Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 17. nóvember 1974 Sunnudagur 17. nóvember 1974 sh Vatnsberinn (20. ian.—18. febr.) Meðan þú gætir að heilsufarinu og styrkir likamann, er allt i lagi i dag. Ennfremur: Þu ræður málum þinum sjálfur og tekur þinar ákvarðanir sjálfur — og lætur ekki neinn hafa áhrif á þig i dag. Fiskarnir (19. febr,—20. mar . Sennilega verður dagurinn rólegur og þægi- legur, og þú ættir að nota hann til að sinna and- legum efnum. Fjölskyldan er undir mjög góðum áhrifum frá þér, og það er sérlega rómantiskur blær yfir kvöldinu. Hrúturinn (21. marz—19. april) Þú skalt reyna að vera hugmyndarikur i skemmtunum og hvers konar endurnýjun — þú ættir meira að segja að leggja þig fram um að losa þig úr viðjum vanans. Taktu þátt I sam- kvæmum i kvöld. Nautið (20. april—20. mai) Þú ættir að huga meira að menningarlegu hliðinni i eðli þinu og rækta með þér þá hugsun, að þú hafir eitthvað með slikt að gera. 1 dag skalt þú hlýða rödd samvizku þinnar og ekki láta aðra hafa nein áhrif á þig. Tviburarnir (21. mai—20. júni) Þaö, sem þér fannst áður aukaatriði, fær nú aukna þýöingu. En mundu það i dag, að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Ef þú gætir þin vel og neytir alls i hófi, ætti morgundagurinn að geta oröið hinn ánægjulegasti. Krabbinn (21. júní—22. júlí) Þetta litur út fyrir aö vera ágætur dagur. Þú skalt sinna áhugamálunum og ööru skemmti- legu, meðan timi er til, þvi að það litur út fyrir, að meö kvöldinu gerist eitthvað, sem gerir strik I reikninginn og eyðileggur allar áætlanir. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Eitthvað hefur komiö fyrir á vinnustaðnum, sem þú skalt nota daginn i dag til að kippa I lag. Slmtal eöa vinarvottur gæti gert kraftaverk. Annars skaltu sinna fjölskyldunni sem mest I dag og búa þig undir morgundaginn. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þú skalt gæta þess alveg sérstaklega að tala ekki af þér I dag. Þú skalt hafa það hugfast, að áform þin koma engum við nema sjálfum þér og þinum allra nánustu. Svo aö þú skalt bara hafa hægt um þig. Vogin (23. sept.—22. okt.) t dagskaltu nota hvert ta’kifær, sem þér býðst til þess að tja hug þinn, sérstaklega i lilfinninga- málunum. þvi að þú erl undir sérstaklega góðum áhrii'um núna. Njóttu lifsins með þeim, sem þér likar bezt við. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) . Þú færð einhver tlbindi I dag, og ekkert útlit fyrir annað en fagnaö og gleði. Þú ættir aö varast aö fara út I rökræöur um þessa helgina. Þú ert undir það sterkum tilfinningalegum áhrifum, að . dómgreindin er rugluð. Bogmaðurinn (22t nóv.—21. des.) Stjörnumerkin eru þér hagstæð, og það gæti vel oröið til að örva þig til að taka forystuna i þinum hópi. Þessi ákvörðun þin gæti orðið talsvert mikilvæg, og afdrifarik fyrir þig strax i kvöld. Steingeitin (22. des.-19. jan) Þetta er dagur athugasemdanna, ef þér finnst hafa verið breytt illa viö þig. En það er óþarfi aö gera það meö frekju og leiöindum, svo að særi. Þú hefur bein i nefinu til að koma vel frá þessu máli. Tíminn er peningar i | Auglýsitf : ilimamun I ' Séð yfir hluta af verzlunarhúsnæöi Hagkaups f Skeifunni 15 á föstudaginn, en alla jafna fær verzlunin um 4000 viðskiptavini á föstudögum, að sögn forráðamanna hennar. Timamynd: Róbert. HAGKAUP STÆKKAR VIÐ SIG í SKEIFUNNI Gsal-Rvik. — Verzlun Hagkaups, Skeifunni 15, hefur verið stækkuð um helming. Gólfflötur verzlunarinnar er nú 3600 fer- metrar, og var verzlunin opnuð I þessum nýju húsakynnum s.l. mánudag. Breytingin hefur I för með sér stórbætta aðstöðu fyrir viðskiptavini og starfsfólk, auk þess sem verzlunin getur I þessum viðbótarhúsakynnum boðið upp á enn meira vöruúrval. Við austurenda byggingarinnar er ákveðiö að reisa litinn skúr eða skýli, sem kalla mætti vöruskýli eða biðskýli. Þessi skúr verður notaöur fyrir viðskiptavini til að geyma varning sinn I, — i stað þess að þurfa að rogast meö vör- urnar út i bil, sem kannski er i nokkurri fjarlægð. Þegar hjón koma t.d. saman til innkaupa, getur maðurinn beðið i vöru- skýlinu á meðan eiginkonan sækir bilinn — nú eða öíugt. Forráðamenn Hagkaups hafa ákveðið að veita öllum viðskipta- vinum verzlunarinnar 10% afslátt á matvörum fram til næstu áramóta. Malbikuð hafa verið bílastæði umhverfis verzlunar- húsnæðið fyrir rúmlega 290 bila, SJ-Reykjavik. Dagbók viðskiptanna fyrir árið 1975 er komin út hjá Offsetprenti aö þessu sinni bundin i hörð spjöld. Ötlit bókarinnar er að öðru leyti eins og verið hefur undanfarin ár, en þess skal getið, að samfara stækkuninni var svo um hnútana búið, að nú er gengið inn að norðanverðu, en áður var aðal- inngangurinn i verzlunina Miklu- brautarmegin. Fyrirtækið Hagkaup á 15 ára afmæli á þessu ári, en það hóf starfsemi sina með póstverzlun 1959. Lúðvik Lúðviksson er verzlunarstjóri Hagkaups I Skeif- unni 15. Magnús ólafsson er framkvæmdastjóri, og eigandi Hagkaups er Pálmi Jónsson. brotið hátt og mjótt, sem hefur þótt henta vel i mörgum litum. Útgefandi fyllir nafn fyrirtækis eða annarra á bækur ef óskaö er, gegn lágu aukagjaldi. Þá hefur Offsetprent einnig gefið út Vasa- bókina 1975, og er hún einnig komin á markað. Dagbók viðskiptanna komin út BÆNDUR - BÆNDUR Eigum til eftirfarandi landbúnaðartæki á sérlega hagstæðu vetr- arverði. ★ MASSEY FERGUSON 22 4 1/2 tonna sturtuvagn. ★ MASSEY FERGUSON MF 25 7 tonna sturtuvagn. ★ MASSEY FERGUSON 19 4 1/2 tonna mykjudreifari fyrir búfjáráburð. ★ BUSATIS BMT 1650 sláttuþyrla, vinnslubreidd 165 cm. ★ CLAAS AR 4 hjólmúgavél 5 hjóla ★ CLAAS BSM - 6 hjólmúgavél, 6 hjóla ★ SEKURA öryggisgrindur og húsklæðningar fyrirliggjandi á allar gerðir Massey Ferguson dráttarvélar, árg. 1957-1974. Notið þetta góða tækifæri og verzlið hagkvæmt fyrir næstu störf. SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK • SÍMI 86500 • SiMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.