Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 17. nóvember 1974 MARKVISS UPPBYGGING Svo er forsjóninni fyrir að þakka, að við Island mætast kaldir og hlýir straumar, ís- hafsstraumurinn að norðan, en Golfstraum- urinn að sunnan. Þar sem slikir straumar blandast, verða hin á- kjósanlegustu skilyrði fyrir ýmisskonar gróð- ur, sem aftur er grund- völlur margbreytilegs dýralifs. Þetta tvennt, hér við land, tryggir göngur fiskistofnanna hingað og er undirstaða hinna auðugu fiskimiða við landið. Um áriö 1400 er ljóst, a6 út- lendingar eru farnir að stunda fiskveiðar á djúpmiöum við Is- landsstrendur, og er greinilegt, að þeim hefur þótt eftir miklu að slægjast, fyrst þeir lögöu á sig erfiða siglingu yfir úthafiö til þess að stunda hér fiskveiðar á djúpmiðum við Island. Elztu ensku heimildirnar um fiskveið- ar Breta hér við strendur eru frá árinu 1415. A þvi byggja Bretar hugmyndir sinar um „hefðbundnar” veiðar, eða „söguleg” réttindi hér við land. Fyrstu 1000 ár Islandsbyggö- ar eru fiskveiðar okkar aðeins við landsteinana. Floti Islend- inga gaf ekki tilefni til fiskveiða annars staðar en i fjörðum og flóum og á grunnmiöum, vegna smæðar skipanna. Má segja, að fyrstu 10 aldirnar i sögu þjóðar- innar hafi fiskveiðar okkar ver- ið mjög frumstæöar. Ein helzta orsök þess mun vera sú, aö á Is- landi myndaöist ekki fyrr en á 19. öld, sérstök stétt útgerðar- manna, sem hafði frumkvæði að framförum i atvinnugreininni. Flestir fiskimenn reru á smá- bátum, sem bændur áttu, en bændurnir litu á útgerðina sem aukaumsvif, enda fékkst ekki mikill afli á grunnmiðum, þótt geysiafla væri að fá á djúpmiö- um, þar sem útlendingarnir voru einir um hituna. Þeir fisk- uðu á seglskipum , skútum), en slik skip áttum við ekki. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir til íslenzkrar þilskipaútgerðar má segja, að hún hefjist ekki fyrir alvöru fyrr en á öndverðri 19. öld og að djúpmiðaveiðum tslendinga fer ekki að kveða fyrr en á seinustu áratugum 19. aldar. Með vélvæðingú fiskiflotans, sem hófst á fyrsta tug 20. aldar, verður stökkbreyting i þróun- inni. Togaraútgerðin var okkar iðnbylting, eins og þaö hefur veriöorðað. Viðförum þá sjálfir að nýta eigin fiskimið, utan við grunnmiöin. (Englendingar hófu togaraútgerð hér við land 1891). Nýtt samfélag, þéttbýlis og verkaskiptingar, verður þá til hér á landi. Verkalýðs- og sjómannafélög vinna slöan smátt og smátt réttindi og mannsæmandi kjör fyrir félags- menn sína, en þeir fundu fljótt mátt samtakanna gegn kúgun sumra útgeröarmanna og fyrir- tækjaeigenda. Útgerðarmenn gátu grætt ótrúlega mikiö á stuttum tlma, svo sem dæmin sanna, t.d. 1914—’17. Stétta- stjórnmálin halda innreið slna 1916, eins og áður hefur komið fram I þessum.dálkum. Eitt einkenni togaraútgerðar á Islandi er hversu tiltölulega skrykkjótt endurnýjun fram- leiðslutækjanna (togaranna) hefur verið. Segja má þó, að tlmabilið 1907—1917 sé nokkuð eðlilegt hvað þetta áhrærir.Arið 1917 var hinsvegar helmjngur togaraflotans seldur úr lándi. 1 lok fyrri heimsstyrjaldarinnar voru siöan pantaðir um 30 tog- arar, sem meira og minna voru I notkun fram að 1947, er ný- sköpunarstjórnin endurnýjaði togaraflotann fyrir striösgróða þjóðarinnar. Þeir 30—40 togar- ar, sem sú stjórn pantaöi, hafa nú fyrst, allra siðustu árin vikið fyrir skuttogurunum. Þótt undantekningar séu frá þeirri reglu, að togarar hafi verið keyptir I „kippum”, eins og Heimir Þorleifsson orðar það I tslandssögu sinni, sanna þær aöeins aðalregluna. Þarf ekki mörgum orðum að fara um, hversu þjóðhagslega óheppileg slik „kippukaup” eru. Flestir togararnir eru þá t.d. úr sér gengnir á sama eða á svipuðum tima. „Viðreisnarstjórnin” vann sér það m.a. til frægðar, I alltof langri stjórnartið, að láta tog- araflotann ganga sér til húöar. Það var ekki fyrr en á slðustu stjórnarárum Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýöuflokksins, sem sér- stök lög voru sett um kaup á 6 skuttogurum af stærri geröinni. A þau mál komst þó ekki skriður fyrr en I tiö „vinstri stjórnar- innar”. I málefnasamningi rikis- stjórnar Olafs Jóhannessonar má sjá, að markmiðið I sjávar- útvegi var sett afar hátt. Er óhætt að segja, að I stjórnartið- inni 1971—1974 hafi gengið yfir sjávarútveg og fiskiðnaö lands- manna stórfelld bylting. Sú bylting gjörbreytti atvinnu- ástandi úti um landið til hins betra, m.a. með stórfelldri upp- byggingu allra frystihúsa I landinu. Lögum „viðreisnarinn- ar” var strax breytt og fleiri skuttogarar keyptir samkvæmt þeim. Aðalbreytingin varð á á- herzlu þeirri, sem nú var lögð á kaup smærri skuttogara, en þeir henta betur hinum fámennari byggðum. Slikum byggðarlög- um var, meö breyttum lána- kjörum, gert kleift að kaupa slika skuttogara, m.a. með hjálp byggðasjóðs. Svo sem kunnugt er, hefur Framsóknarflokkurinn haft byggðastefnuna á stefnuskrá sinni allt frá 1916. Það var I anda þeirrar framsóknarstefnu, sem kostað var kapps um I rikisstjórn Ólafs Jóhannesson- ar, að dreifa hinum stórvirku skuttogurum um landið allt. Rikuleg aðstoð rikisvaldsins var veitttil þeirra aðila, sem skipin fengu. Þess ber að gæta, að I 70—80% tilvika eru hin nýju skip I félagseign (sveitarfélög, almenningshlutafélög eða sam- tök, kaupfélög og rikisvald) að miklu eða öllu leyti, og er þann- ig tryggt, að atvinnutækin og fjármagniö séu bundin stöðun- um. Dreifing skipanna var með eftirfarandi hætti: Vesturland: 3skip, Vestfirðir: 8, Norðurland vestra: 8, Norðurland eystra: 10, Austurland: 9, Suðurland: 2, Reykjanes: 5 og Reykjavik: 8 skip. Það er glæst byggðastefna i raun, sem lýsir sér I þvi, að nú skortir frekar vinnuafl á þeim stöðum, sem áður misstu af ibú- unum til þéttbýlli svæða vegna atvinnuleysis. Sá mikli ávinningur, sem byggða- og atvinnuuppbygging- arstefna rikisstjórnarinar 1971—1974 hefur haft I för með sér, má nú ekki glatast. Kapp- kosta verður að stunda stöðuga endurnýjun togaraflotans og annarra framleiöslutækja. Til þess aö tryggja markvissa stefnu i þvi þarf örugga forystu rikisvaldsins. Þar er hlutverk Framsóknarflokksins mikið. Við megum aldrei gleyma þeim langtimagrundvelli, sem efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar og menningarlif hvilir á. Sá grundvöllur er full yfirráö okkar yfir Islenzkum auðlind- - um, þ.m.t.,og ekki sizt, auðlind- um hafsins I kringum landiö. Rikisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar vann mikið þrekvirki, er hún færði landhelgina út I 50 milur. Þess er vænzt, að núver- andi rikisstjórn semji ekki á öðrum grunni við V.-Þjóðverja en Breta og að útfærslan I 200 milur komi sem fyrst til fullra framkvæmda. I þeirri útfærslu á núverandi rikisstjórn vlsan stuðning stjórnarandstöðunnar og landsmanna allra. H.W.H. . o Flokksþingið kemur saman í dag 1 dag hefst 16. flokksþing Framsóknarmanna i Glæsibæ. Að þessu sinni verður flokks- þingiö styttra en oft hefur verið, og mun þvi væntanlega ljúka á þriðjudag. Fyrir þessu flokks- þingi liggja mörg og mikilsverð mál, sem það mun taka afstöðu til. Má þar meðal annars nefna lagabreytingar, en að undan- förnu hefur starfað nefnd á veg- um flokksins við undirbúning þeirra mála. Það verður til nýbreytni á þessu flokksþingi að þingnefnd- ir verða færri en oftast áður. Er nú gert ráð fyrir þvi að nefndir verði aðeins fjórar, en hins veg- ar munu nokkrir umræðuhópar starfa á þinginu og fjalla um ýmis þjóðfélagsmál. Það er ekki gert ráð fyrir þvl að hóparnir afgreiði mál til fullnaöará- kvörðunar á flokksþinginu, heldur munu þeir safna upplýs- ingum og skoðunum sem slðan verður visað til þingflokks og miðstjórnar. Það er alltaf meginvandamál á flokksþingum að þau eru að vonum fjölmenn og geta orðið þung i vöfum, en málefnin fjöl- mörg sem ræða þarf og fjalla um. Það er þvi i senn nauðsyn- legt að mál séu rækilega undir- búin og einstökum tulltrúum sé gert kleift að koma á framfæri skoðunum sinum. Hvort tveggja eiga umræðhóparnir að tryggja sérstaklega. Þar mætast menn i hæfilega stórum hópi og geta fjallaö mjög frjálslega um inál- in enda hvilir ekki á þeim sú kvöð að veröa að ganga endan- lega og formlega frá ályktunar- tillögu. Nokkrar aðferðir Það eru vitanlega til ýmsar aðrar leiðir til að bregðast við þeim sérstöku vandamálum sem fylgja hefðbundnu flokks- þingshaldi. Þess eru t.d. dæmi úr samtökum aö þau ræði aðeins eitt eða tvö málefni hverju sinni. Er þá reynt að vanda all- an máefnalegan undirbúning sem bezt, en síðan fjallar þingið þvi sinni aðeins um tiltekið mál og gerir um það endanlega og bindandi samþykkt. Raunar á þessi aðferð bezt við ýmis sér- samtök, þvi að stjórnmálaflokk- arnir kömast aldrei hjá þvi að þurfa að fjalla um og taka af- stööu til mjög margvislegra vandamála á hverjum tima. Þá þekkjast þær aðferðir aö flokksþing taki aðeins afstöðu til mála sem einhverönnur stofnun flokks eða hreyfingar leggur fyrir þau, t.d. miðstjórn. er þá gert ráð fyrir þvl að undirbún- ingur sé svo langt kominn að ekki sé annað eftir en ræða mál- in almennt og taka um þau loka- ákyörðun. Þessi aðferö hefur ýmsa kosti, en þann megingalla hefur hún að með henni er óvenjulega mikið vald fengið i hendur þeirri stofnun eöa efnd sem undirbýr málin. Hún felur það i sér að frumkvæði flokks- þings er skert. Að þessu sinni er umræðuhópnum ætlað að brydda á ýmsum nýmælum og vekja athygli á ýmsum sjónar- miðum, en frekari vinnsla fer siöan fram á vegum flokksins. Það getur vel farið svo að næsta flokksþing eftir þetta fái ein- hver af þessum málum til end- anlegrar ákvörðunar, og er hér þannig um þaö að ræða að undirbúa mál vel og gefa flokks- mönnum sem bezt tækifæri til að hafa áhrif á mótun ákvarð- ana. En flokksþing eru ekki aöeins æðsta stofnun flokksins. Þau eru jafnframt fjölmennasta mót flokksmannanna, þar sem þeir hittast og kynnast og skiptast á skoðunum. Gildi flokksþinga felst mjög I þessu eðli þeirra. Og það er rétt að minna á það að öllum flokksmönnum er frjálst að sækja þingið og fylgjast meö störfum þess, enda þótt þeir séu ekki fulltrúar á þinginu. Sérstæðar aðstæður 16. flokksþingið kemur saman við aðstæður sem eru um margt sérstakar. 1 fyrsta lagi kemur það saman að loknum kosning- um, en venja hefur verið að halda flokksþing fyrir kosning- ar til að móta flokknum stefnu fyrir átökin. En þess var ekki kostur að kalla saman flokks- þing á siðasta vori af augljósum ástæðum. Að sumu leyti tak- markar þetta svigrúm þingsins til ákvarðana, en jafnframt hvilir ekki á þvi sú skylda að ganga frá ýmsum þeim málum sem tilheyra kosningabaráttu. 1 öðru lagi kemur flokksþingið saman eftir að stjórnarmyndun hefur farið fram og stefna rikis- stjórnar hefur verið mörkuð með aðild flokksins. 1 sjálfu sér þarf starfsvettvangur og svig- rúm flokksþingsins ekki að skerðast við þetta, enda er að- staða til að koma málum fram I samkomulagi við samstarfs- flokkinn i rikisstjórn. En meiri- háttar yfirlýsingar og ákvarð- anir flokksþingsins hljóta að miðast við þær skyldur sem flokkurinn hefur tekizt á herðar. 1 þriðja lagi kemur flokks- þingið saman við óvenjulegar aðstæður i þjóðmálum að þvi leyti að óða verðbólgan hefur varið úr öllu hófi. 011 störf' ábyrgra stjórnmálamanna og flokka um þessar mundir hafa það að meginmarkmiði að ráða niðurlögum þessa óvinar heilbrigðs þjóðlifs. Loks má ætla að flokksþingið beri þvi vitni að þær deilur, sem risu I flokknum fyrir nokkru, hefur lægt. Flokkurinn er ein- huga að baki forystumönnum sinum, og þótt skoðanaágrein- ingur sé alltaf staðreynd um hin ýmsu mál I stórri hreyfingu, þá hefur öldurnar lægt eftír siðustu kosningar. Um leið og fulltrúar koma nú til þingstarfanna, skal þeim óskað þess að störf þeirra verði greið og ánægjuleg og flokknum og þjóðinni til heilla. JS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.