Fréttablaðið - 14.12.2004, Page 1

Fréttablaðið - 14.12.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR KVENNAKÓR MEÐ TÓNLEIKA Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur heldur jólatónleika í Bústaðakirkju í Reykjavík klukkan hálf níu í kvöld. Stjórnandi er Jó- hanna V. Þórhallsdóttir, Aðalheiður Þor- steinsdóttir leikur á píanó, Tómas R. Ein- arsson á bassa og Wilma Young á fiðlu. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 14. desember 2004 – 342. tölublað – 4. árgangur ALLT Í EINU SKÍÐLOGAÐI Vélsmiðir, sem voru að sjóða saman rör í vélsmiðju í Garðabæ í fyrrinótt, lýsa skelfingu sinni eftir eldsprengingu á staðnum. Slökkvitæki réðu ekkert við eld sem upp kom þegar neisti komst í olíutunnu. Tjón nemur tugum millj- óna króna. Sjá síðu 4 SKATTSVIK SKEKKJA SAM- KEPPNI Formaður Rafiðnaðarsambands- ins telur hætt við að hér verði sama þróun og í Noregi og Svíþjóð þar sem svört at- vinnustarfsemi hefur aukist. Forsvarsmenn þriggja verkalýðsfélaga telja að auka þurfi eftirlit hins opinbera með skattgreiðslum. Sjá síðu 6 ABBAS ÖRUGGUR UM SIGUR Eftir- maður Jassers Arafat, sem leiðtogi PLO, þykir næsta öruggur um að verða forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Helsti keppinautur hans hefur dregið framboð sitt til baka. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 30 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 SNJÓKOMA EÐA ÉL EINKUM NORÐAN OG AUSTAN TIL. Stöku él annars staðar og bjart með köflum suð- vestan til. Frost um allt land. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Útflutningur vex: Hagvöxtur 7,4 prósent EFNAHAGSMÁL Samkvæmt bráða- birgðatölum frá Hagstofu Ís- lands var hagvöxtur á Íslandi 7,4 prósent á milli þriðja ársfjórð- ungs í fyrra og í ár. Hagöxtur hefur ekki mælst svo mikill síðan á fyrsta ársfjórðungi árið 2001. Útflutningur vex mjög á þrið- ja fjórðungi í ár miðað við í fyrra. Þetta veldur því að hag- vöxturinn er meiri en flestir gerðu ráð fyrir. Þó slá greining- ardeildir bankanna þann var- nagla að tölurnar eru bráða- birgðatölur. Samneysla vex mun hægar en aðrir þættir í efnahagslífinu. Þetta er ólíkt því sem einkenndi uppsveifluna um aldamótin þegar samneyslan jókst mun hraðar. - þk Sjá síðu 20 HEILBRIGÐISMÁL Á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi eru nú 102 einstak- lingar sem bíða eftir varanlegri vistun utan spítalans. Á LSH njóta þeir hjúkrunar og umönnunar, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra sem undir- strikar mikilvægi þess að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða og unga fatlaða einstaklinga. Anna Lilja sagði að þessir ein- staklingar ættu ekki eftir að fara í dýrar rannsóknir. Engu að síður væri kostnaður við dvöl þeirra á LSH meiri heldur en hann myndi vera á hjúkrunarheimilum. Hún kvaðst ekki hafa handbærar tölur um hve mikill hann væri. Samkvæmt nýjum stjórnunar- upplýsingum spítalans fyrir janú- ar-október 2004 sýndi rekstrarupp- gjör LSH eftir tíu mánuði 188 millj- ónir umfram fjárheimildir tíma- bilsins eða 0,8%. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrar- gjöld 1,5% umfram áætlun. Kostn- aður við S-merkt lyf hefur aukist um tæp 10% á einu ári en annar lyfjakostnaður lækkað um 3,5%. Rekstur flestra sviða er innan áætl- unar. Í takt við áherslu spítalans um eflingu dag- og göngudeilda fjölgar komum á göngudeildir spítalans um 5,5% frá fyrra ári. Komum á slysa- og bráðamóttökur spítalans hefur fjölgað um 2,9% frá fyrra ári, þó stefnt hafi verið að fækkun þeirra. Fjöldi lega/sjúklinga á legu- deildum stendur nokkurn veginn í stað en legutími styttist úr 8,8 dög- um í 8,2 daga og komum á dagdeild- ir fækkar um 7,9%. Fæðingum fjölgar um 4,6%. Komum á blóð- skilunardeild fjölgar um 16,5%. Notkun á sjúkrahústengdri heima- þjónustu hefur sífellt verið að aukast með áherslu á styttri legu- tíma. Heimsóknum sjúkrahús- tengdrar heimaþjónustu fjölgar um 8,3% á einu ári. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga eða um tæpt 1% á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sömu mánuði síðasta árs. Aukning- in er sem fyrr mest í dagdeildarað- gerðum á augum en einnig fjölgar aðgerðum í almennum skurðlækn- ingum, öðrum augnskurðlækning- um, barnaskurðlækningum, bækl- unarskurðlækningum, heila- og taugaskurðlækningum og æða- skurðlækningum. jss@frettabladid.is BRUNI Eldur kom upp á matsölu- staðnum Kebabhúsinu í Lækjar- götu 2 í gærkvöld. Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins var kallað út klukkan hálf níu og var allt tiltækt lið sent á staðinn auk þess sem kallað var á slökkviliðsmenn á aukavakt þar sem um timburhús í hjarta miðborgarinnar var að ræða. Mikinn reyk lagði frá staðn- um sem barst bæði um Lækjar- götu og Austurstræti. Þremur stórum dælubílum, tveimur rana- bílum og nokkrum sjúkrabílum var því stefnt á svæðið. Húsið er samtengt fleiri timburhúsum, meðal annars Hressingarskálan- um. Rýma þurfti kaffihús í sam- liggjandi húsi vegna reyks. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn. Að slökkvistarfi loknu voru stokkar og klæðning rifin innan úr húsinu til að ganga úr skugga um að glæður leyndust ekki í því. Eldurinn kom upp í steikingarpotti. - ghg ● disney-fígúra í biblíusögunum Jesús á baki Eyrnaslapa Sunnudagaskólinn: ▲ SÍÐA 34 ● heilsa ● jólin koma Knús er besta jólagjöfin Hemmi Gunn: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Glæsileg jólahandbók frá Sony Center fylgir blaðinu í dag! 10 Opið í dag 10-22 dagar til jóla Jólagjafahandbókin - vinningsnúmer dagsins: 87209 Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar MINNINGARSTUND Í LÁGAFELLSKIRKJU Ættingjar og vinir Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa fengið höfuðhögg á sveitakránni Ásláki aðfaranótt sunnudags, komu saman í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í gærkvöld þar sem fram fór bænastund. Fjölskylda Ragnars heimilaði myndatökur við minningarathöfnina. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni. Sjá nánar á síðu 2 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Yfir 100 manns fastir á Landspítalanum Rúmlega 100 einstaklingar eru innlyksa á Landspítala - háskólasjúkrahúsi þar sem hjúkrunarrými eða búsetuúrræði skortir fyrir þá. Ekki eru handbærar tölur um dvalarkostnað þeirra á spítalan- um en framkvæmdastjóri segir hann hærri heldur en ef þeir dveldu á hjúkrunarheimilum. SLÖKKVISTÖRF VIÐ KEBABHÚSIÐ Í LÆKJARGÖTU Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu í gærkvöld þegar eldur kom upp í timburhúsi. Miðborgin: Eldsvoði í gömlu timburhúsi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.