Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 59
MÁNUDAGUR 13. desember 2004 23 Íshokkílið Narfa fráHrísey átti góða ferð í höfuðborgina um helgina en liðið lék tvisvar við lið Bjarnarins úr Graf- arvogi og hafði sigur í báðum leikjum. Vannst sá fyrri 5-6 og sá seinni 3-4 og er staða nýliðanna orðin vænleg á Ís- landsmótinu en þó er talsvert eftir af mótinu enn þá. Jakob JóhannSveinsson úr Ægi náði þrettánda sæti í 200 metra bringu- sundi á Evrópu- meistaramótinu í sundi sem fram fór í Austurríki. Mótinu er lokið og var ár- angur Íslendinganna bærilegur en fá met voru þó sett. Jakob var þó tals- vert frá sínu besta og dugði árangur hans ekki til að komast í úrslit. Alvaro Recoba hjá Inter Milan erlíklegast á leiðinni til Parma eða Sampdoria eftir að hann og þjálfari Inter, Roberto Mancini, lentu í heift- arlegu rifrildi á æfingu. Var Recoba ekki í liði Inter um helgina þrátt fyrir að eiga stórleik í meistaradeildinni í vikunni og lét hann óánægju sína í ljós. Stórstjarnan ErnieEls er í þriðja sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum á Dunhill-mótinu sem fram fer í S-Afríku. Er um sama mót að ræða og Birgir Leif- ur Hafþórsson tók þátt í en náði ekki gegnum niðurskurðinn. Félagi Birgis, sem vann sér inn þáttökurétt á sama tíma og hann, Englendingur- inn Neil Chatham, er efstur en einn hringur er enn eftir af mótinu. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Hundaheppni hjá Skallagrími Átti fullt í fangi með 2. deildarlið Ljónanna í gær. KÖRFUBOLTI Ljónin í 2. deild tóku á móti Skallagrími úr Intersport- deildinni í 16 liða úrslitum bikar- keppni KKÍ & Lýsingar í körfuknattleik í Njarðvík í gær. Lið Skallagríms var heppið að fara með sigur af hólmi, 90-88, en mikil spenna einkenndi lokamín- útur leiksins. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og náðu mest 9 stiga forystu í fyrri hálfleik, 41-32. Skallagrím- ur átti gott áhlaup undir lok ann- ars leikhluta og staðan í leikhléi var jöfn, 45-45. Ljónin byrjuðu seinni hálfleik- inn vel og léku sterka svæðisvörn sem leikmenn Skallagríms þurftu smátíma til að aðlagast. Í lokaleik- hlutanum beitti Skallagrímur pressuvörn sem Ljónin leystu vel. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka komust heimamenn þremur stigum yfir, 86-83, með þriggja stiga körfu frá Friðriki Ragnarssyni. Clifton Cook svaraði með því að skora körfu og fá víta- skot að auki. Brotið var á bróður Friðriks, Ragnari Ragnarssyni, sem skoraði úr báðum vítunum og kom Ljónunum í 88-86 þegar 32 sekúndu voru til leiksloka. Ari Gunnarsson svaraði með þriggja stiga körfu tveimur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna og kom Skallagrími einu stigi yfir. Ljónin náðu ekki að svara og Hafþór Gunnarsson bætti við einu stigi úr vítaskoti og lokatölur urðu 90-88. „Við áttum að vinna. Það vant- aði smá samæfingu á köflum en það á ekkert að kenna því um. Við áttum bara að taka þennan leik. Ari setti þarna einn langan í smettið á okkur og það tryggði sigur,“ sagði Friðrik Ingi Rúnars- son, en Ljónin gerðu tveggja daga samning við hann fyrir leik- inn. Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, var sótillur að leikslokum. „Þetta var dæmigerð- ur baráttuleikur og það var virki- lega sætt að vinna svona smátt, sérstaklega í ljósi orðbragðsins á gömlu félögunum hérna í Njarð- vík. Það er alltaf mikið af vitleys- ingum sem sækir leiki hér,“ sagði Valur, ósáttur með öllu við þau skilaboð sem látin voru flakka úr stúkunni í gærkvöld. smari@frettabladid.is MUNIÐ ÞIÐ EFTIR MÉR? Friðrik Ragnarsson sýndi gamla takta gegn Skallagrími í gær en þessi fyrrum þjálfari fyrirliði Njarðvíkurliðsins á árum áður var með 10 stig og 7 stoðsendingar fyrir Ljónin gegn Skallagrími í gær. Mynd/Víkurfréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.