Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 61
MÁNUDAGUR 13. desember 2004 25 Svissneski knatt-spyrnudómarinn Urs Meier hefur lagt flautuna á hill- una eftir 27 ára feril. Meier er einna þekktastur fyrir að flauta af mark Sols Campbell í leik Eng- lendinga og Portú- gala á EM í sumar en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Portúgalar höfðu sigur. Breska tímaritið The Sun birti allt um heimahagi Meiers og þurfti hann að njóta lögregluverndar um tíma en honum barst mikið af hótunum. Að auki var brotist inn á heimasíðu kappans og sett þar inn fölsk afsökunarbeiðni til Englendinga vegna dómsins á EM. Argentínumaður-inn Jose Luis Cuciuffo, sem varð heimsmeistari í knattspyrnu árið 1986 í Mexíkó, lést á sunnudaginn af völdum voðaskots sem hann varð fyrir á veiðum. Cuciuffo, sem var varnarmað- ur í hinu fræga liði Argentínumanna, sem var drifið áfram af Diego Maradona, var 43 ára að aldri. Cuciuffo hafði hægt um sig í boltanum og lék mestmegnis í heimalandi sínu með liðum á borð við Talleres, Boca Juniors og Velez Sarsfield. Hann reyndi þó fyrir sér í frönsku deildinni á tímabili og lék m.a. með Reims. Gary Payton ogfélagar í Boston Celtics gerðu sér lít- ið fyrir og lögðu Seattle Supersonics 98-84 í annað sinn í vetur í NBA-körfu- boltanum í fyrrinótt. Payton, sem lék 13 tímabil með Super- sonics, skoraði 21 stig og gaf 5 stoðsendingar í leiknum. „Við neydd- um þá til að taka erfið skot og þau duttu ekki hjá þeim í kvöld,“ sagði Payton, sem var hylltur af áhorfend- um fyrir leikinn. Daniel Levy,stjórnarmaður hjá Tottenham í ensku úrvalsdeild- inni, brást harkalega við fréttum þess efnis að Glenn Hoddle, fyrrum knattspyrnust jór i liðsins, væri að kaupa hlut hans í liðinu. Samkvæmt breska blaðinu The People á Hoddle að hafa fundað með viðskiptajöfrum um að kaupa hlut Levy í liðinu. „Mín- ir menn hafa nú þegar boðið 65 milljónir punda í hlutinn en Levy vill 90 milljónir fyrir sinn snúð,“ sagði Hoddle. Tottenham er að snúa við slöku gengi vetrarins undir stjórn Martin Jol knattspyrnustjóra. Hinn brasilískiEdu, sem leikur með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, lét hafa það eftir sér um helgina að hann myndi ganga til liðs við Valencia á Spáni eftir leiktíðina. Samningur hans hjá Arsenal rennur út í vor og hefur kappanum ekki tekist að ná sam- komulagi við liðið um nýjan samn- ing. Mörg félög hafa sýnt Edu áhuga en sjálfur er hann ákveðinn í að fara til Valencia. „Ég mun tilkynna flutn- inginn í næsta mánuði,“ sagði Edu. Hinn nýgiftikylfingur Tiger Woods segir að ekki muni líða á löngu þangað til hann stofnar til fjöl- skyldu. „Ég vil ekki vera gamall pabbi,“ sagði Woods í síð- ustu viku. „Ég vil vera ungur enn og við munum ekki bíða of lengi með þetta,“ sagði Woods, sem verður 29 ára í lok þessa mánaðar. Hann er giftur Elin Nordegren, sem er sænsk. Woods fullyrðir að það að hann hafi verið einbirni eigi stóran þátt í því að hann vilji láta til skarar skríða. „Sjálf átti Elin systkini þannig að þetta verður nýtt fyrir mér.“ ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Kvennahandboltinn: Haukakonur vinna enn HANDBOLTI Haukakonur unnu sinn ellefta leik í röð í DHL-deildinni í handbolta í gær þegar þær unnu átta marka sigur, 20–28, á Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ. Stjarnan, sem var í þriðja sæti í deildinni fyrir leikinn, réð ekki við hið sterka lið Hauka sem hafði mikla yfirburði allan leikinn. Haukar hafa sex stiga forskot á lið ÍBV sem kemur næst eftir 29–36 sigur á Víkingum í Víkinni í gær. Þá unnu Valskonur Gróttu/KR, 25-20, og FH vann fjögurra marka heimasigur á Fram 24–20. Valur komst upp fyrir Stjörnuna í 3. sætið með sigrinum. ■ HANNA Á LEIÐ Í GEGN Hanna Guðrún Stefáns- dóttir sést hér brjótast í gegn á milli Stjörnu- stúlknanna Kristínar Clausen og Kristínar Guðmundsdóttur. Hanna og félagar hennar í Haukaliðinu hafa unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Fréttablaðið/E.Ól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.