Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 13
Sunnudagur 17. nóvember 1974 TÍMINN 13 FJÖRUGAR UMRÆÐUR HÉRAÐSFUNDUR Skagafjarö- arprófastsdæmis var haldinn I hinu veglega félagsheimili á Hofsósi, Höföaborg, á allra sálna messu sioastliðinni. Hófst fundur- inn á guösþjónustu i Hofsós- kirkju, þar sem slra Tómas sameinað Barði, en þriðja kirkjan iFljótum, Holtskirkja, var niður- lögð 1909 og sókninni skipt milli Knappstaða og Barðs. Arið 1970 var svo Barðsprestakall samein- að Hofsósbrauði, en þar innfrá voru áður prestar á Felli I Slétta- Knappsstaöir I SMflu. Sveinsson á Sauðárkróki og sira Sigurpáll óskarsson á Hofsósi þjónuðu fyriraltari, en sira Agúst Sigurðsson á Mælifelli predikaði. Kór kirkjunnar söng undir stjórn Pálu Pálsdóttur organista. — Va'r svo gengið til Höfðaborgar og setzt að kaffiborði i boði heima- manna. I yfirlitsskýrslu um liðið hér- aðsfundarár gat dómprófasturinn á Hólum, sira Björn Björnsson, margs, sem bendir til lifandi starfs kirkjunnar i héraðinu. Hóladagurinn var að þessu sinni felldur inn i dagskrá þjóðhátiðar- innar, sem var gifurlega f jölsótt i fágætlega heitu sumarveðri. Þá var afhjúpuð stytta af Guðmundi hinum góða biskupi Arasyni. Gerði það prófastsfrúin á Hólum, Emma Hansen, en með henni vann mest að undirbúningi þessa máls sira Gunnar Gislason i Glaumbæ og svo Guðmundur Jónsson garðyrkjumaður af sin- um alkunna áhuga á reisn minn- isvarða. Tvær kirkjur i héraði er nú ver- ið að endurbæta, á Barði i Fljót- um og á Reykjum i Tungusveit. " Er hér um miklar framkvæmdir að ræða. Mælifellskirkja var mál- uð utan i sumar og hinum ýmsu kirkjum hafa bætzt góðir gripir. Grjóthlaðinn vegg er verið að gera um kirkjugarðinn á Hólum. Er það verk snilldarvel unnið, en mjög kostnaðarsamt, enda er hleðslugrjót sótt alla leið út á Skaga. Sóknarpresturinn á Sauðár- króki er nýkominn heim úr ársor- lofi, er hann notaði til náms er- lendis. Flutti hann erindi á hér- aðsfundinum um sálgæzlu, vand- að og athyglisvert. Sira Gunnar Gislason er i veikindafrii nú um sinn og sendi fundurinn honum kveðjur. Sira Sigfús J. Arnason á Miklabæ þjónaði Sauðárkróks- prestakalli i f jarveru sira Tómas- ar, en Mælifellsprestur þjónar Glaumbæjarkalli fyrir sira Gunn- ar. Prófastur minntist nýlátinna sóknarnefndarmanna og safn- aðarfulltrúa: Felix Jósafatssonar kennara frá Húsey, Sigur- Jóns Helgasonar á Nautabúi á Neðribyggð, Björns Danielssonar skólastjóra á Sauðárkróki, Jóns Sigurjónssonar á Ási i Hegranesi og Hermanns Jónssonar á Yzta- Mói i Fljótum. Vottuðu fundar- menn þeím þakkir og virðingu og risu úr sætum. Langar og fjörugar umræður urðu um Knappstaði i Stiflu, en þar hefur nú verið aflagt helgi- hald og munir kirkjunnar fluttir i vörzlu prófasts heim að Hólum. Var loks samþykkt tillaga um það, að Knappstaðakirkja yrði ekki lögð niður, en lagfærð, og kæmi prófastur par á messu með sóknarprestinum og reyndi að tryggja að þar yrði embættað á- fram, en um 15 bæir eiga sókn að Knappstöðum. Kirkjan á 140 ára afmæli á þessu ári, elzt timbur- kirkna i Skagafirði. A hún mikið i munum og sýnist ástæðulaust, að hún verði aflögð. Knappstaðir er æfafornt kirkju- og prestsetur. Siðasti presturinn, sira Páll Tómasson, föðurbróðir dr. Grims Thomsens skálds, lézt i hárri elli 1881. Ári fyrr var prestakallið hlið, Höfða á Höfðaströnd og á Miklabæ i Óslandshlið (Hofs- þing). Varaði héraðsfundurinn við svo miklum samsteypum prestakalla með samþykkt um, að hér skyldi staðar numið i því efni i Skagafirði. Eru nú 6 brauð i héraðinu, en miklu fleiri fyrrum, t.d. 34. prestar og 13 djáknar á öndverðri 14. öld. — Þá var rætt um hvarf dýrmætra bóka úr kirkjunum, en mönnum minnis- stætt, er Summaria var „gefin" úr Goðdalakirkju fyrir aldar- þriðjungi. Hefur enginn, hvorki prestur né sóknarnefndarmaður, heimild til að láta gripi úr kirkju, bækur eða annað, og ber að fram- fylgja þeim kirkjunnar lögum með strangara eftirliti og reglu- bundnum visitatium. Guðrún Lára Asgeirsdóttir á Mælifelli hóf máls á ástandi kirkjugarða, en talsverð brögð eru að þvi, að garðarnir standi i sinu sumar eftir sumar. Umræð- ur urðu miklar um þetta vanda- mál og ákveðið, að á næsta sumri yrði ráðinn maður til að slá garð- ana, þar sem heimamenn trassa, en safnað sjálfboðaliðum i hverri sókn til hjáípar. Umsjónarmaður kirkjugarða hafði skrifað kvenfé- lögum og óskað þess, að félögin tækju sem viðast að sér umhirðu garðanna, en það hefur ekki borið þann árangur, sem vænzt var af menningarlega uppbyggðum fé- lögum. Kvenfélag Lýtingsstaða- hrepps hefur þó svarað þessari beiðni með myndarlegu átaki og kvenfélagið i Fljótum gefið girð- ingu um Barðskirkjugarð, svo að nokkuð sé nefnt. Lauk umræðum um kirkjugarðana á þvi, að Guð- rún Lára og Asta Hansen á Svaðastöðum voru kosnar i nefnd til að sjá þessu máli borgið, á- samt prófasti, en ætlazt til að hann greiði kaup starfsmanni þeim, sem ráðinn verður og rukki siðan sóknarnefndir, semábyrgar eru fyrir forsjá garðanna. A héraðsfundi sl. ár og oft áður hafa verið gerðar samþykktir um endurreisn biskupsstólsins á Hól- um og hefur einn safnaðarfulltrú- inn, Gisli Magnússon i Eyhildar- holti, nýlega skrifað grein um málið i blöð. Hefur þvi ekki þokað áleiðis enn sem komið er, allt um eindreginn vilja alls þorra Norð- lendinga. Höfðinglegar veikst Gizur Isleifsson við forðum en valdhafar þessarar aldar. Undirritaður hreyfði þeirri hugmynd, að Skagfirðingar ættu sina Hallgrimskirkju, og þá hið næsta fæðingarstað sira Hall- grims Péturssonar, Gröf á Höfða- strönd. Akvörðun um það, að Hofsóskirkja yrði nefnd Hallgrimskirkja á Hofsósi og vegur hennar aukinn i sámræmi við það, gæti verið verðug minn- ingu sira Hallgrims Péturssonar á 3. alda ártið. í fundarlok þakkaði prófastur Guðmundi L. Friðfinnssyni rit- höfundi á Egilsá störf fundarrit- ara og sleit siðan héraðsfundi með helgistund, en fundarmenn sungu úr Passiusálmum. Eftir fundinn sátu safnaðarfull- trúar og aðrir fundarmenn veizlu prestshjónanna á Hofsósi, frú Guðrúnar Vilhjálmsdóttur og sira Sigurpáls Öskarssonar. Agúst Sigurðsson. OC ALFA-LAVA Rörmjaltakerfi N^ -tó^ r% r'V W<:i^J^CJ*XJÚ AÍfc^S ALFA-LAVAL Rörmjaltakerfi hefur marga kosti. Léttari vinnu — AAjólkin flutt í lokuðu kerfi í mjólkur- tankinn og losna þá menn við allan mjólkurburð, jafnframt sem betri gæði mjólkurinnar eru tryggð. Öruggari mjöltun — með ALFA-FLAGG sér mjalta- maðurinn nákvæmlega, hvenær kýrin er hætf að selja. Fljótvirkari mjöltun — mjaltamaðurinn vinnur allan tímann við kýrnar án truflana og getur þar af leiðandi notað fleiri mjaltatæki. Betri hreinsun — mjólkurleiðslan og endaeiningin eru framleiddar úr hertu gferí, er hefur síéttan yfirflöf og er þar af leiðandi mjög auðvelt að þvo, jafnframt sem glerið þolir hita og öll kemisk efni. Léttari þvottur — með sjálfvirkri þvottavél. ALFA-LAVAL framleiðir ýmsar gerðir mjahatækja og þjónar þar af leiðandi hverjum sem er. Bændur athugið: Munum eiga rörmjaltakerfi til á lager í janúar Sendið pantanir sem fyrst og tryggið ykkur úrvals mjaltakerfi OC ALFA-LAVAL Samband íslenzkra samvinnufelaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik sími 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.