Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 46
Þ að fyrsta sem mörgum dett-ur í hug þegar þeir sjáBenedikt Grétarsson er: „Þessi er nú býsna líkur jólasveini í útliti!“ Eflaust myndi ýmsum mislíka slík samlíking en Bene- dikt, ábúandi á Sléttu í Eyjafjarð- arsveit, fagnar henni. Hann er nefnilega að eigin sögn hrein- ræktaður jólasveinn og rekur Jólagarðinn í nágrenni Akureyrar ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Hreiðarsdóttur. Þó að Jólahúsið í Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit tilheyri ekki Akureyri er það engu að síður orð- ið eitt af einkennistáknum Akur- eyrar og sumir koma gagngert til bæjarins til að heimsækja jóla- sveininn í Jólagarðinum og skoða þá litskrúðugu veröld sem þar er að finnna. Þegar Fréttablaðið tók hús á jólasveininum var klukkan farin að síga í 10 að kvöldi en þrátt fyrir það voru enn viðskiptavinir í Jóla- húsinu og ekki þreytu að sjá á Sveinka. Hann rauk að vænu hangikjötslæri sem hékk í bita í loftinu, skar væna flís og gaf blaðamanni. „Hérna færðu Húskarlahangiket. Við erum í sam- starfi við Kjarnafæði um vinnslu á þessu kjöti sem er reykt en ósoðið. Þetta kjöt verður vinsælla með hverju árinu og ég reikna með að við seljum um 500 læri í ár,“ segir Benedikt. Í Jólahúsinu er staddur viðskiptavinur sem staðfestir vin- sældir kjötsins. „Ég er búinn að kaupa 10 svona læri núna fyrir jól- in og senda vinum og ættingjum sem gjarnan hengja það upp í eld- húsinu. Það verður enginn svikinn af þessu góðgæti og ég veit um hjón í Ólafsfirði sem keppast á hverjum morgni um að komast í kjötið,“ segir viðskiptavinur- inn um leið og hann pantar þrjú læri til við- bótar hjá jóla- sveininum. Lítil trú á jólahúsinu Benedikt og R a g n h e i ð u r hófu rekstur Jó lagarðs ins 1996. Þá var ekkert slíkt hús starfrækt á landinu en nú eru tvö til við- bótar komin upp á höfuð- borgarsvæðinu. „Við vorum að velta fyrir okk- ur á þessum tíma að fara út í eigin atvinnu- rekstur og dutt- um niður á þessa hug- mynd. Þá viss- um við ekki að sambærileg hús væru starfrækt erlendis og við erum mjög ánægð með að hafa fengið hugmyndina án þess að vita af því. Fyrir utan nánustu vini okkar hafði enginn trú á að rekstur af þessu tagi myndi standa undir sér, hvað þá hér í sveit- inni. Ég held meira að segja að nú, átta árum síðar, telji margir að þetta sé bara „hobby“ hjá okkur. Að minnsta kosti fæ ég oft spurn- ingar sem hljóða sem svo: „Þetta er rosalega sniðugt hjá þér en við hvað vinnurðu?“, segir Benedikt og er greinilega skemmt en bætir svo við: „Þetta er full vinna hjá okkur hjónunum. Þar sem ég er jólasveinninn þá stend ég vaktina í Jólahúsinu, tek á móti gestum og afgreiði, en konan mín sér um að stilla upp vörum og margt fleira. Þar að auki eigum við fjögur börn sem koma einnig að rekstrinum og frá október og fram að jólum erum við með einn starfsmann á laun- um.“ Það vekur fljótlega athygli blaðamanns að Benedikt talar aldrei um viðskiptavini eða kúnna heldur ætíð gesti. „Að sjálfsögðu lifum við á því að fólk versli hjá okkur en hinir, sem kannski koma aðallega til að skoða, eru alveg jafn velkomnir. Fari þeir héðan ánægðir þá er það góð auglýsing sem skilar sér að lokum. Hingað koma líka oft stórir barnahópar til að skoða og ég fagna þeim sem öðrum gestum,“ segir Benedikt. Jólagarðurinn var opnaður al- menningi í sumarbyrjun; tún orðin vel gróin og stutt í fyrsta slátt hjá bændum í nágrenni hins fagur- rauða Jólahúss. „Það að við hófum starfsemi að sumri til kynnti ef- laust undir þá skoðun flestra að við værum alveg búin að tapa okk- ur. Við fengum hins vegar athygli fyrir vikið og það var einmitt það sem við vorum að vonast eftir.“ Þrátt fyrir tiltölulega lítið hús- rými er gífurlegt vöruúrval í Jóla- húsinu og skrautmunir af öllum toga þekja veggi, gólf og loft. „Við reynum að hafa vörurnar vandað- ar og til að mynda erum við með til sölu handunnar afurðir frá yfir 80 íslenskum listamönnum um þessar mundir. Þar að auki erum við með vörur sem eiga uppruna sinn vítt og breitt um heiminn.“ Tuttugu milljónir í jólahúsið Miklir fjármunir hafa farið í upp- byggingu Jólagarðsins og að sögn Benedikts liggur kostnaður við húsið eitt og sér ekki undir 20 milljónum króna. Þau hjónin hafa þó ekki notið neinna opinberra styrkja. „Við sóttum í upphafi um einn styrk en fengum hann ekki og höfum ekki borið okkur eftir fleiri styrkjum. Við erum hins vegar svo heppin að eiga að öfl- ugt heima- varnalið sem skipað er vin- um og ættingj- um og þetta fólk hefur hjálpað okkur mikið með vinnuframlagi. Án stuðnings þessa fólks hefðum við ekki getað komið Jóla- garðinum í það horf sem hann nú er í. Við réð- umst í að stækka húsið í fyrra og í júní tókum við í gagnið kjallara, auk þess sem byggður var turn við húsið. Samhliða þess- um fram- k v æ m d u m fengum við lán hjá Byggða- stofnun en við erum með 20 ára plan í okkar rekstri og ár- legur gesta- fjöldi er nú á bilinu 40 til 50 þúsund gestir. Gamla húsið var aðeins 35 fermetrar og þangað komu 20 til 25 þúsund gestir yfir sumarmánuð- ina þannig að oft var þröng á þingi í húsinu,“ segir Benedikt. Íslenskir ferðaþjónustuaðilar vita orðið af húsinu en Benedikt og Ragnheiður hafa þó ekki lagt mikla vinnu í kynningu. „Við reyndum að finna upp á einhverju skemmtilegu þegar við byrjuðum og þá sendum við ferðaskrifstof- um og fleiri innlendum aðilum á milli 20 og 30 piparkökuhús sem 30 12. desember 2004 SUNNUDAGUR Ég er jólasveinninn JÓLAHÚSIÐ Í JÓLAGARÐINUM Strax og komið er á bifreiðastæðið við Jólahúsið finna gestir ljúffenga hangikjöts angan í loftinu. Á Sléttu í Eyjafjarðarsveit er að finna eitt glæsilegasta jólahús heims. Jólahúsið tilheyrir ekki Akureyri en er engu að síður orðið eitt af einkennistáknum bæjarins. Í jólahúsinu hafa Benedikt Grétarsson og kona hans Ragnheiður Hreiðarsdóttir komið sér vel fyrir enda hafa þau eytt um tuttugu milljónum í húsið. Kristján J. Kristjánsson tók ábúendurna tali; fræddist um húsið, gestina og sjálf jólasveinahjónin. BENEDIKT Í ÆVINTÝRALANDI Í turninum er að sögn Benedikts líklega að finna heimsins stærsta jóladagatal. Í gluggum jóladagatalsins eru tilvitnanir í þekkt ævintýri og gestir eiga svo að finna viðeigandi myndir á veggjum turnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.