Fréttablaðið - 13.12.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 13.12.2004, Síða 1
● leikarar orðnir lúnir Vesturport slær í gegn: ▲ SÍÐA 28 Svalur Rómeó frá Íslandi ● endurminningar komnar á prent Eyjólfur Jónsson sundkappi: ▲ SÍÐA 20 Fann ástina aftur ● kominn með 7 mörk Enska úrvalsdeildin í fótbolta: ▲ SÍÐA 22 Eiður jafnaði gegn Arsenal MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR LÚSÍUHÁTÍÐ Sænska félagið á Íslandi mun halda sína árlegu Lúsíuhátíð í Sel- tjarnarneskirkju í kvöld klukkan hálf átta. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 13. desember 2004 – 341. tölublað – 4. árgangur RÓTTÆKAR AÐGERÐIR GEGN SKATTSVIKUM Fjárhæðir sem skotið er undan skatti samsvara kostnaði við rekstur alls skólakerfis á landinu. Þingmaður Sam- fylkingar vill strax láta loka fyrir smugur fyrir skattsvik. Sjá síðu 2 ÞRISVAR TIL ÚTLANDA FYRIR ÁVINNINGINN Skattabreytingar ríkis- stjórnarinnar færa fjögurra manna fjöl- skyldu með alls 24 milljónir í árstekjur og 40 milljóna hreina eign tæpar 1,8 milljónir í vasann. Sjá síðu 4 ENN STRÍÐSHRJÁÐ TVEIMUR ÁRUM EFTIR LOK BARDAGA Dag hvern deyja um þúsund íbúar Kongó af ástæðum sem rekja má til stríðsins sem geisaði í landinu á árunum 1998 til 2002. Það hefur kostað 3,8 milljónir manna lífið og nú óttast margir frekari átök. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 62 Tónlist 56 Leikhús 56 Myndlist 56 Íþróttir 42 Sjónvarp 64 Inga María Sverrisdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Listaverk á Langholtsvegi ● hús ● fasteignir HVASST OG KÓLNANDI Skúrir í fyrstu og síðan él síðdegis um sunnan- og vestan- vert landið. Bjart með köflum norðan og austan til. Frystir víða í kvöld. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 11 Opið í dag 10-22 dagar til jóla Jólagjafahandbókin - vinningsnúmer dagsins: 95080 Skák: Stórmeistarar tókust á KEPPNI Lenka Ptacnikova, fyrsti íslenski kvenstórmeistarinn í skák, og Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Ís- l e n d i n g a , tefldu fyrstu skákina sín á milli í gær. Það var upphafs- skákin í Frið- riksmóti Skák- sambands Ís- lands og Lands- bankans, sem fór fram í aðal- útibúi Lands- bankans við Austurstræti. Lenka fór með sig- ur af hólmi. Á meðan mótið fór fram voru til sýnis verðlaunagripir, frétta- myndir og annað fróðlegt efni um feril Friðriks Ólafssonar. Allir sterkustu skákmenn landsins tefldu á mótinu. - ghg LÖGREGLA Maður á sextugsaldri lést á sjúkrahúsi í gær af völdum höfuðhöggs. Hann hafði verið að skemmta sér með eiginkonu sinni á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ og var komið undir lokun þegar hann var sleginn þungu höggi neðarlega á kjálka. Hálfþrítugur maður hefur játað að hafa lent í átökum á veitinga- staðnum. Sá hefur verið úrskurð- aður í tveggja vikna gæsluvarð- hald. Ekki er vitað til að sá látni og sá sem er í gæsluvarðhaldi hafi þekkst eða að þeir hafi átt nokk- ur samskipti á Ásláki áður en voðaatburðurinn átti sér stað. Málavextir voru þeir að glas hafði brotnað í anddyri staðarins og var dyravörður að sópa upp glerbrotin. Hinn látni var að bægja frá gestum á meðan til að enginn meiddist þegar árás- armaðurinn, sem var að fara út af staðnum, sló hann fyrirvara- laust. Við það missti maðurinn andann, skjögraði aðeins og féll svo í gólfið. Óskað var eftir sjúkrabíl, sem kom innan skamms. Ekki tókst að bjarga lífi mannsins og lést hann á gjör- gæsludeild eftir hádegi í gær. Árásarmaðurinn, sem var ölvað- ur, var handtekinn í nágrenni veitingastaðarins skömmu eftir árásina. Hann er ekki kunnur að ofbeldisverkum svo vitað sé. Yfirheyrslur fóru fram hjá lögreglu í gær og voru starfs- menn veitingastaðarins meðal hinna yfirheyrðu en veitinga- staðurinn var lokaður í gær vegna málsins. Dánarorsök fæst staðfest eftir réttarkrufningu sem fer fram næstu daga. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins. ■ Lést af völdum hnefahöggs Hálfsextugur maður lést í gær eftir að hafa verið sleginn þungu höggi á kjálka á veitinga- staðnum Ásláki í Mosfellsbæ. 25 ára gamall maður hefur verið dæmdur í gæsluvarðhald. STÆRSTA LJÓSAPERA LANDSINS Hafnfirðingar minntust þess í gær að hundrað ár eru liðin síðan farið var að framleiða rafmagn í bænum. Í tilefni þess var kveikt á stærstu ljósaperu landsins í miðbænum. Það var Jóhannes Reykdal sem fyrstur Íslendinga framleiddi rafmagn. Hann átti trésmíðaverkstæði við Hamarskotslæk og notaði fallorku lækjarins til að knýja vélarnar í verksmiðjunni. Jóhannes leiddi einnig rafmagn í sextán hús í bænum og þá var fyrsta almenningsrafveitan orðin að veruleika. Í flestum húsanna voru tvö rafljós í notkun í einu en fleiri ljósastæði voru í húsunum. Fluttu menn þá peruna á milli eftir því sem henta þótti. Þetta var í desember 1904 en þá bjuggu 1.079 íbúar í Hafnarfirði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA TVEGGJA VIKNA GÆSLUVARÐHALD 25 ára gamall maður var dæmdur í gæsluvarð- hald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann hafði slegið hálfsextugan mann á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ í fyrrinótt. Maðurinn lést á gjörgæsludeild laust eftir hádegi í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. KJARAMÁL Fulltrúar leikskólakenn- ara og launanefndar sveitarfélag- anna verða boðaðir til fundar hjá Ríkssáttasemjara í dag, að sögn Ásmundar Stefánssonar. Upp úr viðræðum slitnaði á föstudag. Ás- mundur segir að tilkynnt verði um næstu skref í viðræðunum eftir þann fund. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir mikið bera á milli. „Það er fyrst og fremst launakrafan, sem við vorum að skoða. Þar vantar tölu- vert upp á.“ Leikskólakennarar vilja miða laun sín við grunnskóla- kennara. „Það er okkar hugmynd að nokkrir hópar leikskólakennara nálgist nokkuð vel laun grunn- skólakennara,“ segir Karl Björns- son, sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd launanefndar sveitarfélag- anna. Sem dæmi nefnir hann að laun deildarstjóra í leikskólum verði áþekk launum umsjónar- kennara (1) í grunnskólum. Björg segir starf umsjónar- kennara í grunnskólum vera það sem gengið hafi verið út frá í við- ræðunum, en svolítið beri á milli hvað það starfsheiti varðar. Grunnlaun umsjónarkennara í grunnskólum, undir þrítugu eru rúmlega 173.000 krónur. Þá er ekki tekið tillit til greiðslu úr launapotti eða álags vegna fjölda nemenda. Leikskólakennarar hafa ekki kosið um verkfallsboðun og ekki hefur verið ákveðið hvort það verði gert. - ss Leikskólakennarar: Vilja sambærileg laun og kennarar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.