Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 15
ENGINN REYNDI AÐ STRJÚKA ÚR FANGELSUM Á SÍÐASTA ÁRI Samkvæmt ársskýrslu Fangelsismálastofnunar. SVONA ERUM VIÐ SJÓNARHÓLL 15ÞRIÐJUDAGUR 14. desember 2004 Í síðustu viku voru brennd á Reykja- nesi hræ fjögurra hrossa sem höfðu greinst með miltisbrand. Upptökin eru ókunn og litlar líkur taldar á að þau finnist. Dagbjartur Einarsson, útgerðarmað- ur í Grindavík, segist ekki óttast þennan vágest. „Ég verð nú að við- urkenna að ég er ekki búinn að velta mér mikið upp úr þessu. Ég hef heyrt talað um þetta en er svo sem ekkert hræddur. Það er að minnsta kosti ekki á prjónunum að grafa upp garðinn.“ Dagbjartur á jarðir úti á landi, Svefneyjar á Breiðafirði nánar tiltek- ið, og óttast ekki hót að miltis- brandur stingi sér þar niður. „Það hefur ekki einu sinni hvarflað að mér. Ég á þrjár kindur þarna en þær eru í gistingu í Flatey á veturna.“ Dagbjartur á líka nokkrar kindur í Grindavík og er forðagæslumaður og vinnur við að telja dýrin. Hann hefur aldrei orðið vitni að þess kon- ar ógæfu að skepnur taki slíka sótt að það verði að fella þær. „Ég hef aldrei upplifað það enda er þetta mjög sjaldgæft. Það eru rúm 40 ár síðan eitthvað slíkt gerðist. Maður hleypur því ekki upp til handa og fóta þó maður heyri af einu tilfelli, þótt alvarlegt sé. Ég er sallarólegur.“ Miltisbrandur á Reykjanesi þeim loknum verður þráðurinn tekinn upp á ný og unnið fram að þingfrestun sem áætluð er 11. maí. Á nýju ári er gert ráð fyrir að halda 51 þingfund og nokkrir dagar fara í nefndastörf og sitthvað fleira. Ekki er að efa að ný lög verða samþykkt í bunkum á þeim tíma. Stjórnmálaáhugamenn segja undarlegt hve fá frumvörp urðu að lögum á haustþinginu og segjast ekki reka minni til að þau hafi verið jafn fá í langan tíma. Athugun leiðir í ljós að þetta er rétt og er það álit manna að stólaskipti formanna stjórnarflokkanna hafa haft sitt að segja. Eðlilegt sé að það taki nýjan forsætisráðherra tíma að finna sinn takt við verkstjórn ríkisstjórnarinnar. Margir fagna því raunar að lögin séu ekki fleiri og vildu helst sjá þau enn færri. Málgleðin misjöfn Þingmenn hafa verið misiðnir við þingstörf vetrarins og allur gangur á hvort þeir tala mikið eða lítið. Varast ber að taka ein- ungis mið af þeim tíma sem þingmenn verja í ræðustóli og álykta út frá honum um iðni ein- stakra þingmanna en einhverjar ályktanir má þó draga af því. Á meðan sumir þingmenn hafa varið mörgum klukku- stundum í púlti hafa aðrir rétt stigið þar fæti. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, hef- ur flutt 69 ræður í vetur og gert 77 athugasemdir við mál ann- arra. Samtals hefur hann varið í þetta á þrettándu klukkustund. Össur Skarphéðinsson, Samfylk- ingunni, hefur flutt 59 ræður en gert 98 athugasemdir og hefur mál hans samtals tekið um tólf tíma. Á níu klukkustundum hef- ur Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, flutt 53 ræður og gert 47 athugasemdir. Formönnum stjórnarflokkanna hefur ekki verið jafn mikið niðri fyrir. Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki, hefur flutt 46 ræður og gert 20 athuga- semdir og notað til þess tæpar fjórar klukkustundir og Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokki, hef- ur flutt 14 ræður og gert 16 at- hugasemdir og varið til þess rúmum einum og hálfum tíma. Guðrún Ögmundsdóttir, Sam- fylkingunni, er líkast til sá þing- maður sem hvað minnst hefur látið að sér kveða við þingstörf- in í vetur en hún hefur talað í heilar fjórar mínútur. bjorn@frettabladid.is GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR Talaði í samtals fjórar mínútur á haustþinginu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.