Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 70
Birna Mjöll Atladóttir er bóndi á vestasta býli Evrópu; Breiðuvík við Látrabjarg. Fyrr á árum var rekið upptökuheimili fyrir drengi í Breiðuvík, en á undanförnum árum hafa Birna og eiginmaður hennar, Keran Stueland Ólason, rekið ferðaþjónustu í þessari un- aðsfögru paradís Vestfjarða. Nátt- úrufegurðin er stórbrotin og kyrrðin engu lík. Reyndar er gemsasamband út úr kortinu í Breiðuvík og sjónvarp og útvarp næst þar ekki, utan langbylgjunn- ar. Það var í gegnum hana sem Birna Mjöll heyrði á tal Eiríks Vernharðssonar, smiðs og MS- sjúklings, við stjórnendur Kast- ljóssins í vikunni. „Þá heyri ég hluta af samtali þar sem Eiríkur talar um að sig langi að ferðast með sonum sínum um landið, og jafnvel heiminn. Datt þá í hug að koma upp einhvers konar keðju þar sem aðilar í ferðaþjón- ustu og almenningssamgöngum; hvort heldur það eru ferjur, skip, flugfélög, langferðabílar eða bíla- leigur, gerðu slíkt hið sama og ég hef ákveðið að gera; að bjóða Eiríki heim í tvo til fleiri daga. Í Breiðu- vík mætti hann vera eins lengi og hann vildi, en með því að skora á fleiri getur Eiríkur sjálfur valið þá staði sem hann langar að heim- sækja með drengjunum sínum,“ segir Birna Mjöll, sem ætlar að bjóða Eiríki, ásamt sonum og fylgdarmanneskju, að dvelja og hafa það notalegt í Breiðuvík, al- gjörlega endurgjaldslaust. „Að sjálfsögðu er allt innifalið á staðnum; gisting, matur og hvaðeina. Minna má það ekki vera, enda hvaða fórn er það fyrir okkur miðað við hans fjötra og ör- lög? Við Íslendingar erum ein lítil fjölskylda sem hjálpum auðvitað hvert öðru. Því skora ég á alla í ferðaþjónustu að leggja sitt af mörkum til að Eiríkur komist í dá- lítil ferðalög með drengina sína og þeim takist að skapa saman dýr- mætar minningar.“ Þess má geta að nú þegar hafa tveir hlekkir bæst í keðjuna; bíla- leiga og Hótel Freyja í Minni- Mástungu, Árnessýslu. „Ferða- þjónustan í Breiðuvík er opin yfir sumartímann, en þar sem við búum á staðnum er ekkert mál að taka á móti þeim feðgum, hafi þeir áhuga á að koma á þetta svæði. En auðvitað væri best að sem flestir sýndu örlæti sitt og manngæsku því þá getur Eiríkur valið hvert hann vill og treystir sér til að fara.“ Í kvöld klukkan 20 verður hald- in kvöldvaka til styrktar Eiríki Vernharðssyni í Háteigskirkju. Fram koma Guðrún Gunnarsdótt- ir, Guðmundur Jónsson, Jón Ólafsson, Felix Bergsson, Greif- arnir, Eyjólfur Kristjánsson, Kvennakórinn Heklurnar, Hlín Pétursdóttir og Ragnheiður Guð- finna Guðnadóttir. Einnig er hægt að styrkja Eirík með frjálsum framlögum á reikningnum 1195- 15-200303 í SPV. thordis@frettabladid.is 54 12. desember 2004 SUNNUDAGUR BIRNA MJÖLL ATLADÓTTIR, BÓNDI Í BREIÐUVÍK Býður Eiríki Vernharðssyni að eiga góðar stundir í Breiðuvík við Látrabjarg eins lengi og þá feðgana lystir. Hún skorar á aðila í ferðaþjónustu að gera slíkt hið sama. ...fá Hrafnhildur, Bára og Sigrún Hólmgeirsdætur fyrir að opna búð í Kaupmannahöfn sem með- al annars selur þeirra eigin hönn- un undir merki þeirra, Aftur. HRÓSIÐ HIN HLIÐIN HIN HLIÐIN Á TÓNLISTARMANNINUM ERNI ELÍASI GUÐMUNDSSYNI, ÖÐRU NAFNI MUGISON. Átti apa sem gæludýr 04.09.76 ELÍAS GUÐMUNDSSON (MUGISON) KATA Litla lirfan heitir nú Kata á íslensku en Katja á hinum norrænu tungumálum. Lirfan fjölda- framleidd Íslenska teiknimyndasagan um Litlu lirfuna ljótu hefur nú selst í yfir 100.000 eintökum. Myndin kom upphaflega út hér á landi fyrir tveimur árum. Í tengslum við útgáfu og áfram- haldandi þróun á litlu lirfunni hefur hún hlotið nafnið Kata – litla lirfan ljóta. Á hinum norrænu tungumál- unum heitir hún Katja og í Englandi og Frakklandi Katie. Myndin hefur verið talsett á sjö tungumál og er væntanleg í spænskri DVD-Kids út- gáfu á næsta ári. Litla lirfan ljóta er gerð eftir sögu Friðriks Erlingssonar. Hún er framleidd og teiknuð af CAOZ – hönnun og hreyfimyndagerð. ■ ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 24. janúar. Í Hádegismóa. Þrettánda desember. BIRNA MJÖLL ATLADÓTTIR: SKORAR Á FERÐAÞJÓNUSTUR LANDSINS Gefum Eiríki og drengjunum minningar og gleði Bandaríski uppistandsgrínarinn, sjónvarpsmaðurinn og kvik- myndaleikarinn Jamie Kennedy treður upp á Íslandi á Broadway 30. desember. Miðasala á grínið gengur vel. Ísleifur Þórhallsson hjá Event, sem flytur Kennedy til landsins, gerir ráð fyrir að miðarnir seljist upp innan tíðar. Þessi mikli áhugi á Kennedy gefur Ísleifi og félögum byr undir báða vængi en þeir hafa lengi unnið að því að fá stærstu nöfnin í uppistandsgríninu til landsins. Það hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi hingað til en með tíð- um ferðum til Los Angeles og Ís- landsför Kennedys virðist stíflan vera að bresta og vonir um að enn stærri nöfn muni fylgja í kjölfar Kennedys eru farnar að glæðast. Það hefur til dæmis heyrst að samningaviðræður við Eddie Izz- ard séu á lokastigi en Event stefnir að því að fá þennan vin- sæla breska grínista og klæð- skipting til að skemmta á Íslandi í byrjun næsta árs. Þá mun Ísleif- ur einnig hafa leitað hófanna hjá ekki ómerkari mönnum en Chris Rock, Dave Chapelle og Jack Black um að koma og skemmta Íslendingum síðla árs 2005. Þessir kappar eru vel þekktir á Íslandi, ekki síst Rock og Black sem hafa leikið í mörgum vinsælli gamanmyndum síðustu ára. Rock kom meðal annars við sögu í Leth- al Weapon 4, Dogma, Down to Earth og Osmosis Jones. Black er jafnvel enn heitari um þessar mundir en hann hefur sett sterkan svip á myndirnar High Fidelity, Shallow Hal, Orange County og The School of Rock. Það er því allt útlit fyrir hressilegt uppistandsár á Íslandi jafnvel þó ekki takist að landa öllum þessum stórlöxum. ■ Izzard íhugar Íslandsheimsókn EDDIE IZZARD Þessi feykivinsæli breski uppistandsgrínari gæti verið á leiðinni til Íslands en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ganga samningar við Izzard um að skemmta hérna snemma á næsta ári vel. Hvernig ertu núna? Ég er sæmilegur. Ég er í bíl. Augnlitur: Grængulur. Starf: Poppari. Hjúskaparstaða: Á föstu með Rúnu. Hvaðan ertu? Ég er sígauni bara, ég veit það ekki. Pabbi minn er að vestan, mamma að sunnan. Helsta afrek: Ég stóð einu sinni úti á dekki í tvo og hálfan sólar- hring. Helstu veikleikar: Ég er stundum væminn. Uppáhaldsmatur: Plokkfiskur. Uppáhaldsveitingastaður: Hjá Magga Hauks á Ísafirði. Uppáhaldsborg: Ætli það sé ekki Ferrara á Ítalíu. Þar eru allir á hjól- um. Mestu vonbrigði lífsins: Ég hélt einu sinni að ég hefði unnið 5 rétta í Lottó í klukkutíma. Ég var búinn að plana hvað ég ætlaði að gera við átta milljónirnar. Síðan kom í ljós að ég hafði bara fjórar tölur réttar og vann 12 þúsund kall. Viltu vinna milljón? Já, já. Alveg til í það. Þarf að borga síðustu greiðsluna af íbúðinni á morgun. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?Ég ætlaði einu sinni að verða karatekennari. Svo ætlaði ég að verða bissnessmaður og eiga hamborgarabúllu. Síðan ákvað ég að verða bara poppari. Hver er fyndnastur/fyndnust? Mér finnst Stebbi Panda ógeðslega fyndinn. Hann er betur þekktur sem maðurinn sem borðar pylsur í auglýsingunni. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Rúna á morgnana. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Ég er nú alltaf að fitna. Ætli það sé ekki bara fíll. Áttu gæludýr? Nei, en hef átt nokkur. Ég átti einu sinni apa. Það er skemmtilegt gæludýr, ég mæli með því. Besta kvikmynd í heimi: Man on the Moon eða Groundhog Day. Besta bók í heimi: Tabúlarasa. Næst á dagskrá: Ég þarf fara upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og árita nýja diskinn minn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.