Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 18
Hinn snjalli finnski stjórnandi Osmo Vänskä var hér á dögun- um að stjórna Sinfóníunni við mikinn fögnuð viðstaddra sem munu hafa fengið góðar veiting- ar í boði KB banka eftir konsert- inn með ilminn af poppkorninu sem liggur yfir Háskólabíói í nösunum. Samkvæmt blöðunum hafði Vänskä á orði að næst ætl- aði hann að stjórna þessari hljómsveit í alvöru tónlistar- húsi. Bjartsýnn maður. Koma hans var áminning. Í fyrsta lagi kemur hann í kjölfar mikillar umræðu um það hvern- ig í ósköpunum getur staðið á því að finnsk börn eru svona miklu gáfaðri en önnur börn. Aðgreinandi þátturinn í atlæti finnskra skólabarna reyndist eftir nokkra leit sennilega vera mikið listnám þessara barna, jafnt í myndlist sem tónlist. All- ir þeir sem kynnst hafa tónlist- arnámi barna vita að vandfund- in er betri leið til að þroska þau en sú glíma – öll börn búa yfir frjálsu sköpunarflæði og listirn- ar veita þessu flæði í form sem er ekki ferkantað, lokað og nið- urnjörvað heldur opið og enda- laust. Og svo minnti hann okkur á tónlistarhúsið sem enn er á svardaga-, nefnda- og ráð- stefnustiginu – enn á hikstiginu. Og á meðan svo háttar þá er tón- listinni, drottningu listanna, í bíóhús vísað. Einhvern veginn finnst manni í endurminning- unni að heitstrengingar ráða- manna um að „ákvörðun verði tekin á kjörtímabilinu“ um slíkt hús séu frá því um miðjan ní- unda áratug síðustu aldar – ætli þær séu ekki jafngamlar smokkaplakatinu? Einhver óg- urleg tregða virðist vera þar sem þetta hús er annars vegar, þrátt fyrir ráðherra á borð við Björn Bjarnason sem hafði ein- lægan vilja til að stuðla að bygg- ingu hússins. Borgarstjórnar- meirihlutinn þurfti að því er virtist að ræða þetta fram og aftur, í stað þess að gera bara eins og Kópavogsbúar gerðu undir forystu Sigurðar Geirdal og Gunnars Birgissonar: að reisa slíkt hús. Stundum sýnist manni að nokkuð skorti á að núverandi meirihluti í Reykjavík geri sér fulla grein fyrir því að menning- arverðmæti hafa gildi í sjálfum sér og þurfa ekki á neinu öðru að halda – ekki frekar en íþróttahús sem þessi meirihluti reisir þó án teljandi heilabrota; ekki hvarfl- ar að neinum að íþróttahöllin sem nú rís í Laugardalnum inn- an um alla tómu fótboltavellina eigi að nýtast sem hótel eða ráð- stefnuhús. Þar mun stokkið á stöng, kúlum grýtt og spjótum kastað og hlaupið í marga hringi, vegna þess að það hefur að sögn svo mikið forvarnargildi, og hætta talin á að æskulýðurinn ánetjist eiturlyfjum ef þetta er ekki stundað – sem vel má vera. En þegar kemur hins vegar að öðrum menningarverðmætum er meirihlutinn ekki í rónni fyrr en honum hefur tekist að reisa kringum þau hótel. Þannig var á sínum tíma tekin sú einkenni- lega ákvörðun að reisa hótel yfir ummerki frá sjálfu landnámi landsins, elstu menjar um byggð á Íslandi – og enn virðast stjórn- endur borgarinnar vera að reyna að réttlæta það bruðl og óráðsíu sem tónlistarhús sé með því að tengja öll áform um slíka byggingu við hótel og ráðstefnu- hald. Eftir miklar vangaveltur og lóðaflakk um borgina komst málið á rekspöl árið 2002 þegar þáverandi borgarstjóri og menntamálaráðherra tóku hönd- um saman og stefnt er að því að ljúka byggingu tónlistarhúss – með hinum niðurlægjandi og fullkomlega óþörfu aukafúnk- sjónum ráðstefnuhalds og hótel- rekstrar – árið 2006. Dugmikill maður, Stefán Hermannsson, borgarverkfræðingur til margra ára, stýrir verkinu og kannski fer svo á endanum að Osmo Vänskä auðnist að stjórna Sinfóníuhljómsveitinni í húsi sem reist er sérstaklega til að flytja þar tónlist. Vonandi. Hitt er óneitanlega sérkenni- legt að yfirvöld virðast ekki telja að óperuflutningur eigi heima í slíku húsi og leggja ekki eyrun við þrálátum tilmælum óperufrömuða um að endur- skoða þá ákvörðun. Borgaryfir- völd virðast á þeirri skoðun að ráðstefnur um til dæmis út- flutning á dilkakjöti eða eyrna- bólgur eigi betur heima í tónlist- arhúsi en óperur. Það er vissu- lega sjónarmið. Hitt virðist ljóst að sú þráhyggja borgaryfir- valda að ekki sé forsvaranlegt að reisa hús sem aðeins er helg- að tónlistinni hefur tafið þetta mál fram úr hófi og gerir enn. ■ E f ríkisstjórninni er annt um álit sitt og trúverðugleika áhún að fara að tilmælum stjórnarandstöðunnar ogleggja öll spil á borðið varðandi aðdraganda stuðnings- yfirlýsingarinnar við innrásina í Írak í fyrravor. Á Alþingi situr Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra nú undir ásökun- um um að vera tvísaga í frásögnum sínum um atburðarásina og við það verður ekki unað. Það þarf að skýra málið í smáatriðum fyrir Alþingi og þjóðinni. Sama dag og ráðist var inn í Írak, 20. mars 2003, bárust þær fréttir frá Washington, hafðar eftir blaðafulltrúa Hvíta húss- ins, að Ísland væri meðal þeirra ríkja sem lýst hefðu yfir stuðningi við innrásina. Þetta kom á óvart því ekkert hafði spurst út um að ríkisstjórnin hefði gert samþykkt í þessa veru né heldur að utanríkismálanefnd hefði verið kölluð saman til að ræða þessa ákvörðun eins og lög kveða á um þegar um „meiri háttar utanríkismál“ er að ræða. Raunar hefði mátt vænta þveröfugrar afstöðu miðað við málflutning Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi utanríkisráðherra, sem á Alþingi boðaði á þessum tíma friðsamlega lausn Íraksdeilunnar og lagði áherslu á að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna væri sam- stíga í ákvörðun sinni. Þótt alþingismenn og fjölmiðlar hafi margsinnis borið fram fyrirspurnir um það með hvaða hætti ákvörðunin var tekin hafa ráðherrarnir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, sem virðast lykilpersónur í málinu, vikið sér undan því að svara skýrt. Í Kastljósi Sjónvarpsins fyrir nokkrum dögum sagði Halldór Ásgrímsson að engin „formleg ákvörðun“ um stuðning við innrásina hefði verið tekin af ríkisstjórninni. Í umræðum sem urðu á Alþingi í lok síðustu viku virtist ráðherrann vera orðinn tvísaga. Þá sagði hann að stuðningurinn við innrásina hefði verið ræddur á ríkisstjórnarfundi 18. mars 2003 og sendi- ráði Bandaríkjanna tilkynnt um stuðning Íslands við hernaðar- aðgerðir í framhaldi af því. Felst ekki í þessum orðum að ríkis- stjórnin hafi þá tekið ákvörðun um stuðning við innrásina? Var það kannski „óformleg ákvörðun“? Og hvað er „óformleg ákvörðun“ þegar ríkisstjórn á í hlut? Þá kom fram í máli ráð- herrans að utanríkismálanefnd hefði verið skýrt frá aðdrag- anda ákvörðunarinnar á fundi 21. mars, daginn eftir innrásina. Málflutningur forsætisráðherra vekur fleiri spurningar en hann svarar. Hvað var bókað í fundargerð ríkisstjórnarinnar um málið? Var málið þannig kynnt á ríkisstjórnarfundinum að öllum ráðherrunum væri ljóst að haft yrði samband við banda- ríska sendiráðið og opinber stuðningsyfirlýsing gefin? Var einhver skoðanamunur innan ríkisstjórnarinnar? Og hvaða rök voru færð fram í málinu? Hvenær bárust tilmæli um þetta frá Bandaríkjastjórn og hvernig voru þau sett fram? Skjöl og gögn um öll þessi atriði þarf að opinbera. Nauðsynlegt er einnig að aflétta þeim trúnaði sem ríkir um fundinn í utanríkismálanefnd Alþingis 21. mars. Vel má vera að mörgum spurningum málsins sé svarað í fundargerðinni en þau svör – og önnur sem þar er ekki að finna – þurfa að koma fram opinberlega. Af hverju ætti ríkisstjórnin að hafna því ef hún hefur ekkert að fela? ■ 13. desember 2004 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Forsætisráðherra getur ekki setið undir ásökunum um að vera tvísaga í Íraksmálinu. Staðreyndir fram í dagsljósið FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG UM TÓNLISTARHÚS GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Borgaryfirvöld virð- ast á þeirri skoðun að ráðstefnur um til dæmis útflutning á dilkakjöti eða eyrnabólgur eigi betur heima í tónlistarhúsi en óperur. Það er vissulega sjónarmið ... ,, Enn á hikstiginu? Mútur á Íslandi Þrjú prósent Íslendinga kannast við að hafa greitt mútur á síðustu tólf mánuð- um. Þetta kemur fram í nýrri alþjóð- legri Gallup-könnun sem gerð var sam- tímis í 62 löndum. Gallup á Íslandi segir að þetta sé ekki hátt hlutfall mið- að við meðaltal allra landanna, sem var tíu prósent, en hins vegar mikið í samanburði við nágrannaríki okkar, en þar eru Íslendingar efstir ásamt Finnum og Norðmönnum. En hvað eru mútur? Hvað er átt við? Jón G. Hauksson, rit- stjóri Frjálsrar verslunar, veltir þessu fyr- ir sér á vefsíðunni heimur.is um helg- ina. Hann skrifar: „Ég man eftir að gert var grín að sjóurum sem létu tollara fá „flösku í vasann“ fyrir að líta undan. Davíð talaði um að sér hefðu verið boðnar 300 milljónir í mútur. Banka- stjórar fengu í gamla daga eplakassa og gæðavín sent heim til sín rétt fyrir jólin. Var það „takk fyrir“ eða mútur? Fyrirtæki bjóða stórum kúnnum í lax- veiði, í leikhús, í óperuna og á fótbolta- leiki erlendis. Eru það mútur eða bara saklaus gjöf sem gerir viðskiptin skemmtilegri? Æ skal gjöf gjalda.“ Ekki á vinnustaðinn Jón G. Hauksson telur mikilvægast að boð og hlunnindi séu uppi á borðinu og á allra vitorði hjá því fyrirtæki sem þiggi greiðann. „Ef ég ætti fyrirtæki vildi ég ekki að markaðsstjórinn minn færi í rándýra laxveiðiferð í boði fyrir- tækis sem skipt væri við án þess að ég vissi af því. Þess vegna skiptir öllu máli að allt sé uppi á borðinu. Ekkert pukur eða leynimakk.“ Jón klykkir út með þessum orðum: „Og fyrst jólin eru að koma segi ég bara að lokum eins og gamli banka- stjórinn sagði þegar höft og skömmtun voru allsráðandi í íslensku viðskiptalífi og múturnar voru og hétu: „Strákar mínir; eruð þið vit- lausir?! Ekki koma með vínflöskurn- ar og eplakass- ana á vinnu- staðinn til mín. Konan mín er heima og tekur á móti sending- unum, hún opnar bíl- skúrinn fyrir ykkur.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.