Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 17. nóvember 1974 Sjálfsmorð hvalanna Hver er ástæða þess# að engu líkara er en hundruð hvala hafi framið sjálfs- morð með þvi að ganga á land. Þetta er einmitt það> sem gerðist nýlega á Nýju Hebrideseyjum> og hefur raunar gerzt iðulega áður á fjölmörgum úthafsströnd- um. Sérf ræðingur í hvölum hefur sett fram nýja og at- hyglisveröa kenningu — en skyldi skýringin liggja þarna? Rúmlega 200 hvalir frömdu fyrir skömmu sjálfsmorð á strönd Nýju Hebrideseyja. Þessi furðu- legi atburður hófst þannig, að 32 þeirra, aðallega karldýr, syntu blátt áfram upp á ströndina, þar sem þeir festust, þegar fjaraði. Næstu nótt fylgdu 199 aðrir á eftir þeim, og voru flestir þeirra hval- kýr, komnar að burði. Loks var svo komiö, að strandlengjan úði og grúði af griðarstórum, hjálparvana skepnum, sem stundu og brutust um i hægu helstriði Þegar mannskapur af eyjunum reyndi að leiöbeina nokkrum minni hvölunum aftur út i sjóinn og draga þá til hafs, sneru skepnurnar undir eins við aftur til strandarinnar. Frásögnin af fjöldasjálfsmorð- um hvalanna, sem birtist i tima- ritinu Biological Conservation, bendir á harmrænan hátt til næsta furðulegs en engu aö siður vel þekkts fyrirbæris I sögu dýra- fræðinnar. Slikir atburðir hafa nefnilega iðulega gerzt á Bret- landsströndum, að þvi er segir I skýrslu frá Brezka náttúrufræði- saíninu, en skýrsla þessi kom ný- lega út. Árið 1950 fundust þannig um 100 grindhveli liggjandi hjálp- arvana á strönd Orkneyja. Hvers vegna hvalirnir synda þannig gjörsamlega að tilefnis- lausu á land i svo rikum mæli er spurning, sem visindamenn hafa heillazt mikið af. Ein kenningin er sú, að hvalirnir fari of nærri landi i ákafa sinum að ná fiski- göngum og siðan þorni undan þeim á fjöru. önnur kenning og vissulega sennilegri er sú, hall- andi ströndin hafi truflandi áhrif á heyrn hvalanna. Þvi að hvalirn- ir viðhafa eins konar bergmáls- tæki viö hlustun. Þeir senda frá sér hljóðbylgjur, sem þeir nema aftur, er þær endurkastast af ein- hverju. Þannig veit hvalurinn, hvar hann er staddur, eða hvort Uri Geller, 28 ára gamall Israelsmaður, gerði allt vitlaust i veröldinni i fyrra, þegar hann beygði hnifa og gaffla og önnur búsáhöld og færði til hluti með hugarorku sinni einni, og taldi fólki trú um að andar væru með i spilinu. Fyrirbrigðin voru rannsökuð visindalega, og hann hélt fjölmennar samkomur og seldi dýrt inn, og fólk glápti sem dáleitt á hann, er- málmhlutir svinbeygðust undan augnatilliti hans. Svo skýrði piltur frá þvi aö allt væri þetta bara plat. Egin hugarorka hefði verið með i spilinu, heldur vel útfærðar sjónhverfingar. Nú er hann sem sagt hættur þessu og farinn að vinna fyrir sér með þvi að spila á pianó á næturklúbbum og syngja. Hættur kraftaverkum og farinn að spila og syngja eitthvað er framundan. Kenning- in er sem sagt sú, að afliðandi ströndin endurkasti hljóðbylgjun- um ekki, og þess vegna ruglist hvalirnir i riminu. Vilja ekki losna Sníkju-ormar Nú hefur hvalasérfræðingur sett fram nýja og afar snjalla kenningu. Dr. James Mead við Smithsonian-stofnunina hefur rannsakað þrjú slik hvalaströnd, og komizt að þeirri niðurstöðu, að i öllum tilfellunum hafi hvalirnir verið morandi i snikjuormi, er nefnist nematodes, og býr um sig i hlust skepnunnar. — Það voru mörg hundruö ormar iheynarfærum skepnanna, sagði dr. Mead nýlega. — Aðrir hvalir, sem við höfum getað rannsakað, og hafa fundizt dauðir á hafi úti eða verið drepnir, voru sjaldnast með fleiri en þrjá-fjóra slika snikju-orma i hlustum sin- um. Dr. Mead heldur þvf fram, að þessir ormar geti orsakað truflanir i næsta viökvæmum heyrnarfærum skepnunnar. Þeir hvalir, sem þannig syndi á land, geti blátt áfram verið heyrnar- lausir með öllu og ómegnugir þess að skynja grynningarnar. Þvi miður hefur honum reynzt harla erfitt að fá þetta staðfest i sambandi við hvalrekann á Bret- landseyjum, þar sem fjölmargir hvalanna voru aldrei athugaðir náiö. Engu að siður náðist að at- huga sæskjaldböku, sem áriö 1952 fannst á ströndinni hjá Great Yarmoth, og i eyrum hennar var feiknarlegt magn af þessum snikjuormi. Það segir sig sjálft að kenning Dr. Mead gefur engar fullnægj- andi skýringar á öllum hvalrek- unum, sem átt hafa sér stað. Dr. Peter Purves frá hvaladeild Brezka náttúrugripasafnsins hef- ur látið efasemdir i ljós, — Það er skoðun min, að nán- ast hver einasti hvalur, hvort sem hann hrekst á land eða ekki, sé með þessa snikjuorma. Þó nokkur dýr, sem hann fær i hendur á ári hverju eru einmitt til komin þannig, að þau hafa ýmist særzt eða drepizt áður en þeim skolaði á land. önnur synda upp i ★ ★ fljótsmynnið á flóði og lokast inni á fjöru. Furðulegt sjónarmið i sam- bandi við hvalrekana er það, að hvalirnir virðast ekki hafa nokk- urn áhuga á eða nokkra getu til að losna undan örlögum sinum, eða þeim, sem félagar þeirra biða. Þegar grindhvelin 100 rak á land á Orkneyjum reyndi ekkert einasta þeirra að forða sér. jafn- vel ekki eftir að flóðiö hafði gert þeim undankomuna mögulega. (Þýðing: BH) I „Viltu fá greinargóöa og skipu- lega frásögn af þvi sem skeði hér I dag frá mér — eð_a útgáfu móður- sjúkrar konu af atburðinum?” „Nei, herra minn, það hefur enginn komið með Undrafell númer 8 hingað. DENNI DÆMALAUSI „Hún á Utinn bróöur. Ætli það sé ekki I iagi þótt ég lemji hann bara”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.