Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 12
12 TIMINN Föstudagur 2. ágúst 1974. r r Frank Usher: A TÆPU VAÐI V J Hann var nægilega stór til þess að engin vandkvæði ættu að verða á því að fara þar huldu höf ði. Þau voru strax komin til Karlsthor, sem var snotur, gamall bær, Amanda, sem talaði sæmilega þýzku spurði til vegar og allra aðstæðna. Hún var heppin því hún fann f jögurra herbergja íbúð með húsgögnum í einu af gömlu húsunum í Kirchgasse rétt við ána Caub. Gamla konan sem átti húsið varð því mjög fegin að fá nú tveggja vikna leigu borgaða fyrirfram, og spurði leigjendurna engra spurninga. Hún sá ekki einu sinni Stanislov og Oskar. Þau fengu sitt svefnherbergið hvert, og svo snotrustu dagstofu rafhitaða. óskar hafði annast innkaup og var nú önnum kafinn í eldhúsinu. — Það verður dálítið þröngt, sagði Amanda. En rúmin eru áreiðanlega góð og ibúðin öll er vel hrein. — Þetta er himneskt, sagði Stahislov. — Frelsi. Þú veizt kannski ekki hvað það þýðir, Amanda. En fyrir mér er það sem að— lif a að ný ju. Hún yppti öxlum. — Kannski. En ef þú vilt vita mína skoðun, Nickolai, þá er það fyrst nú, sem erfiðleikar þínir byrja fyrir alvöru. Starf þitt er ekki léttbært. — Ég hef tekið allt með í reikninginn. En nú er ég orðinn svangur. Er það Óskar sem stendur fyrir matar- gerðinni? — Já, hann er ágætur matreiðslumaður. Sjálf get ég ekki svo mikið sem steikt egg. Kannt þú eitthvað fyrir þér í matreiðslu? — Nei, svaraði hann brosandi. — Þarna sérðu. Óskar er ómissandi. Hann er kannski aðeins stór górilla, en ég met hann mikils. Ekki hafa á móti honum, Nickolai. — Hann er auðvitað friðill þinn?, sagði Stanislov. — Auðvitað. Og þú vilt vera það einnig, ekki satt? Hann sló annarri hendinni út f rá sér og ekki stillilega. — Þetta eru gjörómögulegar aðstæður. — Aðeins ef við sjálf gerum þær ómögulegar, elskan. Óskar er hér þín vegna. Og gættu bara að því hvað hann er búinn að hjálpa þér mikið, Ef hann hefði ekki verið annars vegar mundum við nú öll sitja í fangelsi í Kaltenburg. — AAér er það óþægilega Ijóst. — Lofaðu mér að sjá handlegginn þinn aftur. Ég gat ' ekki búið nægilega vel um hann úti í bílnum. Hann var sammála. — Þótt þér henti ekki matargerð, i,ertu að minnsta kosti ágæt hjúkrunarkona. — Ég hef fengið æfinguna við að búa um skrámur Óskars. Við komum fram í Barcelona í fyrra, og hann stóð í sífelldum slagsmálum út af mér. ; — Hver vogaði sér að ráðast að honum í Barcelona? — O, það voru nú oftast tveir til þrír þrjótar í einu. Það var ævinlega um mig sem slegist var. Hann ræður ekki við sig þegar ég er annars vegar. — Hann hefur kannski ekki hugboð um það hve ævintýralega heppinn hann er. Hún hristi höfuðið. — Það er engin heppni fyrir hann að vera með mér. Hann hefði getað skapað sér f ramtíð í glímunni, ef hann hefði getað slitið sig frá mér. Ég hef ekki flutt honum gæfu, og ég held að ég muni ekki flytja þér gæfuna heldur. Óskar er afburða glímumaður og mjúkur sem köttur. Þú ættir bara að sjá hann glíma. — Elskarðu hann, Amanda? Hún brosti. — Ég get ekki leyft mér slíkan munað. Nú sæki ég vatn til þess að þvo sárið þitt. Stanislov hafði talsverðar þrautir í öxlinni. — AAér sýnist sárið ekki líta sérlega vel út, Nickolai. Ég held að þú ættir að leita læknis. — Hvaða læknir sem er sér strax að þetta er skotsár, og snýr sér þegar í stað til lögreglunnar. Hún kallaði nú á Öskar til þess að sýna honum öxlina á Stanislov. — Ég mundi fara til læknis með þetta, sagði hann við Stanislov. — Ég fer ekki til læknis. Ég mun haf a þetta af. Amanda þvoði sárið og batt um það. — Þar að auki gæti læknirinn ekkert gert annað en það sem þúgerir:Þú ert ágætis hjúkrunarkona. — Hvað fáum við að borða, Óskar? spurði Amanda. — Eggjaköku, svaraði hann og gekk til eldhúsdyr- anna. — Uppáhaldsréttur þinn. — Þú hefðir nú getað spurt hvað Nickolai vildi hafa það, sagði hún. Nickolai klæddi sig gætilega í jakkann. — Nei, alls ekki, Amanda. Hann matreiðir handa þér. Hann er þinn þræll, það geta allir séð. — Þá það, ef þú endilega vilt fara huldu höfði um sinn, verðum við þessi þrjú að sætta okkur við að umgangast, og það mun fara bezt á því að ykkur Óskari semji. — Taktu það rólega, ég met Óskar mikils. Ég er í þakkarskuld við hann. — Það eru ekki allir, sem sætta sig við að skulda öðr- um. Ég vona aðeins að þér muni líka eggjakakan hans vel. — AAér líkar einnig vel við hann, það er það erfiða í málinu. — En honum mun ekki líka við þig ef þú reynir að taka mig frá honum. ] --------^/Fleiri væntanlegir S Þú ert eina barnið mitt. Lauranna, það\eiginmennhanda / bú verður að giftast. kemur nýr ^mér? Hvers vegna) Eignast erfingja til að hépur í dag. vertu að þessu, -pabbi? ■ • M_ ' -lli ** M\W FÖSTUDAGUR 2. ágúst. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Rannveig Löve les þýðingu sina á sögunni „Fyrirgefðu manni, geturðu visað okkur veginn út I nátt- úruna?” eftir Benny Ander- son. (3). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morg- unpopp kl. 10.25. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Wolf- gang Schneiderhan og Fil- harmóniuhljómsveit Berlin- ar leika fiðlukonsert i D-dúr eftir Igor Stravinsky / Janet Baker syngur með Sinfóniu- hljómsveit Lundúna „Dauða Kleopötru”, ljóð- rænt tónverk eftir Hector Berlioz / Claude Helfer leik- ur pianósónötu eftir Béla Bartók. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Sfðdegissagan: „Katrin Tómasdóttir” eftir Rósu Þorsteinsdóttur. Höfundur les (2). 15.00 Miðdegistónleikar. Jutta Zoff og Filharmóniusveitin I Leipzig leika Hörpukonsert I Es-dúr eftir Reinhold Gli- er; Rudolf Kempe stjórnar. Nikolai Ghiauroff syngur rússneska söngva við pianó- undirleik Zlatinu Ghiauroff. Fllharmóniusveitin I Vin leikur „Hnotubrjótinn”, ballettsvitu eftir Tsjaikov- ský, Herbert von Karajan stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornið. 17.10 Tónleikar 17.30 t leit að vissum sann- leika.Dr. Gunnlaugur Þórð- arson flytur ferðaþætti. (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað. 20.00 Samkeppni barna- og unglingakóra Norðurlanda — I. Guðmundur Gilsson kynnir. 20.50 tslensk myndlist i ellefu hundruð ár. 21.30 tJtvarpssagan: „Ar- minningar” eftir Sven Del- blanc. Sverrir Hólmarsson og Þorleifur Hauksson lesa. (11). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur: Kál og rófur. GIsli Kristjánsson ræðir við As- geir Bjarnason garðyrkju- bónda á Reykjum i Mos- fellssveit. 22.35 Siðla kvölds. Helgi Pét- ursson kynnir létta tónlist. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. IMMiiilil Föstudagur 2. ágúst 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Lögregluforinginn Þýskur sakamálaflokkur Morð á hraðbrautinni Þýðandi Briet Héðinsdóttir 20.35 Með lausa skrúfuFinnsk fræðslumynd um nýjar að- ferðir við kennslu barna, þar sem höfuðáhersla er lögð á að láta sköpunargáfu einstaklingsins njóta sin og losa um óþarfar hömlur Þýðandi og þulur Hrafn Hallgrímsson (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 22.10 íþróttir Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveðin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.