Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 60
44 12. desember 2004 SUNNUDAGUR salkaforlag.is Mjög fallega skrifuð saga … verulega áhrifarík. Páll Baldvin, Stöð 2 … ekta K.Ó. stíll með tilheyrandi kinký undirtónum, hún er óhrædd við að busla og ólátast og hrella og trylla. Úlfhildur Dagsdóttir, Bókmenntir.is Skáldskapurinn Hér ilmar af ósögðum sannindum. Soffía Bjarnadóttir, Víðsjá Ekkert er gefið í söguheimi K.Ó. nema eitt – hægt er að reiða sig á við lesturinn að eitthvað kemur sífellt á óvart ... Hér er afspyrnu kraftmikið verk sem vekur spurningar. Melkorka Óskarsdóttir, Fréttablaðið Bókin sem talað er um! Í rska rokkhljómsveit-in U2 er að verðajafnmikill fasti í lífi okkar og þegar laufin falla á haustin. Sveitin er ein af fáum sem hafa náð að fara í gegnum tvo heila áratugi án þess að missa kúlið. Fyrir vikið er U2 eins konar sameiningar- afl fyrir flesta sem hafa einhvern tímann kynnt sér tónlist. Flestir hafa tekið út sitt U2-tímabil, sama hvort það var í upp- hafi níunda áratugarins þegar liðsmenn U2 voru ungir og pirraðir eða í upphafi tíunda áratugar- ins þegar sveitin gaf út meistarastykki sitt Achtung Baby. Helsta ástæða þess að U2 hefur ekki fúlnað er auðvitað að meðlimirnir hafa alla tíð lagt sig fram við það að gera sálarfulla tónlist. Lýðræðið innan sveitar- innar hefur valdið því að lög komast ekki í gegnum sigtið nema að þau hreyfi eitthvað við öllum sem eiga í hlut. U2 hefur líka náð að halda trúverðugleika sín- um gagnvart aðdáendum með því að fara sparlega með það að leika í auglýs- ingum. Ódrepandi áhugi Bono á heimsmálunum og metnaður sveitarinnar til þess að leggja sitt af mörkum til góðgerðamála hefur einnig hjálpað til. Allir liðsmenn U2 virðast hafa hjartað á réttum stað. Þeir hafa sett sig í fremstu línu í baráttunni fyrir mannréttindum og eru líklegast besta aug- lýsing fyrir Amnesty International sem sam- tökin hafa. Flestir þeirra eru hamingju- samlega giftir og enginn liðsmað- ur hefur komið sér í leiðinlegt hneykslismál, og þannig taka slúðurblöðin meira að segja á þeim með silkihönskum. Ímynd U2 er heild hópsins. Allir liðsmenn sveitarinnar hafa þó átt sín hliðarspor, en enginn þeirra hefur gefið út formlega sólóplötu. Enginn liðsmaður U2 hefur nokkru sinni sýnt neinn töluverðan metnað í það að eiga frama fyrir utan sveitina. Hjóna- band U2 virðist vera byggt á traustum grunni, og auðséð að mikill kærleikur er á milli liðs- manna. Upphaf U2 Það má deila um það hvort nýja platan, How to Dismantle an Atomic Bomb, sé sú ellefta eða tólfta í röðinni. Það fer alveg eft- ir því hvort fólk vill telja plötuna sem sveitin gaf út undir nafninu The Passengers með eða ekki. U2 var stofnuð í Dublin árið 1976 og hóf að gefa út plötur árið 1980. Ellefu breiðskífur á 24 árum verður því aðeins að teljast sæmi- legur árangur. Eins og hjá flest- um rokksveitum sem komast yfir táningsaldurinn hefur hægst þó nokkuð á sköpunarkrafti sveitar- innar. Eins og einhver orðaði það hafa liðsmenn U2 gert mest af því síðustu 10 ár að taka á móti verð- launum. U2 varð til að frumkvæði trommuleikarans Larry Mullen Jr. Hann setti upp auglýsingu í Mount Temple-skólanum í Dublin um haustið ‘76, nokkrum mánuð- um áður en pönkbylgjan náði þangað. Hann óskaði eftir félög- um í rokksveit og fjórir kunningj- ar hans svöruðu kallinu. Það voru Þeir Paul Hewson (sem tók síðar upp listamannanafnið Bono Vox), bassaleikarinn Adam Clayton, gítarleikarinn Dave Evans (sem kaus svo að kalla sig The Edge) og gítarleikarinn Dick Evans. Þegar þessi fimm manna hópur kom í fyrsta skiptið saman í æfingahúsnæðinu var byrjað á því að æfa upp nokkur lög eftir Bítlana og The Rolling Stones. Eftir einhverjar rökræður féllust liðsmenn á nafnið Feedback, en því var síðar skipt út fyrir The Hype. Þegar gítarleikarinn Dick Evans hætti til þess að stofna sína eigin hljómsveit, The Virgin Prunes, ákváðu Bono, Adam, Larry og The Edge að kalla sig U2 eftir bandarískri njósnavél sem var skotin niður í Sovétríkjunum. Stóra tækifærið kom svo þann 17. mars árið 1978 þegar sveitin vann hæfileikakeppni sem Guinness-bjórverksmiðjan hélt árlega. Sigurverðlaunin voru 500 pund. Fjórmenningarnir voru þá á lokaári í menntaskóla og í ævin- týrahug. Umboðsmaður The Stranglers, Paul McGuinness, sá sveitina og bauðst til þess að taka hana að sér. Hann hefur verið þeirra maður alveg síðan þá. Eftir ár af misheppnuðum til- raunum til þess að landa plötu- samningi ákváðu liðs- menn að hljóðrita og gefa út sjálfir þriggja laga þröngskífu, sem fékk nafnið U23. Plat- an var eingöngu fáan- leg í Dublin og telst rándýr safngripur í dag. Á henni er að finna lögin Out of Control, Boy/Girl og Stories for Boys sem svo öll enduðu á fyrstu breiðskífu sveitarinn- ar, Boy, sem kom út árið eftir. Önnur smáskífa sveitarinnar, Another Day, komst svo á vin- sældalistana og Island bauð henni plötusamn- ing. Sveitin hefur alla tíð verið hjá sama út- gáfufyrirtæki og er einn helsti hornsteinn Island-útgáfunnar í dag. Stríð og ógleymanlegir eldar Önnur breiðskífa U2, October, kom út um haustið 1981 og þótti góður fylgifiskur fyrstu plötunnar. Sker- andi gítarleikur The Edge þótti uppreisnar- gjarn og ryþmaparið Adam og Larry var allt of vel spilandi til þess að geta talist til pönk- bylgjunnar. Úthugsað undirspilið hefur verið undirstaða sveitarinn- ar frá upphafi. Bono þótti góður á sviði og sveitin var iðin við að lýsa yfir skoðunum sínum á hinum og þessum málum á með- an hún áttu sviðsljósið. Fáar sveitir hafa verið jafn óhræddar við að taka afstöðu, og fáum sveitum hefur verið jafn skítsama um hvort það láti þær líta fíflalega út eða ekki að verja sínar pólitísku skoðanir. Bono hefur heldur aldrei verið feiminn við að blanda trúarskoðunum sínum inn í texta sína. Það má vel flokka marga af hans bestu textum sem trúartexta. Um vorið 1983 gaf U2 út plöt- una sem breytti öllu fyrir sveit- ina. War rauk beint á topp breska sölulistans og allt í einu voru liðs- menn U2 byrjaðir að spila á íþróttaleikvöngum báðum megin við Atlantshafið. Á War fór Bono lengra með pólítískatextagerð en hann hafði gert áður, eins og heyrist best í laginu Sunday, Bloody Sunday, sem fjallar um það þegar breski herinn skaut og drap nokkra friðsæla mótmæl- endur á Norður-Írlandi. Tónleika- platan og myndbandið Under a Blood Red Sky fylgdi í kjölfarið og varð vinsælasta tónleikaplata allra tíma í Bretlandi þegar hún kom út. Tónleikarnir voru teknir í Red Rock Amphitheater í Colorado í Bandaríkjunum og þar náðist fullkomlega að fanga kraft sveitarinnar á sviði. Fjórða breiðskífa U2 markaði einnig söguleg tímamót á ferli sveitarinnar en þá vann hún í fyrsta skiptið með Brian Eno og Daniel Lanois, sem hafa verið tíð- ir samstarfsmenn hennar síðan. Sveitin varð tilraunakenndari og breytti um stefnu og tón. Platan The Unforgettable Fire kom út árið 1984 og var bæði poppaðri og þyngri en fyrri verk. Lagið Pride (In the Name of Love), sem fjallar um morðið á Martin Luther King Jr., varð stærsti smellur sveitarinnar frá upphafi. Töfrar poppslagarans The Unfor- gettable Fire voru svo nægir til þess að tónlistarblaðið The Roll- ing Stone tilnefndi sveitina „rokkhljómsveit níunda áratug- arins“. Stjórnmálamaðurinn Bono Þrátt fyrir að U2 verði að teljast pólitísk hljómsveit hefur Bono þó aldrei tekið beina afstöðu gegn sérstökum stjórnmála- mönnum. Gagnrýni hans hefur ávallt verið mannúðleg og hann er fyrstur til þess að taka upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín. Þegar hann átti fund með George W. Bush Bandaríkjaforseta til að hvetja hann til þess að fella niður skuldir þróunarríkjanna fór vel á með þeim. Forsetinn viðurkenndi meira að segja að hann væri aðdáandi sveitarinnar. Eftir fundinn sagði Bono í við- tali að „stundum þyrfti maður að taka í höndina á djöflinum til þess að ná sínu fram“. Hvað hann átti við þar verður hver að eiga við sjálfan sig. Bono hefur verið orðaður við friðarverð- laun Nóbels, en aldrei fengið. Hann yrði fyrsti popparinn til þess að hljóta þann heiður. Bono segist þegar vera búinn að taka frá tíma á næsta ári til þess að hljómsveit hans geti komið fram á Live Aid 2005 tónleikunum, verði af þeim. En á næsta ári verða liðin 20 ár frá því að popparar lögðu sitt af mörkum til þess að sigrast á hungursneyð í Afríku. BONO OG BUSH Bono hvatti Bush til að fella niður skuldir þróunarríkjanna. Forsetinn viðurkenndi að hann væri aðdáandi sveitarinnar. Þrír hljómar og sannleikurinn Stærsta rokksveit okkar tíma, U2, var að enda við að gefa út elleftu plötu sína. Birgir Örn Steinarsson fer yfir feril sveitarinnar. LIÐSMENN U2 U2 er ein þekktasta og stærsta hljómsveit í heimi. Liðsmenn hennar eru nú langt staddir frá fyrstu sporunum sem voru tekin í Dublin árið 1976 þegar hljómsveitin var stofnuð. Hann óskaði eftir félögum í rokksveit og fjórir kunningjar hans svöruðu kallinu. Það voru Þeir Paul Hewson (sem tók síðar upp listamannanafnið Bono Vox), bassaleikarinn Adam Clayton, gítarleikar- inn Dave Evans (sem kaus svo að kalla sig The Edge) og gítarleikarinn Dick Evans. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.