Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 4
4 14. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Biðlistar eftir skurðaðgerðum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hafa styst um tæp 20% frá nóvember í fyrra. Þetta kemur meðal annars fram í nýjum stjórnunarupplýs- ingum fyrir janúar - október á þessu ári. Nú bíða 233 einstaklingar eftir almennri skurðaðgerð en í fyrra biðu 706. Flestir þeirra bíða eftir aðgerð vegna vélindabakflæðis og þindarslits, eða 100 einstaklingar, og er meðalbiðtíminn rúmir 7 mánuðir. Í fyrra biðu 303 eftir slíkri aðgerð og var meðalbiðtím- inn þá rúmir 13 mánuðir. Að auki hafa biðlistar styst eftir aðgerð í bæklunarlækningum, háls-, nef- og eyrnalækningum, lýtalækning- um og æðaskurðlækningum. Biðtíminn hefur verið hvað lengstur eftir aðgerð á augasteini en eftirspurn eftir slíkri aðgerð hefur stóraukist á síðustu árum. Nú bíða 1.257 eftir aðgerð á auga- steini og er meðalbiðtíminn tæpt eitt ár, þrátt fyrir nærri 20% fjölgun slíkra aðgerða á þessu ári. Í fyrra biðu 1.208 eftir aðgerð á augasteini. ■ Allt í einu skíðlogaði allt Tveir vélsmiðir, sem voru að sjóða saman rör í vélsmiðju í Garðabæ í fyrrinótt, þegar neisti komst í olíutunnu, lýsa skelfingu sinni eftir eldsprengingu á staðn- um. Slökkvitæki réðu ekkert við eldinn. Tjónið nemur tugum milljóna króna. Hlynur Hreiðarsson vélvirki var að slípa og sjóða saman rör fyrir Hitaveitu Suðurnesja ásamt öðr- um vélvirkja þegar neisti fór úr slípirokk í nálæga tunnu fulla af olíu við útvegg vélsmiðjunnar. Eldurinn blossaði upp. Nálægt ol- íutunnunni voru málningaraf- gangar og þar héngu líka vinnugallar. Vélsmiðirnir gripu nálæg slökkvitæki og tæmdu þau en allt kom fyrir ekki. Húsið varð alelda á örskammri stundu. „Allt í einu skíðlogaði allt. Það var eldhaf. Við reyndum að beita slökkvitækjum en hringdum svo í slökkviliðið,“ sagði Hlynur eftir hádegi í gær þegar hann var mættur aftur í vinnu eftir að hafa farið heim um morguninn og lagt sig. „Þetta var skelfilegt. Þetta gerðist ansi hratt. Maður er í sjokki. Ég skil ekki hvernig þetta hefur gerst. Eldurinn hlýtur að hafa náð í eitthvað sem vanalega næst ekki í,“ sagði hann. „Það var pollur á gólfinu og allt í einu skíðlogaði allt.“ Eldurinn kom upp um fimm- leytið í fyrrinótt þegar vél- virkjarnir voru að klára verkið. Hlynur segir að á nokkrum sek- úndum hafi þeir séð að ekki yrði neitt við eldinn ráðið og flýttu þeir sér þá út úr húsinu. Slökkvi- lið kom á staðinn skömmu síðar. Jón Þór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri vélsmiðjunnar, segir að að mestu leyti hafi verið búið að slökkva eldinn þegar hann hafi komið á staðinn í gærmorg- un. Hann telur að tjónið hlaupi að minnsta kosti á tugum milljóna króna. Húsinu verði lokað, bráða- birgðarafmagn tengt í það og hita komið á svo að hægt verði að hefja störf. Grindin sé að mestu heil en það taki nokkra mánuði að taka alla klæðningu utan af hús- inu og klæða það upp á nýtt auk þess sem það þurfi að hreinsa hús- ið og endurnýja að innan. ghs@frettabladid.is ■ BANDARÍKIN ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Skerð þú út laufabrauðskökur? Spurning dagsins í dag: Hefur þú svikið undan skatti? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 66.5% 33.5% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun BAÐST LAUSNAR Pedro Santana, forsætisráðherra Portúgals, hef- ur beðist lausnar fyrir hönd ríkis- stjórnar sinnar, tæpum fimm mánuðum eftir að stjórnin komst til valda. Santana tók við embætti af Jose Manuel Barroso sem hætti til að verða forseti fram- kvæmdastjórnar ESB. Kosið verður til þings 20. febrúar. SJÖ ÁN BÍLBELTIS Sjö ökumenn voru teknir í Ólafsfirði snemma í gærmorgun fyrir að nota ekki ör- yggisbelti. Þá voru sex teknir af lögreglunni í Ólafsfirði fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók var á 121 kílómetra hraða en hin- ir voru allir á yfir 110 kílómetra hraða. Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun VÉLSMIÐJAN BRANN Hlynur Hreiðarsson vélvirki og Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Sigurðar Jónssonar. Neisti frá slípirokk komst í olíutunnu í fyrri- nótt og varð húsið alelda á örskammri stundu. Nálæg hús voru ekki í neinni hættu enda stóð reykurinn út á hraunið á bak við vélsmiðjuna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Landspítali - háskólasjúkrahús: Biðlistar eftir aðgerðum hafa styst AUGNAÐGERÐIR Eftirspurn eftir aðgerðum á augasteini hef- ur stóraukist á síðari árum. NÝ BRÚ Brúin yfir Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi. Snæfellsnes: Brú styttir akstursleið SAMGÖNGUR Akstursleiðin milli Stykkishólms og Grundarfjarðar hefur styst um sjö kílómetra eftir að ný brú yfir Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi var opnuð fyrir um- ferð í gær. Verkið kostaði um 900 milljón- ir króna og verktakinn lauk því tíu mánuðum á undan áætlun. Nú þurfa vegfarendur ekki lengur að aka um Kolgrafarfjörð en vegur- inn um hann hefur oft reynst öku- mönnum erfiður vegna veðurofsa. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra ók fyrsta bílnum yfir brúna en sextíu bíla lest fylgdi í kjölfarið. - ghg ÞYBBINN EN VINNUFÆR George W. Bush er við góða heilsu og vinnufær, þetta er niðurstaða ár- legrar læknisrannsóknar Banda- ríkjaforseta. Sjálfur sagði hann þó eftir læknisrannsóknina að hann væri orðinn nokkuð þybb- inn, líklega vegna allra kleinu- hringjanna sem hann borðaði í kosningabaráttunni. MESTA GÆSLA TIL ÞESSA Öryggis- gæslan á embættistöku George W. Bush Bandaríkjaforseta í næsta mánuði verður meiri en á nokkurri embættistöku til þessa að því er fram kemur í The New York Times. Fjölmennt lögreglulið verð- ur á vakt, hermenn í viðbragðs- stöðu og mikið eftirlit úr lofti. Samkomuhúsið Akureyri: Nýr ljósa- búnaður LEIKHÚS Verið er að ljúka við að setja upp nýjan ljósabúnað í Sam- komuhúsinu á Akureyri. Að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar leik- hússtjóra er um að ræða viðbót við eldri ljósabúnað en með tilkomu nýju ljósanna verði lýsingin í hús- inu eins og best verði á kosið. Akureyrarbær greiðir kostnaðinn sem hljóðar upp á 3,2 milljónir króna. Magnús Geir sagði nauðsynlegt hafa verið að bæta ljósabúnaðinn í Samkomuhúsinu, ekki síst vegna stórra sýninga eins og á söngleikn- um Óliver þar sem leikið væri úti í sal og upp um veggi. -kk Ferðamálaráð: Framlög lækka mikið FERÐAÞJÓNUSTA Fjárveitingar til markaðsverkefna í ferðaþjónustu verða 150 millj- ónir samkvæmt fjárlögum. Það er 170 milljón- um króna lægri upphæð en veitt var í verkefnið á þessu ári. L æ k k u n i n nemur þeirri upphæð sem varið var í sam- starfsverkefni erlendis á þessu ári. Einstaka fyrirtæki hafa túlkað verkefnið sem ríkisstyrki til ferðaþjónustu- fyrirtækja og Iceland Express lagði þess vegna fram kæru til Eftirlitsstofnunar EFTA. Magnús Oddsson ferðamála- stjóri segir að þessar háværu raddir hafi eðlilega náð eyrum ráðamanna og því hafi fjárfram- lögin verið skorin niður. - ghg MAGNÚS ODDSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.