Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 12
12 13. desember 2004 MÁNUDAGUR TEKIÐ VIÐ NÓBELSVERÐLAUNUM Linda B. Buck frá Bandaríkjunum tók við Nóbelsverðlaunum fyrir lyfjafræði í Stokkhólmi á föstudag. Hún fékk verðlaunin ásamt Richard Axel, einnig frá Bandaríkjunum. Veiðiréttindi: Eigendur sjávarjarða vilja fiska SJÁVARÚTVEGUR Samtök eigenda sjávarjarða ætla að stefna ríkinu til að fá aftur útróðrarrétt. Ómar Antonsson, formaður samtak- anna, segir að eigendur sjávar- jarða hafi haft þennan rétt frá ómunatíð og hafi meðal annars greitt af honum fasteignagjöld. Hann segir að ríkið eigi líka að virða eignarrétt þessara jarðeig- enda. Svokölluð netlög nái 115 metra á haf út og það sé þeirra einkaeign. Nú sé þeim hins vegar meinað að veiða þar vegna kvóta- kerfisins og rétturinn hafi verið afhentur öðrum. Ómar segir að landsfundir stjórnarflokkanna hafi samþykkt að vinna að þessum rétti sjávar- jarða en ráðherrar þessara flokka neiti að fylgja stefnu eigin flokka. Þeir viti hvernig þeir eigi að snúa sér í málinu þar sem þeir séu bún- ir að afhenda útvegsmönnum þennan rétt. Í apríl 2002 sagði Ómar í fjöl- miðlum að samtökin ætluðu að höfða mál gegn ríkinu. Hann seg- ir að ákvörðun um þetta hafi dreg- ist vegna þess að lögfræðingur hafi verið fenginn til að skoða málið vandlega. Síðan hafi bréf verið sent sjávarútvegsráðherra en án árangurs. Því sé ekkert ann- að að gera í stöðunni nú en að fara fyrir dómstóla. - ghg Aukaverkanir geta leitt til innlagnar Þunglyndislyf geta valdið örlyndi og hegðunartruflunum hjá börnum og unglingum á fyrstu stigum meðferðar. Í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg meðan jafnvægi er að komast á líðanina, segir yfirlæknir á BUGL. HEILBRIGÐISMÁL Notkun þunglynd- islyfja getur, í sjaldgæfum tilvik- um, valdið svokallaðri afhamlandi hegðun hjá börnum og unglingum í byrjun meðferðar og er stundum skammtaháð, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar, yfirlæknis á Barna- og unglingageðdeildinni við Dalbraut. Með afhamlandi hegðun er átt við örlyndi og hegðunartruflanir sem geta komið fram sem tíma- bundnar aukaverkanir þunglynd- islyfja. Sérfræðinefnd Evrópsku lyfja- stofnunarinnar hefur sent út ít- rekun um notkun allmargra þekktra þunglyndislyfja hjá börn- um og unglingum, þar sem þau geti valdið aukinni hættu á sjálfs- vígshegðun. Nefndin hefur skoð- að ný gögn um notkun þessara lyfja hjá börnum. Niðurstaðan var sú að gögnin bentu til þess að auk- in hætta væri á sjálfvígshug- myndum og sjálfsvígstilraunum, eða hegðun tengdri því, svo sem sjálfsskaða, árásargirni og tilfinn- ingasveiflum. Ekki var þó til- kynnt um sjálfsvíg í klínískum rannsóknum á börnum og ung- lingum. Lagt var til að öryggi þessara lyfja fyrir börn og ung- linga yrði rannsakað frekar í Evr- ópu. Þar til þær niðurstöður liggja fyrir vill nefndin koma þeim upp- lýsingum á framfæri til lækna, sjúklinga og foreldra, að umrædd lyf séu ekki skráð við þunglyndi og kvíða hjá börnum og ungling- um í öllum löndum Evrópu. Þessi lyf ætti almennt ekki að nota í þessum aldurshópi þar sem klínískar rannsóknir hefðu sýnt fram á aukna hættu á sjálfsvígs- hegðun. Samt sem áður getur verið þörf á því að ávísa þessum lyfjum fyrir þennan hóp sjúk- linga, segir sérfræðinefndin. Í þeim tilvikum er mikilvægt að fylgjast vel með sjúklingi með til- liti til sjálfsvígshegðunar, sjálfs- skaða og árásargirni. Það er sér- staklega mikilvægt í upphafi með- ferðar. Ólafur sagði að tímabundnar hegðunartruflanir væru þekkt en sjaldgæf aukaverkun þunglyndis- lyfja. „Ef unglingur með þunglyndi er með sjálfsskaðahugsanir er mikilvægt að fylgjast vel með af- hömlunareinkennum í byrjun meðferðar meðan jafnvægi er að komast á líðan en í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg. Hafa ber í huga að þó að þunglyndi sé einn áhættuþátt- ur sjálfsvíga þá geta sterkari áhættuþættir, svo sem árásar- girni og notkun áfengis og fíkni- efna, verið afleiðingar þunglynd- is. Vega þarf og meta í hverju til- viki jákvæð áhrif á líðan og virkni á móti hugsanlegum aukaverkun- um, þar með talið tilhneigingu til að skaða sjálfan sig.“ jss@frettabladid.is KB BANKI Hækkar vexti í kjölfar vaxtabreytinga Seðlabankans. KB banki: Vextir hækka FJÁRMÁL KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. des- ember. Vextir óverðtryggðra út- lána hækka um 0,75 til 1,00 pró- sentustig.Þannig hækka kjörvext- ir óverðtryggðra skuldabréfa úr 9,65 í 10,65 prósent. Vextir óverðtryggðra innlána hækka um allt að 0,80 prósentu- stig. Vaxtabreytingin er gerð í kjöl- far tilkynningar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta um 1,00 pró- sentustig. Bankinn breytir ekki vöxtum verðtryggðra inn- og út- lána. - ghg GEÐLYF Sumar tegundir þunglyndis- lyfja geta valdið aukinni hættu á sjálfs- vígshegðun, að sögn sérfræðinefndar Evrópsku lyfjastofnunarinnar. SMÁBÁTAR Eigendur sjávarjarða vilja fá að veiða í sjónum úti af jörðum sínum en þeir mega það ekki núna vegna kvótakerfisins. Rúmlega tvö þúsund jarðir eru með land að sjó. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ■ UTANRÍKISMÁL DAVÍÐ OPNAR SENDIRÁÐ Nýtt húsnæði sendiráðs Íslands í Brussel var opnað við hátíðlega athöfn í gær. Það var Davíð Odds- son utanríkisráðherra sem opnaði húsið. Nýja húsnæðið er við Schuman-torgið þar sem flestar aðalstofnanir Evrópusambandsins hafa skrifstofur sínar. Tuttugu manns starfa í sendiráðinu. MIKIÐ ÁUNNIST Í KABÚL Ástand mála í Afganistan var rætt í alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrradag. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúa Ís- lands, sagði að frá því Íslendingar tóku við stjórn flugvallarins í Kabúl hefði mikið áunnist í endur- bótum á vellinum og nánasta um- hverfi. Ísland afhendir Tyrkjum stjórn flugvallarins 1. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.