Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 1
Landvélarhf 137. tölublað — Föstudagur 2. ágúst —58. árgangur Dömur! Nýjung! DRESSFORM fatnaður loks á Islandi Pantið bækling núna 33373 Sjálfvirkur slmsvari allan sólarhringinn. Póstverzlunin Heimaval/ Kópavogi. Ingólfssúlan afhjúpuð á Ingólfshöfða í gærmorgun Samtímis hófst boðhlaupið mikla til Reykjavíkur Ilofi hleypur niður höföann meö bly antiinn Ounnar JH.-Reykjavik.— Klukkan 8,26 i gærmorgun afhjúpaöi Siguröur Björnsson á Kviskerjum i öræf- um steindrang, sem reistur hefur veriðá Ingólfshöfða til minningar um landtöku lngólfs Arnarsonar og vetursetu hans á höföanum. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru þessa athöfn, voru þeir Birg- ir tsieifur Gunnarsson, borgar- stjóri í Reykjavík, Gisli Haildórs- son, forseti borgarstjórnar, og Indriði G. Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri þjóðhátiðarnefnd- ar. Sigurður á Kvískerjum átti hugmyndina að þvi, að þessi minnisvarði var reistur, en stein- drangurinn er 3,20 metrar á hæð, fenginn úr stuðlabergi að Hrepp- hólum i Árnessýslu og fluttur upp á höfðann, reyrður á ýtutönn. Sigurður Helgason steinsmiður letraði á hann þessi orð: „Ingólf- ur tók þar land, er nú heitir Ingólfshöfði — Landnámabók”. Ennfremur eru þessu orð meitluð i hann nokkru neðar: „Ellefu alda minning 1974”. Steindrangurinn er rétt við leif- ar vörðu, sem Mála-Davið reisti árið 1812, þegar danskur mælingamaður, Frisak, var á ferð i Skaftafellssýslu, og ör- skammt þar frá eru leifar gam- allar og hruninnar refagildru frammi á klettabrúninni að aust- an. Framar á höfðanum eru tveir vitar, annar ætlaður sjófarend- um, en hinn nýreistur radióviti i þágu flugsins. Þar skammt frá eru leifar garðlaga, sem raunar eru ekki gömul — sem sagt frá fjórða tug þessarar aldar, er all- margir bændur i öræfum höfðu þar i sameiningu kartöflugarða, en til þessa ráðs mun hafa verið gripið vegna þess, hve oft gat ver- ið stórviðrasamt heima við bæ- ina. I lægð milli vitanna og vörðu- brotsins, þar sem Ingólfssúlan var reist, er björgunarskýli, eitt hinna elztu á landinu. Ingólfshöfði er 74 metra yfir sjó, þar sem hann er hæstur, en nokkru lægri, þar sem súlan stendur. Rétt við steindrangi.nn og vörðubrotið hafði eldur verið tendraður i hlóðum, og nákvæm- lega tiu minútum eftir að Ingólfs- súlan var afhjúpuð, kiukkan 8,36, hófst boðhlaup meö logandi blys, en þessu boðhlaupi mun ljúka á Arnarhóli i Reykjavik klukkan 14,10 á morgun. Nokkrir ung- mennafélagar úr Austur-Skafta- fellssýslu voru staddir á höfðan- um, og hljóp Ari Magnússon á Hofi, formaður ungmennafélags- ins i öræfum, með blysið fyrsta spölinn niður á sandinn, en siðan tóku nýir hlauparar við hver af öðrum — sex úr ungmennafélag- inu Sindra á Höfn i Hornafirði, fjórir úr Suðursveitogfimmtán til sextán öræfingar. Var ætlunar- verk þeirra að skila blysinu að Blautukvisl á Skeiöarársandi, um tiu kilómetra austan við Súlu, þar sem Vestur-Skaftfellingar taka við. Gert er ráð fyrir, að blysið verði komið til Hveragerðis nokkru fyrir hálf-ellefu i dag, og munu Árnesingar skila þvi á Kambabrún, þar sem Reykvik- ingar taka við. Hlaupararnir munu fara niður Miklubraut og meðfram Tjörninni að austan, og verður siðast skipt um blysbera i Lækjargötu. Reykvikingar, sem staddir voru á Ingólfshöfða i gærmorgun, er súlan var afhjúpuð og hlaupið hófst, fóru með flugvél austur að Fagurhólsmýri og þaðan með þyrlu frá landhelgisgæzlunni út i Ingólfshöfða, en Skaftfellingarn- ir, sem við athöfnina voru, óku flestir á bilum sinum út að höfðanum. Minni síld í Norður- sjó en síðustu ár Líkur til, að klak hafi brugðizt 1971 —hs—Rvik. Hafrannsóknaskipið Arni Friðriksson kom nýlega til landsins eftir 6 vikna siidarleitar- leiðangur I Norðursjónum. Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, sem var leiðangursstjóri, sagði i viö- tali i gær, að talsvert magn hefði fundizt af sild, en ekki eins mikið og verið hefði á undanförnum árum. Varðandi stærð sildarinnar sagði Jakob, að hún hefði yfirleitt verið mjög stór á þvi svæði, sem þeir voru á fyrir vestan Hjalt- land, en inn i myndina vantaöi uppvaxandi sild, sem væri mjög bagalegt. Ef þessi uppvaxandi sild léti ekki á sér kræla mjög bráðlega, væri greinilegt, að brugðizt hefði þarna klak 1971, en þaö er þriggja ára sild, sem vant- ar. Jakob sagði, að sildin á þessum slóðum færi nú að hrygna, þ.e. i ágúst og fram i september. Hrygniiigarsvæðið væri aðallega á svokölluðum Papabanka, mest innan landhelgi, fyrir vestan Orkneyjar, og enníremur væri hrygningarsvæði við norðurend- ann á Suðureyjum. Er hann var spurður, hvort bú- ast mætti við minni veiði islenzku sildveiðiskipanna á hrygningar- timanum, sagði hann,- að hún hefði verið mjög misjöfn undan- farin ár. Sum árin hefði veiði ver- ið nokkuð góð á þessum tima, en J t.d. hcfði mjög litið veiðzt á þess- Auk þess að leita ;;! , v< ' | leiðangursmenn sildveibiskipun- um ýmsa aðra þjónustu, t.d. köf- uðu þeir til að hreinsa nótaflækjur úr skrúfum skipanna, en það vill oft til að næturnar festist þar. EKKERT GULL I „GULLSKIPINU' Gevers barón æskir þess, að Hollendingar fdi að fylgjast með leitinni ÞAÐ er ekkert gull i gullskip- inu, sein svo mikið hefur verið talað um og iengi leitað að á söndum Vestur-Skaftafells- sýslu. Farmskrá skipsins er enn varðveitt I safni I Ilol- landi, að þvi er Timinn hefur fregnað. En farmurinn var dýrmætur eigi að siður. Meðal þess, sem skipið flutti, voru perlur og demantar, og það er varningur, sem ekki gefur guíii neitt eftir. Þar að auki var í þvi forgengilegra dýr- mæti frá Austurlöndum, svo sem silki, kryddvara og desmerkettir. Nú hefur sendiherra Hol- lands á íslandi, V.J.G. Gevers rón, sem hingað kom á ... iOina um siðustu helgi '< Lundúnum, þar sem hann fur búsetu, böríð fram þá ósk við utanrikisráðuneytið, að Hollendingar fái vitneskju um það, ef leifar þessa nafn- togaða skips kynnu að finnast. Þessi ósk mun þó ekki borin fram vegna þess, að Hol- lendingar hugsi gott til glóðar- innar að hreppa perlur og demanta, sem þeim töpuðust fyrirmörgum öldum, þótt eitt- hvað þess háttar kæmi i leitirnar, heldur veldur þessu sagnfræðilegur og fornfræði- legur áhugi. Hollendingar voru lengi meðal mestu siglingaþjóða heims og leggja mikla rækt við þann þátt sögu sinnar. Het Wapen, hollenzka skip- ið, sem fórst við skaftfellsku sandana, var eitt af mesíu og giæsiiegustu skipum Hollend- inga a sinui lið, < i. þess vegna mun þeim ekki þykja ónýtt, ef einhverjar leifar þess kæmu upp úr sandinum fyrir austan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.