Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 21
3ÞRIÐJUDAGUR 14. desember 2004 Gjafabréf Í gegnum árþúsundir hafa Kínverjar þróað fullkomnar aðferðir til eflingar líkama og heilsu Heilsurækt Sérhæfð heilsumeðferð Dekur fyrir karla og konur Tek á móti dekurhópum Heitur pottur, gufa og fleira ATH. fleiri tilboð Skeifan 3 • Sími 553 8282 • www.heilsudrekinn.is FJÖLVÍTAMÍN MEÐ GINSENG FÆST Í APÓTEKUM, HAGKAUP, NETTÓ, SAMKAUP, SPARKAUP, NÓATÚNI, ÚRVALI OG STRAX. Aukin líkamleg orka og andleg vellíðan Kjúklingamánar er nýjung í fullunninni matvöru frá Matfugli. Þeir eru með ljúffengri fyllingu úr 6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. – Lostæti með lítilli fyrirhöfn Með ljúffengri fyllingu úr ostum og öðru góðgæti Tvær nýlegar rannsókn- ir sem birtust í banda- rísku læknatímariti sýna að þeir sem borða mat sem kenndur er við Mið- jarðarhafið eiga síður á hættu að fá hjartasjúk- dóma og eiga jafnvel von á að lifa lengur. Í Miðjarðarhafs- mataræði er uppistaðan gróft kornmeti, ferskt grænmeti, fiskur og fjölómettuð fita en minna er um kjöt, mjólkurvörur og mettaða fitu. Þetta er maturinn sem helst er borðaður á ítölskum og grísk- um heimilum og vinsældir hans aukast sífellt á heimsvísu. Önnur rannsóknin beindist að sambandi þessa mataræðis og langlífis. Rannsökuð var takmarkuð áfengis- neysla, Miðjarðarhafs- mataræði, regluleg lík- amsþjálfun og reyk- leysi. Niðurstaðan var að þeir sem fylgdu Mið- jarðarhafsmataræði voru mun líklegri til að lifa lengur en þeir sem sinntu öllum hinum þáttunum en létu mataræðið eiga sig. Hin rannsóknin sýndi að þeir sem fylgdu Miðjarðarhafsmatar- æði léttust, blóðþrýstingur lækk- aði og efnaskiptin urðu hraðari. ■ Sykursýki er efnaskiptasjúkdóm- ur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Orsök sykur- sýki er ekki þekkt og sjúkdómur- inn er ólæknandi en með réttri meðhöndlun er hægt er að halda sjúkdómnum í skefjum og forðast fylgikvilla. Þetta kemur fram á vefsíðunni efnaskipti.com sem Rafn Benediktsson læknir heldur úti, en hann er meðal annars sér- fræðingur í sykursýki. Rafn segir sykursýki skiptast í tvennt, sykursýki 1 og 2 og séu 90 prósent sykursjúkra með tegund tvö sem leggist aðallega á full- orðna sem oft hafa sterka ættar- sögu tengda sykursýki. Bris- kirtillinn framleiðir insúlín sem er frumum líkamans nauðsynlegt, en við sykursýki tvö verður rösk- un á virkni insúlínsins og nýtist það mjög illa, auk þess sem starf- semi briskirtilsins sjálfs getur raskast. Tegund 1 leggst aðallega á ungt fólk sem hefur ekki sterka ættarsögu og kemur til þegar brisið hættir að framleiða insúlín og gerist það oft í kjölfarið á ónæmisröskun og getur það gerst á örfáum vikum. „Erlendis hefur tíðni sykursýki verið að hækka talsvert og eitt- hvað hérna á Íslandi. Ekki eru til neinar tölur yfir það en aukning er greinanleg þó hún teljist ekki mikil hérlendis,“ segir Rafn. Hann bætir því við að engin þekkt orsök sé fyrir þessari aukningu en líklegast sé að breyting á lifnaðar- háttum okkar og hækkuð tíðni offitu skipti þar stóru máli. Einkenni sykursýki stafa ann- ars vegar af of miklum sykri í blóði og hins vegar af skorti á sykri í frumum. Fyrstu einkenni sykursýki eru þorsti og tíð þvag- lát en þegar blóðsykurinn hækkar þá fer sykurinn að skila sér út með þvagi. Þegar frumurnar vantar hins vegar sykur brýtur líkaminn nið- ur fitu til að verða sér úti um orku og þá safnast niðurbrotsefni fitu, sem kallast ketónar, upp í líkam- anum og getur það komið fram í illa lyktandi andardrætti. Mikið magn af ketónum getur verið hættulegt. Önnur einkenni eru þreyta, þokusýn, þyngdartap og svengdartilfinning. Ómeðhöndluð sykursýki leiðir til alvarlegri ein- kenna. ■ Röskun á sykurmagni líkamans Tíðni sykursýki virðist vera að hækka án þekktrar ástæðu þó svo breyttir lifnaðarhættir og aukin offita eigi þar sennilega hlut að máli. Líklegt er að breyttir lifnaðarhættir okkar valdi aukinni tíðni sykursýki hjá fólki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Gott að borða suðrænt Grískur og ítalskur matur auka líkur á langlífi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.