Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 17
17SUNNUDAGUR 12. desember 2004 skipun Alþingis hefur verið tryggð en sú, sem nú er.“ Semja átti lýðveldisstjórnarskrá Minnihluti stjórnarskrárnefndar- innar 1959 var hins vegar algjör- leg mótfallinn því að ákvæði stjórnarskrárinnar um kjördæma- skipan yrði breytt, „án þess að jafnframt yrði lokið endurskoðun stjórnarskrárinnar í heild“, eins og segir í nefndarálitinu. Í álitinu segir enn fremur: „Stjórnarskrárbreyting sú, sem gerð var við stofnun lýðveldisins 1944, var bráðabigðaráðstöfun. Þá voru þær breytingar einar gerðar á stjórnarskrá konungs- ríkisins Íslands, sem voru bein- línis óhjákvæmilegar þá þegar vegna slita sambandsins við Dan- mörku. Alveg samtímis var ákveðið að endurskoða stjórnar- skrána í heild – semja lýðveldis- stjórnarskrá – og voru til þess settar tvær nefndir, skipaðar 20 mönnum samtals“. Þá segir jafnframt: „Fyrsta rík- isstjórnin, sem mynduð var á Al- þingi eftir stofnun lýðveldisins, lýsti því yfir 21. október 1944 sem stefnu sinni, að endurskoðuninni yrði lokið eigi síðar en síðara hluta næsta vetrar“. Af því varð þó ekki. Árið 1947 var skipuð ný sjö manna nefnd „til þess að fram- kvæma endurskoðunina eða ljúka henni“. Sú nefnd hafði ekki enn beðist lausnar 1959, ekki verið leyst frá störfum né önnur sett í stað hennar. Í nefndarálitinu 1959 greindi minnihluti stjórnarskrárnefndar- innar jafnframt frá þeirri skoðun að heppilegast væri að Alþingi fæli sérstaklega kjörnu stjórn- lagaþingi að afgreiða stjórnar- skrána. „Fyrir þeirri skoðun eru meðal annars færð þau rök, að ef sér- staklega væri kosið til þings, sem ekki hefði öðrum málum að sinna en stjórnarskránni, myndu kjós- endur taka afstöðu í þeirri kosn- ingu með tilliti til stjórnarskipun- arinnar einnar, – og sé það mjög frábrugðið því, sem á sér stað í alþingiskosningum, því að þá verði menn að taka afstöðu til margra mála í senn við kjör þing- manna [...].“ Ber að skoða í góðu tómi Í tengslum við umræðuna um stjórnarskrárbreytinguna vegna lækkunar kosningaaldurs 1967 sagði Pétur Benediktsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, að huga þyrfti að endurskoðun á stjórnarskránni. Hann taldi þó heppilegast að gera það smátt og smátt í stað þess að fela verkefn- ið stjórnarskrárnefnd sem legði fram tillögur um allsherjarend- urskoðun stjórnlaganna. „Heldur eigi að fara sér hægt, breyta ekki nema einu eða fáum atriðum í senn og taka þau atriði fyrir, þar sem þjóðin finnur, að skórinn kreppir,“ sagði hann. Nefndi hann þrjú atriði í því sambandi: sameiningu Alþingis, breytingu á kjördæmaskipan og loks að leggja ætti niður forseta- embættið. Stjórnarskrárnefnd Gunnars Thoroddsen Aðeins ein þeirra fimm stjórnar- skrárnefnda sem skipaðar hafa verið frá því undirbúningur lýð- veldisstjórnarskrárinnar hófst 1942 skilaði tillögum um endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Var það stjórnarskrárnefnd Gunnars Thoroddsen og starfaði hún á ár- unum 1978 til 1995. Við fráfall Gunnars 1983 tók Matthías Bjarnason við formennsku í nefndinni. Einnig skilaði nefndin í desem- ber 1982 tillögum að nýrri kjör- dæmaskipan sem urðu að stjórn- skipunarlögum ári síðar. Í janúar 1983 skilaði nefndin tillögum að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar: „Skýrsla stjórnarskrárnefndar um endur- skoðun stjórnarskrárinnar“. Ekki náðist sátt um frumvarp um allsherjarendurskoðun stjórnarskrárinnar svo Gunnar lagði sjálfur fram frumvarp þess eðlis. Það hlaut þó ekki nauðsyn- legan hljómgrunn, engar umræð- ur fóru fram um það og málið hlaut ekki frekari meðferð þings- ins. Við höfum aldrei sett okkur stjórnarskrá í raun Tómas Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði meðal annars í ræðu sinni 2. apríl 1984: „[Yfirlýsingin] gerir nánast ráð fyrir því að heildar- endurskoðun stjórnarskrárinn- ar haldi áfram og verði fram- kvæmd fyrr en seinna [...]“. Tómas sagði af sama tilefni: „Við verðum að gæta að því að stjórnarskrá okkar, sem sett var 1874, [...] var stjórnarskrá kon- ungs. Í eðli og uppruna er slík stjórnarskrá allt annars eðlis en lýðveldisstjórnarskrá þannig er núverandi lýðveldisstjórnar- skrá með þeim breytingum [...] að breyta orðinu „konungur“ í forseta og svo nokkrar breyting- ar sem leiddu af þeirri höfuð- breytingu. [...] Við höfum aldrei sett okkur stjórnarskrá í raun. [...] Það er því kannske tími til þess kominn að Íslendingar setj- ist niður og setji sér stjórnar- skrá með svipuðum hætti og margar þjóðir hafa gert á sér- stakri samkomu sem fjallaði eingöngu um það,“ og vísaði þar til tillögu sem samþykkt hafði verið á síðasta flokksþingi Framsóknarflokksins, að skipa ætti stjórnlagaþing til að fjalla um stjórnarskrána. Umræðan heldur áfram Þrátt fyrir að því er virðist ein- lægan vilja þingmanna til að ráðast í endurskoðun stjórnar- skrárinnar var ekki hafist handa við það verk. Samhliða umræðunni á Al- þingi 1992 um þátttöku Íslands í EES-samningnum lögðu þing- flokkar stjórnarandstöðunnar fram tvö frumvörp um breyt- ingar á 21. grein stjórnarskrár- innar um samninga við erlend ríki. Ragnar Arnalds, þingmað- ur Alþýðubandalagsins, benti á í flutningsræðu sinni 17. septem- ber 1992 að umræðan um EES- samninginn, og hvort krefjast ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, minnti á að „brýn þörf er á almennum ákvæðum í stjórnar- skránni um rétt minni hluta á Alþingi til að krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu“. Ekkert varð þó úr endurskoðun þessara ákvæða stjórnarskrárinnar að þessu sinni. Málskotsréttur leiddi til stjórnlagakreppu Það var ekki fyrr en nú í sumar sem í ljós kom hversu brýnt verkefni endurskoðun stjórnar- skrárinnar er orðið. Beiting for- seta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, á málskotsrétti 26. greinar stjórnarskrárinnar vakti upp miklar deilur meðal lögspekinga og stjórnmálaafla. Í nefndaráliti meirihluta alls- herjarnefndar þegar ákveðið var að fella úr gildi fjölmiðla- lögin sem forseti Íslands hafði synjað staðfestingar sagði: „Ljóst er að beiting forseta Ís- lands á synjunarvaldi sam- kvæmt 26. grein stjórnarskrár- innar hefur leitt til stjórnlaga- kreppu um túlkun einstakra ákvæða stjórnarskrár, meðal annars um valdheimildir Alþingis“. Í kjölfar langvarandi og snarprar umræðu um fjölmiðla- lögin náðist samstaða meðal stjórnmálaflokkanna um að ráð- ast þyrfti í endurskoðun stjórn- arskrárinnar sem fyrst. Sammælst var um að hefja það starf á haustþingi og ljúka endurskoðun ákveðinna kafla fyrir næstu þingkosningar, 2007. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.