Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 2. ágúst 1974. Timamyndir: Gunnar Hlaupari kominn meö blysið upp á þjóöveginn I úræfum / / 'i Til hægriGfsli Halidórsson og Birgir tsieifur Gunnarsson borgarstjóri, sem mælti fá- IndriöiG. Þorsteinsson ávarpar gesti fyrir afhjúpunina ein orö áöur en boöhlaupiö hófst. Ari Magnússon á Hofi I öræfum hieypur af staö meö blysiö niöur af Ingólfshöföa. Siguröur Björnsson á Kviskerjum hefur afhjúpaö Ingóifssúluna. Ind- riði G. Þorsteinsson til vinstri. Popp f Vatns- firði HP.-Reykjavik. — í tilefni 1100 ára afmælis tslandsbyggöar heidur Ámundi Ámundason samkomu I Vatnsfiröi dagana 2., 3., og 4. ágúst n.k. Hann segist á þann hátt minnast merkra tima- móta I sögu þjóöarinnar og kveöst munu vanda mjög til dagskrárinnar. Sjálfur er Ámundi mótstjóri, en ekki er vitaö um aðra i undirbúnings- nefnd. Litið verður um ræðuhöld, ennþá minna um kórsöng og ekkert reiptog. Þjóðdansar verða heldur engir sýndir, en dansað verður á pöllum öll kvöld hátíðar- innar, auk þess sem landsfrægir skemmtikraftar koma fram. Má nefna þá Karl Einarsson og Arna Johnsen, auk söngflokksins Mýbits, en einnig mun Hallgrimur Björgúlfsson flytja nokkur lög. Hljómsveitirnar Roof Tops, Haukar og Hljómar leika fyrir dansi öll kvöldin. Þess má geta, að þjóðhátið Vestfirðinga var haldin á sama stað, en sú hátið þótti takast með afbrigðum vel. Eru fyrir hendi öll mannvirki, sem reist voru fyrir hana, s.s. danspallar og stórt sölutjald. Auk þessa er þar öll nauösynleg aðstaða. Björgunar- sveitin Stakkur verður hátiða- gestuni til aðstoðar. Til þess að auka á hátiðaskapið mun vikingaskip verða i förum um vatnið. BlTS- viðrið helzt áfram BH—Reykjavik. — Þaö eru allar likur á þvi, að veðriö verði svipaö áfram, sagöi Knútur Knudsen, veöurfræöingur, þegar blaðið haföi samband viö hann I gær og spurði hann eftir þvi, hvernig myndi viðra um helgina, þegar Reykvikingar héldu sína þjóð- hátiö. — Ég fæ ekki betur séð eftir tölvuútreikningunum og spákort- unum.cn að svo veröi, en kannski er of snemmt að spá. Það skipast stundum skjótt veður i lofti hjá okkur, og enginn er óskeikuli. Og hvernig var þá veðrið á hádegi i gær? Það var norðaustanátt á Suð- vesturlandi þurrt viða og sólskin, en úrkoma á við og dreif um landiðnorðan- og austanvert. Hit- inn komst allt niður i 7 stig á annesjum nyrðra, en austanfjalls var hann 15-16 stig og 14 stig hér i Reykjavik. Annars kólnaði nokk- uð ört eftir þvi, sem norðar dró. Það var strax kaldara uppi i Borgárfirði, eða aðeins 10 stig. Drengur slasast í Eyjum JG—Reykjavik. — Klukkan 16.30 I gær lenti hér þyrla frá varnar- liðinu meö ungan dreng, sem slasazt haföi I umferöarslysi I Vestmannaeyjum. Drengurinn var á skellinööru og varð fyrir vörubifreiö. Slasaöist drengurinn mjög mikið, og þurfti aö komast á sjúkrahús i Reykjavík. Ekki var flugveður til Vest- mannaeyja, en svo vel vildi til, að þyrla frá varnarliðinu var stödd á Klifinu I Vestmannaeyjum og var að hefja sig á loft, þegar spurðist af slysinu. Lenti þyrlan aftur og flutti drenginn ásamt spitalálækni frá Vestmannaeyj- um til Reykjavikur. Þyrlan mun hafa verið að sækja rafbúnaö og radiovita fyrir flug- málastjórnina, sem verið hafði i notkun á Klifinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.