Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 16
fyrirgódan mat $ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - Opid tij kl. Borgarbókasafnið: STARFSMENN í VERKFALL í DAG Iðnaður stærsta atvinnugreinin BH-Reykjavik. Iðnaðurinn er stærsta atvinnugrein lands- manna. Hlutdeild iðnaðarins i heildarvinnuafli þjóðarinnar er 37% — og þessi þróun hefur átt sér stað á tiltölulega mjög stutt- um tíma, vafaiaust hraðar en hjá nokkurri þjóð annarri. Á þvi er enginn vafi, að ein- hverja rekur i rogastanz við lest- ur þessara staðreynda, en þær er að finna tölulegar, svo að ekki verður um villzt, i deild iðnaðar- ins á Þróunarsýningunni. Iðnaðurinn er orðinn stærsti at- vinnuvegurinn, bæði hvað snertir mannafla og framleiðslu. í iðnaðardeildinni er sýnt á ljósan og skemmtilegan hátt, hvað iðnaðurinn er á sem breiðustum grundvelli, og hvert gildi hann hefur fyrir þjóðarbúið og þjóðina. Sögulegt efni i deild- inni er að vísu takmarkað, og á það sinar eðlilegu orsakir vegna þess, hve iðnaðurinn er ung at- vinnugrein, en þvi meiri áherzia er á það lögð að sýna þýðingu iðnaðarins i nútimanum. Þarna i iðnaðardeildinni sýna handavinnukennarar veiiiað i l’ramhald á 5. siöu. , urnar ekki. Var þá starfsfólkinu nóg boðið og ákvað að ræða málið við borgarstjóra. Hefur það pant- að tima, hvort sem borgarstjóri mætir eða ekki. Hér mun vera um að ræða allt starfsfólk bókasafnsins i Bú- staðakirkju, i bókabflunum og hluta starfsfólks safnsins við Þingholtsstræti. Komið í veg fyrir verkfall á síðustu stundu — hs —Rvik. Það er viðar en á Kleppsspítalanum, sem ó- ánægja er með launagreiðsl- ur. Þannig hefur Reykjavík- urborg dregið um langan tima að greiða sjúkraliðum og hjúkrunarkonum á Borg- arspitalanum uppbót á laun frá 1. janúar s.l. Þessum greiðslum var lof- að um miðjan júli, en siðan hefur starfsfólk gefið frest l tvisvar sinnum. Ef ekki yrði / hins vegar greitt þann 1. ág- \ úst, ætluðu sjúkraliðar og hjúkrunarkonur spitalans að ganga út og koma ekki til vinnu i dag. i Ekki verður þó af þessu, þvi i gær var tilkynnt, að launauppbótin yrði greidd að hluta til, en lokagreiðsla kæmi innan skamms. Ætla sjúkraliðarnir og hjúkrunar- J konurnar að una þessu og t mæta þvi til vinnu sinnar i l dag- Beinakerlingin. Hún hefði aldeilis sómt sér uppi á heiftum, þessi, og þá hefðu menn kannski ekki verið eins feimnir að stinga I hana visum. Vorum að fá stóra sendincju af HEIMILISTÆKJUM Pantanir óskast sóttar HP-Reykjavik. — t dag munu fáir starfsmenn Borgarbókasafns Reykjavlkur mæta til vinnu sinn- ar. Hafa þeir heldur kosift að ganga á fund borgarstjóra til þess að fá leiðréttingu sinna mála, en þeir hafa ekki ennþá fengift greidda afturfyrirgreiftsluna svo- nefndu. Þróunarsýningin í Laugardalshöll Húnvetningar mata beina- kerlinguna BH-Reykjavik. —■ Eftir fimm ár verftur fyrsti vitinn, sein reistur var hériendis, Reykjanesvitinn gamli, 100 ára. Það er nánast furöulegt að hugsa sér, aft ekki skuli iengra slftan að skriöur komst á vitamálin hérlendis, sér- staklega ef miðaö er við, hversu fullkomin þessi mál eru I dag, og enn I dag ciga framfarir sér stað með bættri tækni og fullkomnari. Samgöngumálunum eru gerð góð skil á Þróunarsýningunni. Þar er margt i deildinni, sem vekur athygli. Skipslíkön og flug- vélar verða á vegi unga fólksins, en eldra fólkið staðnæmist hjá likani af Kömbum, sem sýnir, hvernig vegirnir voru lagðir, löngu áður en rennsléttur hrað- vegur sýndi sig á þessum slóðum, eða á þeim timum, þegar full á- stæða var til að biðja þess, að guð gæfi bilunum góðan dag i Kömb- um.. Safnarar munu vafalaust frýn- ast f gömlu talsímatæknin, gömlu veggslmatækin, sem alla fýsir svo mjög að eiga heima hjá sér uppi á palisandervegg, en þarna eru sýnishorn af gripum frá þvl fyrir tið Pósts og sima, en þá hét það Talsimahlutafélag Reykja- vikur, og talsimarnir eru frá 1899 og 1904, þessir sem máli skipta. Flugið á þarna sina fulltrúa. Einn stendur úti á svæði, TF RKH gömul Seabee, eina láðs- og lag- arflugvélin i eigu tslendinga, i miklu eftirlæti hjá strákunum. En það var beinakerlingin, sem vakti hvað mesta athygli okkar. Ekki svosem af þvi, að við hefð- um hnoðað saman visu og stungið i hana. Skáldlegu innsæi til beina- kerlingavisna erum við ekki gæddir, en okkur langaði mikið að kikja I kassann. Þannig er, að fyrir nokkru var Húnvetninga- vaka I Laugardalshöllinni, og þá kom vist talsvert af visum i beinakerlinguna. Annars halda vlst flestir, að visnakassinn sé einhver betlibaukur og forðast hann. En okkur fannst mest til um þann hluta samgöngumáladeild- arinnar, sem hafður er úti. Flug- vélin, beinakerlingin, heljarmikið ljósdufl, sem vafalaust hefur kostað mikla fyrirhöfn að drösla þangað, simastaurar af gömlum gerðum, vegavinnutjöld og alls konar tæki — lifrænn og snotur þáttur merkrar sögu. Mikil aðsókn er nú dag hvern I þjóöminjasafniö og hefur fariö ört vaxandi siöustu vikurnar. Virka daga eru útlendingar I mikium meirihluta, en aö sögn eins safnvaröanna fer hlutur islendinga vaxandi, og eru þeir tiöir gestir safnsins um helgar. Timamynd: Gunnar. Greiðsla þessi er uppbótar- greiðsla á laun frá áramótum og hefur borgarsjóður lofað að inna hana af hendi núna I nokkra mán- uði. Ekkert hefur þó orðið um efndir, og i gærmorgun er venju- legt kaup barst, fylgdu greiðsl-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.