Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 16
16 Fyrir skömmu samþykkti meirihluti Al- þingis frumvarp sem kveður á um að hækka skráningargjöld við Háskóla Ís- lands um tæp 40 prósent. Stúdentaráð hefur lengi barist gegn hækkun innrit- unargjalda og gagnrýndi Dagnýju Jóns- dóttur harðlega fyrir að sitja hjá við at- kvæðagreiðslu, en ekki greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Dagný var fram- kvæmdastjóri stúdentaráðs fyrir fáum árum og lagðist þá eindregið gegn hækkun skráningargjalda. Er rétt að kalla gjaldið skráningar- gjald? Innritunargjald í Háskóla Íslands er núna 32.500 krónur fyrir hvert ár, en hækkar upp í 45 þúsund krónur þegar hækkunin tekur gildi. Gjaldið endur- speglar ekki aðeins kostnað við innrit- un í Háskóla Íslands, því það er að hluta til notað til að standa straum af rekstri skólans. Því segja stúdentar að innritunargjaldið sé í rauninni skóla- gjald í skötulíki sem sé með öllu óþolandi því það dragi úr jafn- rétti til náms. LÍN lánar ekki Samkvæmt reglugerð- um Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna er gert ráð fyrir sjálfs- fjármögnun stúdenta sem nemur allt að 35 þúsund krónum. Upp- hæðin er endurskil- greind árlega og gildir um hvort tveggja skóla- og innritunargjöld. Hingað til hafa stúdentar því ekki getað fengið lán fyrir skráningargjaldinu. Árleg endurskráning þeirra sem eru í Háskól- anum fer fram í apríl en innritun ný- nema er í maí og júní. Þessu hafa stúdentar mótmælt á grundvelli þess að flestir geti illa séð af peningunum á þessum tíma þar sem þeir séu ekki í fullri vinnu. Málsvörn Dagnýjar Dagný varði ákvörðun sína og segir að þegar hún hafi veitt stúdentaráði for- ystu hafi tilraunir til hækkunar innritun- argjalda ekki verið til þess fallnar að efla rekstur skólans. Í þessu tilfelli sé sá rökstuðningur fyrir hendi að hækk- un gjaldsins muni auka gæði Háskól- ans og verði því stúdentum til hags- bóta. Hún taldi þó að rétt væri að kalla gjaldið öðru og réttara nafni en skrán- ingargjald og kaus því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu. ■ Skólagjöld í skötulíki? FBL GREINING: HÆKKUN SKRÁNINGARGJALDA VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS: 13. desember 2004 MÁNUDAGUR HUGLEITT Í HÚMI NÆTUR Búddistar frá öllum heimshornum eru nú samankomnir á alheimsmóti í Mjanmar í Asíu. Þeir notuðu tækifærið á föstudags- kvöldið og hugleiddu. UPPLÝSINGATÆKNI Af hálfu ríkisins eru ekki uppi fyrirætlanir um að beita sér fyrir breytingum til lækkunar á verðskránni sem Farice-sæstrengurinn styðst við, að sögn Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra. Netþjónustur hafa lýst því að vegna kostnaðar við gagnaflutninga um strenginn verði þau að takmarka erlent niðurhal af netinu með umfram- gjaldtöku. Ekki er nýttur nema tí- undi hluti núverandi gagnaflutn- ingsgetu strengsins. „Ég vil nú í fyrsta lagi segja að ég beitti mér fyrir því á sínum tíma sem samgönguráðherra að farið var út í að leggja þennan streng. Það var vegna þess að ég hafði farið út í að gera úttekt á sambandsöryggi við landið og niðurstaðan var sú að algjörlega nauðsynlegt væri að leggja annan streng,“ sagði Sturla. „Síðan er það náttúrlega markaðurinn sem ræður þarna framboði og eftir- spurn. CANTAT-3 strengurinn er til staðar ennþá og svo er bullandi samkeppni á milli símafyrir- tækja.“ Ráðherrann sagðist hins vegar leggja mikla áherslu á að afkastagetan sé nýtt sem mest og best í þágu neytenda. „Öryggið er til staðar og til lengri tíma litið er að sjálfsögðu m i k i l v æ g t fyrir síma- fyrirtækin að verð sé hag- stætt þannig að umferð um Farice-streng- inn og viðskipti aukist,“ sagði Sturla og taldi fráleitt að stóru fjarskiptafyrir- tækin tvö, sem að Farice standa, Og Vodafone og Síminn, gætu séð sér hag í því að haga verðlagningunni þannig að smærri netþjónustur treystu sér ekki til að skipta við strenginn. „Það væri þá alveg nýtt af nálinni og kæmi mér mikið á óvart ef þar væri um eitthvað bandalag að ræða.“ Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir enga formlega endurskoðun gagnaflutningsverðs í gangi. „Við fylgjumst hins vegar með og svo er lykilatriði að um leið og ein- hver kaupir af okkur viðbót, sama hvort það er einhver nýr eða nú- verandi kúnnar, þá hefur það þau áhrif að gjaldskráin lækkar,“ seg- ir hann. „Gjaldskráin þarf bara að skila ákveðnum tekjum og því lækkar einingaverðið ef einhver kaupir meira.“ Guðmundur segir það ákvörðun stjórnar hvenær slíkar breytingar á gjaldskrá gætu átt sér stað. „En yfirleitt fer þessi endurskoðun fram í árslok.“ olikr@frettabladid.is UPPLÝSINGATÆKNI Sæstrengirnir tveir sem til landsins liggja tryggja stafræna gagnaflutninga til og frá landinu. Strengirnir eru í raun fjöldi ljósleiðara sem lagðir eru saman í þykkum kapli, en um ljós- leiðarana fara svo hvers konar stafræn gögn, sama hvort þar er um að ræða hljóð- eða myndsend- ingar, eða gagnastreymi Internets- ins. Cantat-3 sæstrengurinn er orð- inn 10 ára gamall og um margt tak- markaður í samanburði við Farice sæstrenginn sem tekinn var í notk- un í byrjun ársins. Cantat-3 tengir hins vegar Vestur-Evrópu við Norður-Ameríku og liggur þvert yfir Norður-Atlantshaf á milli Ís- lands og Færeyja, meðan Farice- strengurinn liggur frá Seyðisfirði til Skotlands, með viðkomu í Fær- eyjum. - óká LJÓSLEIÐARI Í ljósleiðurum er fjöldi glertrefjaþráða sem, líkt og nafnið ber með sér, leiða ljós á milli staða. Í ljósinu er svo falinn stafrænn gagnaflutningur sem farið getur fram á ör- skotshraða um lengri leiðir. Cantat-3 og Farice: Sæstrengirnir í stuttu máli Gagnaflutningsverð Farice lækkar með aukinni notkun Ríkisvaldið hefur ekki uppi ráðagerðir um að beita sér fyrir breytingum á verði gagnaflutninga um Farice-sæstrenginn. Forsvarsmenn fyrirtækisins benda á að verð gagnaflutninga um strenginn muni lækka með auknum viðskiptum. M YN D /A P FRAMKVÆMDASTJÓRI FARICE-SÆSTRENGSINS Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir fyrirtækið vel meðvitað um gagnrýni sem fram hefur komið á verðlagningu tenginga um strenginn, en kostnaður við þær er heldur meiri en við tengingar um CANTAT-3 sæstrenginn, þar sem gagnaflutnings- getan er takmarkaðri. STURLA BÖÐVARSSON samgönguráðherra FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.