Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 65
SUNNUDAGUR 12. desember 2004  17.00 Borgarbókasafn býður til bókmenntagöngu á aðventunni. Lagt verður af stað frá aðalsafni í Grófarhúsi og gengið um bæinn með viðkomu á nokkrum stöðum sem tengjast nýútkomnum bók- um. Leiðsögumaður er Úlfhildur Dagsdóttir og Ingbjörg Hafliða- dóttir les úr bókunum. Þá munu þeir Bragi Ólafsson, Stefán Máni og Þráinn Bertelsson mæta og lesa úr sínum bókum á viðeigandi stöðum. ■ JÓLIN  13.00 Kertasníkir kemur í Þjóð- minjasafnið fyrstur jólasveinanna.  13.00 Jólasýning Árbæjarsafns verður opin 13-17. Kertasteypa, hrekkjóttir jólasveinar, jólatrés- skemmtun, föndur og aðventu- messa kl. 14.  14.00 Aðventustund verður í Gamla bænum í Laufási í Eyjafirði þar sem tækifæri gefst til að fylgj- ast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveita- samfélaginu. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Söguleg skáldsaga í sérflokki Rauð mold eftir Úlfar Þormóðsson er söguleg skáldsaga í sérflokki. Þetta er sjálfstætt framhald bókar- innar Hrapandi jörð sem fjallaði um Tyrkjaránið, ferðina suður og afdrif nokkurra íslenskra þræla suður í Barbaríinu, Norður-Afríku. Í Rauðri mold eru verunni suðurfrá gerð frekari skil með smaladrenginn Jón Ásbjörnsson í broddi fylkingar. Ef marka má söguna átti Jón þessi heldur skrautlegt líf. Snemma eftir komuna suður gefst honum tækifæri til að mennta sig og sýna hvað í honum býr. Það tekst með eindæmum vel, hann lærir lög og fyrr en varir er hann orðinn ráðgjafi næstráðanda Algeirsborgar. Hann fær það verkefni að fylgjast með að- búnaði samlanda sinna, heldur skrár yfir þá og kemur þeim til bjargar ef húsbændurnir brjóta á réttindum þeirra. Þannig fléttast margir af brottnumdu Íslendingun- um inn í söguna og eru þeir hver öðrum litríkari. Mannlýsingar í bók- inni eru reyndar mjög vandaðar og þótt ólík viðhorf, atferli og lunderni aðgreini persónurnar með ágætum kraumar undir niðri séríslensk sam- kennd meðal þeirra allra. Það er fjarlægur og alvitur sögu- maður sem magnar smám saman upp spennu í sögunni, til dæmis með því að halda ráðabruggi ís- lenska ráðgjafans og samverka- manna hans leyndu fyrir lesendum. Það er fullljóst hvað er í aðsigi en hulunni er svipt af heildarmyndinni á hárréttum tíma. Örlög íslensku þræl- anna í Barbaríinu eru spennandi við- fangsefni og leikur Úlfar sér bráðvel að ólíkri upplifun þeirra og trúarlegri sýn. Sumir litu á Tyrkjaránið sem refs- ingu Guðs fyrir uppsafnaðar syndir og þá einna helst erfðasyndina en aðrir tóku íslamska trú og fögnuðu því að syndir forfeðra erfðust ekki í nýjum trúarbrögðum. Margir sáu lít- inn mun á þrældómnum í suðri og í norðri, nema þá helst veðurfarsleg- an. Eins er áhugavert að lesa um tví- skinnungsháttinn í siðferði múslima þessa tíma. Þeir rændu fólki víðs vegar að með tilheyrandi ofbeldi og misþyrmingum en þegar heim var komið lágu ströng viðurlög við því að misbjóða þrælum. Á sama hátt er mjög skondið að lesa um afstöðu kirkjunnar á Íslandi til þeirra brottnumdu. Tungutak bókarinnar er afar sannfærandi. Samtölin eru eðlileg án þess að vera of tyrfin og engan veginn tilgerðarleg. Það verður seint hægt að fá úr því skorið hvernig 17. aldar Íslendingar töluðu en Úlfar hefur greinilega sökkt sér í talsverða heimildarvinnu hvað málfar varðar og skilar því vel í grípandi stíl. Þó að mikil heimildarvinna liggi jafnframt að baki sögunni leyfir Úlfar skáld- skapnum að njóta sín. Raunir ís- lensku þrælanna byggja á söguleg- um staðreyndum en innan um hrakningasögurnar fljóta ævintýra- legar frásagnir af hörku og lífsvilja sem fá engan ósnortið. Rauð mold er ein af þessum bókum sem mað- ur gleypir í sig á ofsahraða en ósjálfrátt hægist á lestrinum þegar um miðbik hennar er komið því maður vill einfaldlega geyma end- inn fram í lengstu lög. BÓKMENNTIR HLYNUR PÁLL PÁLSSON Rauð mold Höf: Úlfar Þormóðsson Útg: Almenna bókafélagið ÚLFAR ÞORMÓÐSSON Vi› segjum fréttir Flestir velja Fréttablaðið! Fréttablaðið er sá miðill sem flestir Íslendingar velja sem sinn á hverjum degi Vertu séður, auglýstu þar sem viðskiptavinur þinn er. 69% FBL MBL 49% GALLUP NÓV. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.