Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 14
14 HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? Lítil pólitísk umræða hefur orðið um tilboð fjarskiptafyrirtækisins eMAX sem hefur sagst geta sett upp ódýra lausn á dreifikerfi internetsins fyrir landsbyggðina. Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að nokkrir þingmenn hafi haft sam- band við hann þegar fjallað var um fyrirtækið í fjölmiðlum fyrr í vetur til að fá upplýsingar um tæknina sem fyrirtækið notar. eMax hefur byggt upp þráðlaust dreifikerfi í Borgarfirði, á Suðurlandi og í Hvalfirði. Stefán sagði á sínum tíma að eMax treysti sér til að setja upp og reka öflugt dreifikerfi fyrir landsbyggðina fyrir mun lægri upp- hæð en það myndi kosta Símann. Stefán segir að þetta hafi breyst eftir að Síminn hóf sjónvarpsrekstur með Skjá einum. Eftir það hafi fyrirtækið farið með dreifikerfið í smærri bæjar- félög en áður var gert ráð fyrir. Það breyti því þó ekki að smæstu byggð- arlögin verði skilin eftir. Stefán segir að stjórnmálamenn ættu að drífa af stað verkefni með eMAX til að tengja þær við internetið og sjónvarpssend- ingar. Stefán segir að sendingar á Suður- landi gangi vel þar sem það sé flat- lent. En margir aðrir staðir séu nú til skoðunar. Meðal annars sveitarfélög á Norður- og Austurlandi. „Við heyr- um í mörgum sveitarstjórnarmönn- um og þeir eru spenntir fyrir þessu. Enda hafa sveitarfélög verið viljug til að leggja fé í uppbyggingu þessa þráðlausa kerfis.“ ■ Lítil viðbrögð frá þingmönnum EFTIRMÁLI: ÞRÁÐLAUST DREIFIKERFI 13. desember 2004 MÁNUDAGUR Silfraður fiðringur í útvegsmönnum Mælingar norskra fiskifræðinga benda til að fundinn sé gífurlega stór árgangur af norsk-íslenskri síld. Góðæri í hafinu og hækkun sjávarhita við Ísland gefa vonir um að síldin gangi að ströndum landsins og verði þar veiðanleg eftir tvö ár. SÍLDARÆVINTÝRI Talið er að 1950-ár- gangurinn af norsk-íslensku síld- inni hafi verið um 20 milljón tonn og er það stærsti árgangur sem fundist hefur til þessa. Sam- kvæmt mælingum norsku fiski- fræðinganna er nú fundinn ár- gangur sem er álíka stór eða enn meiri að vexti. Því stærri sem ár- gangurinn er, því meira beitar- svæði þarf hann og ef spár um hlýnun sjávar austur af landinu ganga eftir er líklegt að þessi síld komi upp að Austurlandi og gangi norður fyrir landið. Freysteinn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar hjá Síldarvinnslunni, sagði í samtali við Fréttablaðið að íslenskir út- vegsmenn fylgdust grannt með fréttum af þessum stóra árgangi. „Gangi vonir okkar eftir munu ís- lensk skip væntanlega fá að veiða 15,5% af þessum árgangi og stærstur hluti þess afla mun fara í vinnslu til manneldis. Ég á ekki von á að menn rjúki til og byggi vinnsluaðstöðu tvist og bast um landið en slík búbót mun klárlega treysta rekstrargrundvöll þeirrar útgerðar og vinnslu sem fyrir er. Þar að auki eru síldarmarkaðir traustir um þessar mundir og mikil eftirspurn eftir síld. Við bíð- um því spenntir eftir frekari fréttum,“ sagði Freysteinn. Aðspurður hvort hugsanlega verði erfitt að manna vinnsluna í landi sagði Freysteinn: „Ég hef ekki áhyggjur af því vegna þess að sjálfvirknin í vinnslunni fer sí- fellt vaxandi.“ Á undanförnum áratugum hefur verið stór og köld tunga í hafinu úti af Austurlandi og hafa göngur norsk-íslensku síldarinnar stöðvast við þessa tungu. Á síð- ustu árum hefur þetta kalda svæði minnkað og ef spár um frekari hlýnun sjávar ganga eftir mun þessi tunga enn minnka og færast norðar. Flest bendir því til að norsk-íslenska síldin muni eiga greiða leið að landinu. kk@frettabladid.is Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa • Allt að 62mm breidd • 50 miðar á mínútu* • USB tenging • Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar *Staðlaðir póstfangamiðar Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsaðili: QL-550 NÝTT ! Kynningarverð t i l áramóta 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1390.39 4. flokki 1992 – 44. útdráttur 4. flokki 1994 – 37. útdráttur 2. flokki 1995 – 35. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 – 26. útdráttur Frá og með 15. desember 2004 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu mánudaginn 13. desember. Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Innlausn húsbréfa STEFÁN JÓHANNESSON BURÐARGJALD PÓSTSINS FYRIR HEFÐBUNDIÐ JÓLAKORT ER 45 KRÓNUR 65 krónur kostar að senda til Evrópu en 90 krónur til annarra landa. ÓVENJULEGAR AÐFERÐIR Austurríska sundkonan Mirna Jukic dýfir sér í laugina á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Vín þessa dagana. NÓTIN HÍFÐ Mikil spurn er eftir síld um þessar mundir og því er hentugt að síldargöngur eru með mesta móti. M YN D /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.