Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 24
12. desember 1973 vildi svo til að skrásetjari Tímamóta var staddur í afmæli móður sinnar. Hún fagnaði þessum degi eins og endranær með því að bjóða til sín stelpunum, vin- konum sínum. Ein af þeim var hún Munda, móðir Péturs Gunnarsson- ar rithöfundar. Og svo vill til þenn- an dag að skeyti berst frá Pétri en hann var um þessar mundir við nám í Aix en Provence í Frakklandi ásamt Hrafnhildi konu sinni. Skrá- setjari man ekki betur en skeytið hafi borist í afmælið en kannski fékk Munda það fyrr um daginn. Þá minnist þess heldur enginn annar en þessi hér hvernig skeytið var orðað: „Fæddur splunkunýr Dag- ur“. Dagur Kári Pétursson kvik- myndagerðarmaður fæddist nefni- lega þennan dag. Nokkru fyrr hafði Pétur gefið út fyrstu bók sína, ljóðabókina „Splunkunýr dagur“. Tímamótin hringdu til Péturs og fyrst bárum við undir hann þessa endurminningu frá 1973. Hann kvaðst ekki geta afdráttarlaust sagt um þetta en dró þó ekki í efa að skrásetjari myndi þetta rétt. Það er líka alltaf erfitt að mótmæla þeim sem betur þykjast vita. En hvar er afmælisbarnið? „Hann er að koma frá Kaup- mannahöfn, þar sem hann var við einhverjar innansleikjur í mynd sinni“Voksne mennesker“. En þú sjálfur. Bókin „Vélar tím- ans“, hin þriðja í flokknum „Skáld- saga Íslands“, er hún lokabindið? „Nei, það er ekki ákveðið. Þetta er í sjálfu sér opið.“ 12. desember tengist Pétri á fleiri vegu. Árið 1821 fæddist franski rithöfundurinn Gustave Flaubert þennan dag. Honum auðn- aðist síðar að hneyksla landa sína með sögunni af frú Bovary. Hún kom út í þýðingu Péturs 1995. Hvernig stóð á því að þú þýddir Flaubert? „Ég var beðinn um það af útgef- andanum. Hún kom út í íslenskri þýðingu fyrir hálfri öld eða þar um bil en sú þýðing hefur sennilega verið úr dönsku og var mikið stytt. Það voru eiginlega flest höfundar- einkenni Gustave Flaubert sniðin af, því hann er geysilega lýs- ingaglaður og galdur hans fólginn í því að framkalla áhrif atvikanna sem hann lýsir með orðum. Þetta var geysilega umdeild saga á sinni tíð og höfundurinn var lögsóttur fyrir hana. Það var þó eiginlega skáldsagan sjálf sem var fyrir rétt- inum og höfundurinn þurfti að verja það sem siðgæðispostular kölluðu ómóralska afstöðu til fram- hjáhalds frúarinnar. En þetta koðn- aði nú niður og Flaubert fékk í raun engan dóm, hann fékk bara áminn- ingu.“ ■ 24 12. desember 2004 SUNNUDAGUR FRANK SINATRA fæddist þennan dag árið 1915. Fæddur splunkunýr Dagur PÉTUR GUNNARSSON: ER ÞETTA RÉTT MUNAÐ? “Ég vorkenni fólki sem ekki drekkur. Það vaknar á morgnana og á ekki eftir að líða betur þann daginn.“ Honum leið miklu betur flesta daga. timamot@frettabladid.is Bókin The Essential House Book eftir hinn heimsþekkta hönnuð Terence Conran er skyldueign allra þeirra sem hafa áhuga á innanhússhönnun. Conran er Ís- lendingum ekki síst kunnur fyrir að hafa hannað veitingastaðinn Rex í Austurstræti þegar staður- inn tók fyrst til starfa um miðjan síðasta áratug. Þrátt fyrir að áratugur sé nú lið- inn frá því að bókin var fyrst gef- in út eru hugmyndirnar og út- færslurnar í henni á engan hátt fallnar úr gildi eða úreltar enda hefur hún verið endurútgefin tólf sinnum síðan. Í bókinni er að finna einstaklega hagnýt ráð fyrir hvern þann sem vill betrumbæta heimili sitt, sama hversu stórhuga eða var- kár hann er. Þar á meðal eru mjög hjálplegar ráðleggingar um lýsingu og litaval, auk þess sem hver hluti hússins er tekinn fyrir sérstaklega og bent á hvað beri að hafa í huga við skipulagningu þess. ■ THE ESSENTIAL HOUSE BOOK EFTIR CONRAN ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1711 Skúli Magnússon fæddist þennan dag. 1913 Málverkið Móna Lisa eftir Leonardo Da Vinci finnst í fórum þjófs í Flórens. 1915 Söngvarinn Frank Sinatra fæðist í Hoboken í New Jersey í Bandaríkjunum. 1941 Bandaríkjamenn leggja undir sig franska skipið Normandie, þar sem það liggur við bryggju í New York. Skipinu var gefið nafnið „Lafayette“ en nýtt- ist Bandaríkjamönnum aldrei. Það eyðilagðist í eldsvoða 1942 og var höggvið í brotajárn að stríði loknu. 1948 Snjóflóð fellur á bæinn Goðdal í Strandasýslu. Sex manns fórust. 1990 Gísli Sigurðsson læknir kemur heim. Hann var gísl Íraka í Kúvæt. Nauðsynleg áhugafólki um hönnun Ástkær eiginkona mín og móðir okkar Marella Geirdal Sverrisdóttir Sjávargötu 25, Álftanesi, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðjudaginn 14. desember kl. 13.00. Ari E. Jónsson, Sverrir Örn Ólafsson, Steinar Arason Ólafsson og Unnar Geirdal Valsson. AFMÆLI Sigrid Toft húsmóðir, Selási 11, Egils- stöðum, er áttræð í dag. Ólafur Þ. Harðarson prófessor er 53 ára í dag. Guðrún Snæfríður Gísladóttir leikkona er fimmtug. Lena M. Rist námsráðgjafi er 65 ára í dag. Jóhann Friðgeir Valdimarsson söngvari er 37 ára. Dagur Kári Pétursson kvikmyndagerð- armaður er 31 árs. Gísli S. Einarsson alþingismaður er 59 ára í dag. ANDLÁT Hreiðar Þorsteinn Gunnarsson, Sól- heimum, Grímsnesi, lést þriðjudaginn 7. desember. Guðrún M. Einarsson, (Dysta) lést að- faranótt föstudagsins 10. desember. Lárus Óskar Þorvaldsson vélfræðingur, Frostafold 14, lést fimmtudaginn 9. des- ember. Kristinn Snævar Björnsson Strandaseli 3, Reykjavík, er látinn. PÉTUR GUNNARSSON RITHÖFUNDUR 12. desember tengist lífi hans með margvíslegum hætti. Þennan dag árið 1913 fannst hið fræga málverk Leonardos, Móna Lísa, á hótelherbergi í Flórens. Þjófurinn var lítilsigldur Ítali. Hann fékk vægan dóm, fjórtán mánaða fangelsi enda litu margir Ítalir svo á að hann hefði einungis ætlað að endurheimta þetta stór- kostlega verk til heimalandsins, Ítalíu. Verkinu var skilað í Louvre-safnið, þar sem það er til sýnis hvern dag bak við skothelt gler og dregur að sér fleiri áhorf- endur en nokkurt annað listaverk í veröldinni. Vitað er hver konan er á málverkinu en margt annað er hulið óvissu. Móna Lísa átti heima í Flórens og var gift þekktum manni, Francesco del Gioconda. Því er mynd- in af sumum kölluð „La Gioconda“. Talið er að verk- ið sé málað á árunum 1503 til 1505. Sagt er að myndin hafi verið Leonardo svo kær að hann hafi haft hana með sér hvert sem hann fór, þar til hann seldi hana Francois 1. Frakkakóngi. Myndin varð fljótt víðfræg og mótaði viðhorf endur- reisnarmanna til manna- mynda og varð fyrirmynd þeirra. Árum saman og öldum hafa menn velt vöng- um yfir brosinu á Mónu. Því hefur verið lýst í löngum ritgerð- um. Einkum er það depurðin sem menn hafa þóst sjá. Sumir hafa sagt í glannaskap að líklega hafi Móna Lísa bara þjáðst af magaverk. Myndin hefur líka orðið efni annarra myndlistar- verka einkum súrrea- listanna og dadaist- anna á fyrri helmingi 20. aldar. ■ MÓNA LÍSA Trega- blandið bros eða kveisa? Endurheimt konunnar með brosið Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. » FA S T U R » PUNKTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.