Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 18
F jármálaeftirlitið hefur boðað hert eftirlit með lánum sem felaí sér markaðsáhættu. Það sem eftirlitið beinist að eru lán meðháu veðhlutfalli fasteigna og lán með veði í hlutabréfum. Með þessu er eftirlitið að vekja athygli á þeirri hættu sem kann að skap- ast ef fasteignamarkaður eða hlutabréfamarkaður lækka án þess að fjármálstofnanir hafi bolmagn til að mæta slíkri niðursveiflu. Í þessu skyni mun Fjármáleftirlitið krefja fjármálastofnanir um skýrslur og fara fram á úrbætur og styrkingu eigin fjár ef mat leiðir í ljós veikleika vegna áhættu fjármálastofnana af sveiflum á mark- aði. Frelsi á fjármálamarkaði hefur leitt til þess að fjármálafyrirtæki hafa leitað leiða til þess að bjóða betri og ódýrari þjónustu. Það kemur neytendum til góða og ýtir undir hagræðingu í fjármála- kerfinu. Þegar samkeppnin harðnar er ljóst að fyrirtæki á markaði eru misvel í stakk búin til þess að taka þátt. Þannig hafa stærri fjár- málafyrirtæki aðgang að ódýrara fé til að fjármagna útlán sín en þau smærri. Smærri fyrirtækin freistast til þess að elta þau stærri í kjörum til að halda í viðskiptavini og hættan er sú að kappið verði meira en forsjáin. Fjármálaeftirlitið er með hertu eftirliti að sinna skyldu sinni um að viðhalda traustu og heilbrigðu fjármálakerfi. Vera kann að smæstu fyrirtækin verði með því eftirliti dæmd úr leik í kapphlaupinu um lægstu vextina. Það er því mikilvægt að sem flestum hindrunum verði rutt úr vegi til þess að sparisjóðir eigi greiða leið að því að sameinast öðrum fjármálafyrirtækjum. Fjármálaeftirlitið er einnig að bregðast við þeirri hættu að menn fari sér að voða í skuldsetningu gagnvart hlutabréfastöðu. Þegar vel árar á hlutabréfamarkaði eykst freistingin að margfalda hagnaðinn með lántöku á móti eign í hlutabréfum. Þetta getur verið ábatasamur leikur, en hann er að sama skapi hættulegur. Mesta áhættan er þegar tekin er staða í innlendum hlutabréfum á móti skuldum í erlendum myntum. Þá bera menn bæði markaðsáhættu af hlutabréfum og áhættu af lækkun krónunnar. Krónan hefur styrkst að undanförnu, sem er bein afleiðing vaxtahækkunar Seðlabankans. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, lét þau orð falla á fundi bankans um krónuna að viðskiptahallinn væri alvarlegt vandamál og mikilvægt að krónan lækkaði fyrr en seinna. Ólíklegt er að honum verði að ósk sinni. Nýafgreidd fjárlög eru ekki nægjanlega aðhalds- söm til þess að halda aftur af verðbólgu. Fleira eykur þrýsting á efnahagslífið. Boðaðar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar magna þensluna og einnig, svo litið sé nær stjórnarfomanni KB banka, lækkandi vextir íbúðalána. Hvort tveggja er jákvætt fyrir almenn- ing, en tímasetningin er ekki til þess fallin að viðhalda stöðugleika og forða frekari styrkingu krónunnar. Seðlabankinn er skilinn eftir á berangri efnahagsstjórnunarinnar og hefur til björgunar eitt ónákvæmt vopn, stýrivexti. Hættan er því miður að fleiri muni skað- ast en verðbólgan. ■ 12. desember 2004 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Það er rétt hjá Fjármálaeftirlitinu að fylgjast vel með þróun útlána í bankakerfinu. Lánin, krónan og þenslan FRÁ DEGI TIL DAGS Vera kann að smæstu fyrirtækin verði með því eftirliti dæmd úr leik í kapphlaupinu um lægstu vextina. Það er því mikilvægt að sem flestum hindrunum verði rutt úr vegi til þess að sparisjóðir eigi greiða leið að því að sameinast öðrum fjármálafyrirtækjum. ,, Allir klárir í bátana – stökkir að utan, mjúkir að innan! ar gu s 04 -0 71 3 Mogginn flytur Þau tíðindi spurðust út í síðustu viku að öll starfsemi Morgunblaðsins yrði flutt upp í Hádegismóa á næstu miss- erum, en þar er fyrir ný prentsmiðja blaðsins á sprungusvæðinu við Rauða- vatn. Sjónarsviptir verður að starfsemi blaðsins í Kringlunni, enda hefur blaðið verið kennileiti í þessum nýja miðbæj- arkjarna í Kringlumýrinni. Meðal þeirra sem munu sakna Moggans úr hverfinu eru eig- endur Kringlukráarinn- ar en blaðamenn Mogganns hafa verið tíðir gestir á kránni að afloknum vinnudegi, svo mjög að vísir að íslenskum blaða- mannabar hefur orðið til á staðnum, enda Fréttablaðið svo sem ekki í óra- fjarlægð frá freistingunni ... Nýr miðær Í tilefni þessara flutninga Moggans upp í móana ofan Rauðavatns er við hæfi að rifja upp orð Matthíasar Johannes- sen þegar gamla stórblaðið flutti höfuðstöðvar sínar úr Aðalstrætinu upp í Kringluna fyrir góðum áratug. Mun þá Matthías hafa verið spurður af félaga sínum hvort starfsmenn blaðsins ættu ekki eftir að sakna miðbæjarins og svo gott sem gnísta tönnum í nostalgíunni. Ekki kvað Matthías að svo myndi vera, enda væri það svo að miðbærinn væri alltaf þar sem Morgunlaðið væri ... Sannspár ritstjóri Matthías reyndist sannspár, enda ekki ofsögum sagt að gamli miðbærinn hafi lent í miklum hrakningum á þeim árum sem liðin eru frá því að Mogginn hvarf úr botni Austurstrætis. Og mið- bærinn hefur vissulega færst; miðja Reykjavíkur er miklu fremur gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar en gatnamót Lækjargötu og Banka- strætis enda þótt R-listinn þverskallist enn við að viðurkenna mikilvægi þess- arar mestu umferðarflækju landsins. Hvort hins vegar miðbærinn fylgi Morg- unblaðinu alla leið upp í Hádegismóa er önnur saga – og vart á færi annarra en skálda að skera úr um ... ser@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Nýjar mæður mæla ... að menn skuli kaupa ... fé og fagra banka ... og fara brott með gróða sinn ... Það er sumsé hafin ný víkinga- öld og atgeirinn er íslenskur krónu- peningur sem lagður er til gamalla fjármálastofnana og fínna verslana á meginlandinu svo svíður undan. Og útlendingar súpa hveljur þessa dagana; kunna ekki önnur ráð en að kvarta undan þessum yfir- gangi frá eyjarskeggjum í norðri – hvað á þetta að þýða, hvaðan kemur þeim þetta kapp, hvaðan koma þessi klókindi? Ja, alveg örugglega er þetta bóla! Vona þeir. En það þarf ekki að vera. Íslenskri einstaklingshyggju hefur verið haldið í láginni í all- marga mannsaldra. Lengst af létu Íslendingar útlendinga segja sér fyrir verkum og reyndar má segja að íslensk þjóð beri þess enn merki að hafa verið undir oki danskra embættismanna svo öldum skipti. Svo vön var hún yfirgangssemi þeirra að loksins þegar hún eignað- ist eigið sjálfstæði lét hún einfald- lega annað eins yfir sig ganga; of- ríki íslenskra embættismanna. Þar fyrir utan fengu íslenskir stjórn- málamenn óskorað vald til að setja slík bönd á samfélagið að eftir stóð hnípin þjóð í höftum og helsi reglu- gerða. Allt frumkvæði var afbrigði- legt; einstaklingurinn naut aldrei vafans í keppni sinni við kerfið. Óheft frelsi var beinlínis hættulegt. Mestalla síðustu öld, einkum upp úr seinna stríði, var íslenska þjóðin með endalausar innantökur af einhverri árans forsjárflensu. Og af því meðölin voru á valdi hins opinbera stigu menn seint og síðar meir upp úr flensunni. Og lækning- in var auðvitað ekki heimatilbúin, heldur kom hún að utan – og kallast á íslensku EES. Það er með hreinum ólíkindum hvað íslenska þjóðin lét setja sér fastar skorður á síðustu öld. Svo langt gengu ósköpin að henni var meinað að drekka áfengt öl um ára- tugi. Og annað var eftir þessu – á mælistiku viðskiptafrelsisins hall- aði allt að höftum; í öllum efnum þurfti að hafa vit fyrir fólkinu – og það vit var vegið og metið af eins- leitum embættismönnum. Stærsta þjóðfélagsbreyting síð- ustu áratuga á Íslandi er valdamiss- ir íslenskra embættismanna og pólitíkusa. Þjóðin hefur tekið stakkaskiptum frá því að regluverk Evrópska efnahagssvæðisins var leitt inn í landið fyrir góðum ára- tug. Á þeirri stundu var pottlokið tekið af kraumandi einstaklings- hyggju þjóðarinnar – og frumkvæð- ið leitaði loksins útrásar. Og eitt leiddi af öðru: Sérviska og dyntir gamla embættismanna- kerfisins hafa vikið fyrir almenn- um reglum á öllum sviðum – og það sem meira er; nú loksins nýtur ein- staklingurinn vafans í keppni sinni við kerfið, en ekki öfugt. Þetta er þjóðfélagsbylting. Frjálst fjármagnsflæði hefur leyst úr læðingi marga aðdáunarverð- ustu taktana í fari fólksins í land- inu, svo sem vinnusemi og akkorð til orðs og æðis. Afleiðingar flæðisins, þar á meðal tilfærslur eigna frá ríki til einstaklinga, hafa hrundið af stað atburðarás sem er knúin áfram af hugviti og áræði. Ásamt kappsemi; þessari lensku að leyfa sér stórar hugsanir – og framkvæma þær, fljótt og fumlaust. Nú loks þegar þjóðin getur um frjálst höfuð strokið verður öðrum þjóðum um og ó. Það er skiljanlegt. Þær skilja ekki kraftinn sem er að leysast úr læðingi. Þær skilja ekki að sú mikla röskun sem orðið hefur á högum litlu þjóðarinnar í vestri er hreyfiafl sem leitar útrásar. Og þær skilja ekki karakter þjóðarinn- ar. Aðall íslensks samfélags er kraftur og áræði einstaklinganna ásamt stuttum boðleiðum. Íslenskt samfélag er langtum einfaldara en milljóna og tugmilljóna manna þjóðirnar sem Íslendingar eru eilíf- lega að bera sig saman við. Á Ís- landi er sambandið á milli fyrir- tækis, fjölmiðla og ráðherra svo sjálfsagt að ekki þarf annað en að lyfta símtólinu til að koma skilaboð- unum hratt og skilmerkilega á milli. Og þar fyrir utan er mestallt þetta fólk sem heldur um þræðina ýmist í vinfengi hvert við annað eða að minnsta kosti málkunnugt, ef ekki náskylt. Það sem gerist í íslenskum fyrirtækjum gerist því á öðrum og meiri hraða en almennt þekkist á meðal stórra og þunglamalegra fyr- irtækja á meginlandinu. Ný kyn- slóð vel menntaðra athafnamanna er nokkuð samstíga um að nota ný- fengin tækifæri til fjár og frama. Og af því samanburðurinn er nokk- uð einfaldur; hópur þessa fólks er ekki stærri en svo að allir þekkjast að meira eða minna leyti, þá verður til samkeppni á samkeppni ofan. Þar fyrir utan – og það er eitt meg- inatriðanna – er að íslensk fyrir- tæki, sem yfirleitt þurfa að sanna sig á styttri tíma en gengur og ger- ist, eru óhræddari við að gera mis- tök en annars staðar þekkist. Ný- fengið frelsi er einfaldlega í mótun – og mótunarskeið felur alltaf í sér fjörlega sköpun; nokkuð óstjórn- lega athafnaþrá. Íslenskt samfélag er nú rekið áfram af frumkrafti nýrrar kyn- slóðar. Séríslenskar aðstæður hafa vikið fyrir alþjóðlegum meginregl- um – og þegar frumkrafturinn fær að leika lausum hala við slíkar að- stæður er ekki að sökum að spyrja. Þetta er orkan sem leikur um ís- lenskt athafnalíf þessa dagana. Þjóðinni hefur verið raskað. Ein- angrunin rofin. Alþjóðahyggjan hefur sparkað í rassinn á henni. Það er því tími til að skapa. Og fyrsta reglan á slíkum tímum er ávallt sú að gera ... gera eitthvað; allt annað er stöðnun – og þótt ýmsar vitleys- ur verði á veginum eru þær öðru fremur til þess fallnar að læra af þeim. Mistökin eru nefnilega sjálf- sagður partur af ferlinum; hræðsl- an við þau heldur allri framsókn fyrirtækja í skefjum. Pottlokinu hefur sumsé verið lyft af íslenskri þjóð. Og það sýður á henni. Einstaklingurinn hefur losnað úr böndum, ásamt fjármagn- inu – og hvorutveggja er farið á flakk. ■ Það sýður á þjóðinni TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Íslenskri einstak- lingshyggju hefur verið haldið í láginni í all- marga mannsaldra. Lengst af létu Íslendingar útlend- inga segja sér fyrir verkum og reyndar má segja að ís- lensk þjóð beri þess enn merki að hafa verið undir oki danskra embættis- manna svo öldum skipti. Svo vön var hún yfirgangs- semi þeirra að loksins þeg- ar hún eignaðist eigið sjálf- stæði lét hún einfaldlega annað eins yfir sig ganga; ofríki íslenskra embættis- manna. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI KN IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.