Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 23
5ÞRIÐJUDAGUR 14. desember 2004 SLAKAÐU Með hverju tæki fylgir Tiger Balm hitasmyrsl frítt með í kaupbæti. Nánari upplýsingar í verslunum Heilsuhússins Þetta handhæga nuddtæki kostar aðeins kr. 3.395,- Svæðanudd og nálastungur eru algengar aðferðir til að vinna á sjúkdómum og bæta líðan. Family Doctor AK-2000-II er nýtt nuddtæki sem gefur frá sér örlitla en hvassa rafpúlsa sem vinna út frá sömu lögmálum og hinar fyrrnefndu þekktu aðferðir. Tækið býður upp á 6 mismunandi stillingar rafpúlsa. Við tækið sjálft eru tengdir tveir pólpúðar sem festir eru á líkamann og er styrkur rafpúlsanna stillanlegur. Kjörið er t.d. að setja pólpúðana á bólgna axlar- og/eða hálsvöðva á meðan unnið er við tölvuna eða setið fyrir framan sjónvarp. Frábært nuddtæki fyrir bólgur og spennu í vöðvum K R A FT A V ER K Innihaldið skiptir ekki máli Starfsfólk á Fosshótel Lind útbýr jólapakka með engu innihaldi og notar þá sem skraut. „Við mætum alltaf einu sinni fyrir jólin til að koma okkur í jólaskap og föndrum hitt og þetta og þar á meðal tökum við kassa sem koma til okkar frá birgjum, pökkum þeim fallega inn og setjum þá við tréð,“ segir Sigrún Hjartardóttir, hótelstýra á Fosshótel Lind. „Hver hefur sinn stíl og eru það bæði börn og fullorðnir sem pakka pökkunum, og krökkun- um finnst það gaman þegar þau koma svo hingað og þekkja sinn pakka,“ segir Sigrún. Jólin byrja á Fosshótel Lind þessa kvöldstund þegar allir hittast saman yfir föndri. „Þetta þjappar fólki saman og gaman er að sjá börnin með á hverju ári,“ segir Sigrún. Yfirleitt reyna þau að skreyta allt í lok nóvember rétt fyrir fyrsta jólahlaðborðið. Ásamt pökkunum settu þau negulnagla í mandarínur og appelsínur og skreyttu með þeim. „Gestir okkar dást að pökk- unum og eru að sjálfsögðu for- vitnir um hvað þeir hafa að geyma en þá bendum við á að innihaldið skiptir ekki máli,“ segir Sigrún. ■ Jólaspurning dagsins Hvert er uppáhaldsjólaskrautið þitt? „Jólaljós og jólaseríur.““ Arna Smáradóttir Varnaðarorð dagsins Gömlu jólaljósin geta verið varasöm. Margir eiga gömul og falleg jóla- ljós sem eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Sum ljós eru jafn- vel áratuga gömul og eru í notkun hjá annarri eða þriðju kynslóð. Rétt er að láta líta á þessi ljós því oft vilja leiðslurnar trosna og klærnar brotna. Oft má gera þessi ljós sem ný, en þau geta verið varasöm ef þau fá ekki nauðsyn- legt viðhald. ■ Jólasiðir víða um heim: Spánn Á Spáni koma vitringarnir þrír með gjafir til barnanna 5. janúar, en þá setja börnin skóna sína á útidyratröppurnar og fylla þá af stráum. Vitringarnir taka stráin og skilja eftir gjafir í staðinn. Spænsk börn elska vitringana, sérstaklega Baltasar. Sigrún Hjartardóttir við jólatréð ásamt pökkunum sem starfsfólkið skreytir. Starfsfólk á Fosshótel Lind skreytir pakka og setur undir tréð á hverju ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.