Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 17. nóvember 1974 AÐ SLÁ ÞAÐ GULA MEÐ ÞESSU BLÁA Þarfastí þjóoainn, dýrasta atttðatáknitt, beita buffitt. Þessi svarti mett þetta lottna. stimpla á ávisunina : INNI- STÆÐA EKKI FYRIR HENDI. Gamli maöurinn tók titrandi vitt ávísuninni og eftir stundar- korn hreytti hann út úr sér I gettshræringu: • — Er þaö nú sparisjóöur! og fyrirlitningin var auðsæ. Þessi litla saga ofan af Akra- nesi speglar með einhverjum hætti efnistök Flosa Ölafssonar cand.phil. Ný óvænt staöa kem- ur upp. Honum tekst verst upp, þegar hann nálgast það að vera normal. Má slá þetta gula með þessu bláa? spyr Flosi Ólafsson cand. phil.á einum stað. Þá á hann við hvort slá megi gula fifla með blárri sláttuvél. En þú verður að gæta þess að slá ekki þetta græna svarar maðurinn. Þannig eru greinar höfundar ritaðar á táknmáli, það er stráð salti og pipar I opin sár og kaun. Nú er það ekkert nýtt í bók- menntum, að ádeila og áköf gagnrýni sé sett fram í háði og skopi. Réttlætiskennd brýzt þá fram undan úlpu spaugarans og hún er farin á saumum áður en varir. Stundum fer lika svo hjá Flosa ólafssyni cand phil.,þegar honum verður á i táknmálinu og hann fer þá að minna á miðlungshöfunda og nöldur- seggi bókmenntanna. Sumum greinunum fylgir visa, og oft kemur manni i hug, að visurnar verði fyrst til, svo greinin. Flosi ólafsson cand. phil. er ekki verra visnaskáld en margir aðrir, sem gera kröfu til viöurkenningar, visurnar eru einhvers staöar á bilinu að vera og vera ekki með réttu ráði. — Hversu lengi er maður að mála mynd, spurði maðurinn hann Steina Steingrims. — Maður er fljótur að mála góða mynd, svaraöi hann Steini og þetta verður aö teljast eitt- hvert bezta svar um þá hlið málsins. Flosi Ólafsson cand. phil. er liklega ekki yfirlegu- maður, sem vigtar lit sinn á mikróvog. Allur sannleikur er stór, sagði maðurinn og við tök- um undir visu Flosa Ólafssonar cand.phil.: Gróa hefur góttan haus þegar Gróa er I puöi, en Gróa á ekki aö ganga laus þegar Gróa er I stuöi. Þaö er dauður maður, sem ekki hefur gaman að þvi að lesa bókina HNEGGJAÐ A BÓK- FELL. Hliöstæður eru fáar.. Arni Elvar hefur myndskreytt bókina af miklum glæsibrag og Arni er liklega að komast i hóp beztu bókaskreytingarmanna hér á landi. Teikningarnar hjálpa þessari bók, gefa henni visst jarðsamband að minnsta kosti. Flosi ólafsson cand. phil. kemur viða við, listir, stjóm- mál, iþróttir, matargerð og margt fleira eru viðfangsefnin og fá það óþvegið. Fyrri bók höfundar, sem út kom fyrir jólin i fyrra mun hafa gengið að mestu til þurröar, nema nokkur þúsund eintök, sem komu út eftir jól. Höfundur hefur þvi fyrra falliö á hlutun- um og mun þvi ekki fara i jóla- köttinn að þessu sinni. Ef vor þjóð er ekki alveg húmorlaus, mun henni þykja fengur að þess ari bók, sem mun verða lesin I skammdegismyrkrinu, þegar mönnum stekkur naumast bros. Já, þaö er dauður maður, sem ekki kann að meta Flosa, þegar hann fer á kostum. — Má slá þetta gula með þessu bláa, spyr stúlkan? Já en þá slærðu lika þetta græna. A táknmáli Flosa Ólafssonar cand.phil. segjum við eftir lesturinn: í þessari bók er það gula slegiö með hinu bláa — og þótt það græna sé slegiö lika á stundum, var það svo sannar- lega þess virði. Jónas Guðmundsson. Datti, Ragnheittur, Brynjólfur. „fcg er víib um att þau gerttu þatt I g*r”. Flosi Ólafsson, cand phil.: HNEGGJAÐ Á BÓKFELL Teikningar Árni Elvar Útgefandi FLOSI Reykjavík Flosi ólafsson, cand phil hef- ur sent frá sér aðra bók slna, HNEGGJAÐ A BÓKFELL, en Flosi er einn örfárra rithöfunda, sem reyna að vera skemmtileg- ir. Hann skrifar vikuskammt I Þjóðviljann á laugardögum, eða allavega þó um helgar. Sumt af þessu er hrútleiöin- legt, annað er skárra, þvi að það hlýtur að ganga misjafnlega fyrir þeim, sem ætla að vera skemmtilegir einu sinni i viku allt árið um kring... en sumt er lika hreinasta snilld, — perlur, — og þaö eru liklega þær, sem hann raöar saman i þessa bók. Flosi skrifar einhvers konar táknmál, „absúrd form”, eða hvað á maður aö nefna það, gef- ur vissa möguleika til þess að fjalla um menn og málefni, sem ella væru ekki fyrir hendi. Formið gefur eins konar auka- svið innan meiðyrðalöggjafar- innar og tryggir utantugthúss- vist þótt höggvið sé bæði i æru og heiður. Aö fjalla um, eða ritdæma svona bók er sýnu verra. A að taka þetta alvarlega? A að leggja bókina i skáp við hlið bóka eftir Snorra Sturluson, eða Svavar Gests? Nóg um það. Við lestur þessarar bókar kom oft I hug mér saga um mann ofan af Akranesi, sem kom i banka. Hún er á þá leið, aö gamall verkamaður upp á Akranesi kom I sparisjóðinn á staðnum með peningaávisun frá fyrirtækinu, sem hann var I vinnu hjá, og nú ætlaði hann að fá peninga út á ávisunina. Þetta var vikukaupið hans. Einhver stúlka tók við ávisun- inni og kom meö hana aftur að vörmu spor og sagði gamla manninum að hann fengi hana ekki greidda og búið var að tolenikur hestur mett lóft á fótum att þýikum iltt. Mennlngarneyila I höfuttborglnni. óperuflutningur á svlði leikhúss þjóttarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.