Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 38
26 14. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Fréttablaðið mun bjóða öllum lesendum sínum frítt inn í garðinn til jóla og verður margt við að vera. ÞÉR ER BOÐIÐ Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINN! Fréttablaðið er komið í hátíðarskap! Dagskráin þriðjudagurinn 14. desember: Mest notaði fjölmiðill á Íslandi - daglega 10:30 Hreindýrum gefið 10:45 Jólasaga lesin í Jólaveröldinni 11:00 Selum gefið 11:30 Refum og minkum gefið 13:00 Leiðsögn um fiskasafnið 13:30 til 17:00 Handverksmarkaðurinn opinn 14:00 Svínum hleypt út ef veður leyfir 14:00 Stúfur kemur í heimsókn 14:00 til 15:00 Hestvagnaferðir 15:00 Fálkunum gefið 15:30 Hreindýrum gefið 15:45 Dýrum í smádýrahúsi gefið 16:00 Selum gefið 16:15 Hestum, geitum og kindum gefið 16:30 Svínum gefið og mjaltir í fjósi. nánari upplýsingar á www.mu.is Yndisauki sælkeraverslun // I‹U-húsinu 2. hæ› // s. 511 8090 // www.yndisauki.is SÚPA, SALÖT, SAMLOKUR Í Yndisauka bjó›um vi› upp á tilbúna sælkerarétti, súpu, salöt og óvenju girnilegar samlokur. Hollt og brag›- gott í hádeginu og frábært á öllum ö›rum tímum dagsins! F í t o n / S Í A Það er erfitt að vera fíkill í des- ember. Fíklum finnst fátt betra en að fá utanað- komandi sam- þykki fyrir neyslu sinni og hegðun og í jólageðveiki þessa mánaðar sendir samfélagið okkur skýr skilaboð um að allt sé leyfilegt. Áfengisneysla er aldrei jafn sjálfsögð og glöggið flæðir út um allt þannig að jafnvel afturkreistar og löghlýðnar skrifstofublækur telja sér allt í einu heimilt að aka undir áhrifum. Um ofátið þarf ekki að hafa mörg orð en mánuðurinn gengur út á að raða í sig gumsi af hlaðborðum og byrgja sig upp af sælgæti. Allri geggjuninni fylgir svo inn- kaupaæði ársins þar sem verslunar- fíklar geta grímulaust tapað sér í fíkn sinni og þurfa ekki að skamm- ast sín fyrir neitt enda innkaupin öll framin í anda náungakærleikans sem réttlætir einnig ofátið og ölv- unaraksturinn. Fíklar hugsa ekki um neitt nema sjálfa sig í ellefu mánuði á ári en fá svo að tapa sér gjörsamlega í neyslunni í desember þegar draumaréttlætingin verður að lögmáli og allir eru að gera allt fyrir aðra. Eða þannig sko. Ég er ekkert efnaðari en í síð- asta mánuði en nú finnst mér alveg sjálfsagt að ég fjárfesti í nýrri þvottavél, tölvu, bókastöflum, DVD-diskum og alls konar drasli. Það sem bjargar mér í þessu ati er hliðarfíkn sem ég kom mér upp þegar ég hætti að drekka. Piparkök- ur eru mitt dóp í desember. Mig langar ekkert í piparkökur í júlí en um leið og þær fylla hillur stór- markaðanna í nóvember byrja ég að éta, og ég ét og ét og ét. Ég fylli jólatómarúmið innra með mér með piparkökum og losna því við að ausa dóti, mat og brennivíni ofan í ginnungagapið. Jamm, fíklar góðir, svona eru jólin og þar sem það er í anda jól- anna að miðla af reynslu sinni minni ég á að það þarf ekki nema eina rauðvín með matnum á aðfangadag til að eyðileggja jólin. Piparkökur gera hins vegar engum illt. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON TEKST Á VIÐ FÍKNIR MEÐ PIPARKÖKUÁTI Fíklajól M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Hahahaha! Þú ert ekkert léttari þó þú standir á tán- um! Hvað varstu að spá Elza? Komdu hérna og ég skal segja þér það! Hugsaðu Günther! Verið öll velkomin á Tækni- minjasafn Íslands. Af hverju gerir þú mér þetta mamma? Geri hvað? Tæknin er hluti af okkar daglega lífi. Talar við fólk! Sú eina sem ég hef talað við er Sara! Stór tækni og lítil tækni, tæknin er alls staðar. Já, og þú átt ekki að segja henni ævisögu mín! (Huh) Ertu hrifinn af henni? Er eitthvað sem þið vilijið spyrja um? AF HVERJU ÉG? Oh, þetta er svo spennandi! Á STRÖNDINNI Mjáááá! Góðan daginn! Vá! Hvað hef ég gert til að eiga svona hugul- semi skilið? Solla stíflaði klósettið, ég er á leiðinni á fund og ég veit hvað þér finnst leiðinlegt að losa klósett áður en þú færð fyrsta kaffibollann. Ah, rómantíkin yndislega!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.