, þá tókst þeim ekki aö bæta nema einu marki við, en þáö geröi Kristinn Jörundsson á 83. mlnútu, eftir aö Jón Pétursson haföi skotiö i slá. Hjá Akureyringum voru beztir þeir nafnarnir Gunnar Austfjörö og Blöndal, sá fyrrnefndi var eins og klettur I vörninni, en hinn m jög fljótur og hættulegur sóknar- maöur. Framliöiö lék langt undir getu, eins og i undanförnum leikj- um. Einu mennirnir, sem komust nokkurn veginn skammlaust frá leiknum voru þeir Sigurbergur Sigsteinsson og Guðgeir Leifsson. Dómari var Guöjón Finnbogason og hafði hann ekki nógu góö tök á leiknum, hann heföi mátt bóka leikmenn I báðum liöum fyrir ruddalegan leik. O.O.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.