Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 26
26 12. desember 2004 SUNNUDAGUR Finndu muninn! Hefurðu bragðað einhverjar af þeim girnilegu nýjungum sem Osta- og smjörsalan kynnti til leiks á árinu? Á myndinni hér til vinstri má sjá hluta af þeim. Á hægri myndinni höfum við svo breytt 8 atriðum. Fleiri nýjungar hafa bæst við og sumum höfum við skipt út. Nýjungarnar eru ýmist nýjar vörur, nýjar bragðtegundir í vinsælum vörulínum, nýjar umbúðir, ný framsetning á vinsælum vörum eða blanda af einhverjum þessara þátta. Merktu við atriðin átta sem hafa breyst á hægri myndinni, klipptu myndina og seðilinn út og nefndu okkur eina nýjung frá Osta- og smjörsölunni. Fylltu síðan út nafn, heimilisfang og símanúmer og sendu á eftirfarandi póstfang: Finndu muninn, Osta- og smjörsalan, Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík Tíu heppnir þátttakendur sem finna öll átta atriðin og geta nefnt eina nýjung fá glæsilegar gjafakörfur með öllum nýjungunum sem Osta- og smjörsalan hefur kynnt í ár. Góða skemmtun! Skilafrestur er til 31. desember 2004. Nöfn vinningshafa verða birt á vefslóðinni www.ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Kvóti í 20ár FJÓRÐI HLUTI Þ að er staðreynd að á síðast-liðnum tuttugu árum hafamargir tekið sig upp og flust frá smærri byggðarlögum á landsbyggðinni. Fólksfjölgunin hefur orðið mest á höfuðborgar- svæðinu en einnig á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Fækk- unin er sýnilega mest á Vest- fjörðum en því hefur löngum verið haldið á lofti að sá landshluti hafi farið illa út úr kvótakerfinu. Engin launung er að kvóti hefur færst frá Vest- fjörðum til annarra staða og um leið hefur atvinnutækifærum og þar fækkað. Oft hefur verið sagt um Vestfirðinga að þeir hafi ekki tekið við sér þegar kvóta- kerfinu var komið á og ekki nýtt sér tækifærin sem margir aðrir, til dæmis Samherjamenn á Akur- eyri og útgerðarmenn í Vest- mannaeyjum, gripu. Því má hins vegar ekki gleyma að fleira spilar inn í en bara kvót- inn. Frystiskipavæðing flotans hófst skömmu áður en kvóta- kerfið var tekið upp en með frystiskipunum færðust störf við vinnslu fisks úr landi og út á sjó. Það hefur svo margsýnt sig í könnunum og rannsóknum að fólk horfir til mun fleiri þátta en bara atvinnu þegar það velur sér búsetustað þó vissulega skipti vinnan miklu. Áhrifin á byggðirnar Segja má, til einföldunar, að það ráðist af hvar í fylkingu fólk stendur hvort það heldur því fram að flutningar fólks frá sjáv- arplássum séu kvótakerfinu að kenna eða ekki. Andstæðingar kerfisins halda því fram fullum fetum að skella megi sökinni á það; um leið og kvótinn hafi verið seldur í burtu hafi störfun- um fækkað og því ekki annað að gera en tygja sig á brott. Fylg ismenn kerfisins segja hins vegar að fólk hafi flutt í burtu vegna félags- eða heilsufarslegra ástæðna eða til að sækja sér menntun. Með semingi taka þeir undir að sjávarútvegurinn geti haft eitthvað að segja en benda þá gjarnan á að um sé að kenna illa reknum útgerðarfélögum en ekki kvótakerfinu sjálfu. En staðreyndirnar tala sínu máli. Á tíu árum minnkuðu veiði- heimildir Vestfirðinga um nærri helming. Verðmæti þeirra heim- ilda er áætlað næstum níu millj- arðar. Fiskvinnsluhúsum og störfum við fiskvinnslu á Ísafirði og í Hnífsdal fækkaði mjög frá 1996 til 2000. Íbúum á þessum stöðum fækkaði samfleytt frá 1994 til 2000, árin eftir að kvóta- sala og -kaup hófust fyrir alvöru. Frá þessu greinir í skýrslu sem Haraldur L. Haraldsson hag- fræðingur vann fyrir stjórn Byggðastofnunar í mars 2001. Í lokaorðum samantektar skýrsl- unnar segir: „Ljóst er að ákvæði laganna um frjálst framsal veiði- heimilda hefur haft víðtækar af- leiðingar á þróun byggðar í land- inu með tilflutningi aflaheimilda á milli landshluta og einstakra byggðarlaga.“ Þess má geta að Haraldur var bæjarstjóri á Ísafirði frá 1981 til 1991. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra er á öndverðum meiði við þetta álit Haraldar. „Menn halda því fram að þessi breyting hafi orðið til þess að veikja byggðirnar. Ég er þeirr- ar skoðunar að þetta hafi frekar eflt þær. Það er ekki sjávarútvegur sem veldur mestri röskun í byggðunum heldur breytingar í þjóðlífi almennt.“ Endalaus ágreiningur Kvótakerfið er án efa helsta bitbein samfélagsins síðari ár þó umræður um það rísi og hnígi á víxl. Mæla má þær skýrslur og greinar sem skrif- aðar hafa verið um kerfið í bílförm- um og gríðarlegum tíma hefur ver- ið varið í umræður um það innan þings og utan. Eftir að greinaflokk- ur Fréttablaðsins hóf að birtast höfðu fjölmargir samband við blað- ið og vildu bæta einhverju við um- fjöllunina. Sumum fannst ákveðn- um sjónarmiðum gert of hátt undir höfði á meðan aðrir töldu of lítið fjallað um aðra þætti eða jafnvel sömu. Ekkert kemur á óvart í þeim efnum. Hitt kemur á óvart, þegar um- ræða síðustu ára er skoðuð, að miklu púðri hefur verið eytt í allra handa leiðréttingar. Menn hafa talið málflutning sinn og skoðanir mis- skilin eða rangtúlkuð og sakað aðra um útúrsnúning. Hugmyndum stjórnmálamanna eða -flokka hefur, að þeirra sögn, verið snúið á hvolf til að villa um fyrir almenningi og margar tilraunir til að fá heildstæða og heilbrigða umræðu um kvóta- kerfið hafa mistekist. Allt þetta sýn- ir hve miklu máli sjávarútvegs- stefnan og stjórn fiskveiða skipta þjóðina. Að sama skapi sýnir reynsl- an að aldrei mun nást full sátt um skipan mála, sama hvaða aðferðum verður beitt. ■ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON OG BERGSTEINN SIGURÐSSON BLAÐAMENN Fólk flutti úr sjávarbyggðum Miklar breytingar hafa orðið á búsetu landsmanna á þeim tuttugu árum sem liðin eru síðan kvóta- kerfið var tekið upp. Sumir kenna kerfinu um en aðrir skýra ástandið með breyttum lífsháttum landsmanna. Mestur hluti kvótans er í eigu fyrir- tækja á landsbyggðinni. Harkalega hefur verið tek- ist á um kvótakerfið og svo verður eflaust áfram. HLUTFALL STARFANDI FÓLKS Í FISKVEIÐUM OG FISKVINNSLU Á LANDINU ÖLLU HLUTFALL STARFANDI FÓLKS Í FISKVEIÐUM OG FISKVINNSLU ÁRIN 1991-2002 MIÐAÐ VIÐ ALLAR ATVINNUGREINAR Utan Á landinu öllu Höfuðborgarsv. Höfuðborgarsv. 1991 10,4 2,9 20,4 1992 10,4 2,5 21,2 1993 11,6 2,5 24,6 1994 11,6 2,5 24,8 1995 11,3 2,7 23,9 1996 10,9 3,0 22,6 1997 10,0 2,6 21,2 1998 9,2 2,5 19,6 1999 8,7 2,4 18,9 2000 8,2 1,7 18,5 2001 8,0 2,2 17,8 2002 7,5 2,0 16,3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.