Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 13. desember 2004 ■ EVRÓPA THOMAS WILSON Hermaðurinn sem spurði aðgangshörð- ustu spurninganna gerði það eftir að blaðamaður hvatti hann til þess. Vandi Rumsfelds: Blaðamaður lagði línurnar BANDARÍKIN, AFP Bandarískur blaðamaður fékk tvo hermenn til að spyrja Donald Rumsfeld varn- armálaráðherra út í það hvers vegna farartæki þeirra væru ekki nægilega vel brynvarin. Hann sá líka til þess að spurningum þeirra yrði svarað með því að ræða fyrir fram við liðþjálfa sem valdi þá úr sem fengu að spyrja ráðherrann út úr. Það vakti mikla athygli þegar hermenn saumuðu að Rumsfeld um útbúnað sinn. Ritstjóri blaða- mannsins sagðist ánægður með verk hans en talsmenn varnar- málaráðuneytisins sögðu þetta óheppilegt þar sem blaðamenn fengju næg tækifæri til að spyrja Rumsfeld spurninga. ■ Ákærður fyrir tilraun til manndráps: Varðhald framlengt DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann sem kærður var fyrir tilraun til manndráps í júlí í sumar. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa reynt að skera leigubíl- stjóra á háls í Vesturbæ Reykjavík- ur. Hæstiréttur staðfesti í fyrradag gæsluvarðhald yfir hinum ákærða fram til 16. febrúar, eða þar til dómur gengur í máli hans. Maður- inn sem ákærður er ber við minnis- leysi um atburði þessarar nætur vegna áfengisvímu. Hann hefur ekki tjáð sig um atburðinn í yfir- heyrslu hjá lögreglu eða í dómssal. Vitni lögreglunnar að atburðinum halda því öll fram að hinn ákærði hafi ráðist á leigubílstjórann en brot þetta getur varðað allt að sex- tán ára fangelsi. -lkg SPRENGING Í STOKKHÓLMI Lík manns hefur fundist í íbúð sem sprenging varð í í miðborg Stokk- hólms í síðustu viku. Tveir aðrir slösuðust lítilsháttar í sprenging- unni. Ástæða sprengingarinnar er ókunn, en lögreglan í Stokkhólmi hefur sagt að hún gæti hafa orðið vegna gasleka. ELDUR Í ELLIHEIMILI Tveir létust þegar eldur braust út á elliheimili á Ítalíu snemma morguns á sunnudag þegar íbúar heimilisins voru sofandi. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni. Talið er að báðir mennirnir hafi látist vegna reykeitrunar. BÍLASTÆÐI Íbúar við Bárugötu, Ránargötu og Öldugötu í Reykja- vík hafa óskað eftir því við Bíla- stæðasjóð að settir verði stöðu- mælar í göturnar til að auka að- gengi að bílastæðum á daginn. „Þessar þrjár götur liggja sam- hliða. Ef aðeins væri sett gjald- skylda í eina þeirra myndi það auka álagið á hinar þannig að það er mjög eðlilegt að skoða þetta svæði í samhengi,“ segir Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Ef gjaldskyldunni verður kom- ið á geta íbúarnir keypt bílastæða- kort fyrir 3.000 krónur á ári sem gerir þeim kleift að leggja endur- gjaldslaust „á meðan þeir sem eru að leggja þarna frítt yfir daginn þurfa að leita eitthvert annað. Fólk kemst þá heim til sín á dag- inn með bílana,“ segir Stefán Har- aldsson, framkvæmdastjóri Bíla- stæðasjóðs. Bílastæðasjóður hefur sent 150 fjölskyldum í götunum dreifibréf þar sem hugmyndin er kynnt. Íbú- arnir hafa tvær vikur til að svara. Ef allt gengur eftir áætlun verður gjaldskylda komin á næsta sumar. - ghs GJALDSKYLDA? Íbúar við Bárugötu, Ránargötu og Öldugötu hafa óskað eftir gjaldskyldu til að geta komist heim á bílum sínum yfir daginn. Bílastæðasjóður: Íbúarnir óska eftir stöðumælum Kynbundið ofbeldi: Áskorun afhent MANNRÉTTINDI Síðastliðinn föstudag, sem var alþjóðlegi mannréttinda- dagurinn, lauk 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilefni þess af- hentu aðstandendur átaksins for- sætisráðherra, forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar áskorun. Í áskoruninni er vakin athygli á alvarleika kynbundins ofbeldis og stjórnvöld hvött til að setja fram heildstæða áætlun til að bregðast við vandanum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði, þegar hann tók við áskoruninni í Alþingishús- inu, að kynbundið ofbeldi væri skelfilegasta ofbeldi sem um getur, þá sérstaklega gagnvart börnum. -kb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.