Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 15
Sunnudagur 17. nóvember 1974 TÍMINN 15 HARMSAGAN AF VATNSNESINU FYRNIST EKKI Tvær harmsögur Islenzkar hafa orðið þjóðinni flestum öðr- um hugstæöari. Þar á ég við örlög Brynjólfs biskups Sveins- sonar ogfjölskylduhansog morð Natans Ketilssonar og örlög þeirra, sem við það voru riðnir. Það er sú saga, sem nú er til umræðu. Og tilefni þess er það, að nú er enn komin ný bók um þau mál: Enginn má undan lita eftir Guðlaug Guðmundsson. Orn og örlygur gefur út. Það er orðiö allmikið að vöxt- um sem um þessa atburði hefur verið skrifað. Brynjólfur á Minna-Núpi skrifaði sögu Nat- ans Ketilssonar. Til marks um það hvilikt rúm þessir atburðir hafa skipað i hugum fólks um Húnaþing eru minningabækur þeirra Ingunnar frá Kornsá og Helgu frá Hólabaki, sem báðar taka þá til meðferðar. Guð- brandur Jónsson skrifaði rit- gerðum þessa atburði. Og á sið- ustu árum birtist svo þáttur Tómasar Guðmundssonar um þá og útvarpsleikrit og síðan skáldsaga Þorgeirs Þorgeirs- sonar. Og er þó ekki allt talið. Bók Guðlaugs er kölluð sagn- fræðilegt skáldrit. Sjálfur segir höfundur svo i formála: „Bók þessa skrifaði ég eftir miklar vangaveltur. ■ Ég hafði lesið allt, sem ég náði i um þetta efni, án þess að fá svör viðþeim spurningum, er á hugann leit- uðu: Hvað var það, sem sam- einaði vel greint fólk svo, að það myrti Natan Ketilsson, gáfaðan mann og lækni góðan?” Svo hafa fleiri spurt, og allt' sem um þetta hefur verið skrif- að er tilraun til að svara slikum spurningum. Og þó verður þeim aldrei svarað svo öruggt sé og tæmandi. Við vitum ekki að fullu um samferðamenn okkar. Hvað skal þá um þetta. Þessi bók er þannig unnin að höfundur segir frá i skáldsögu- stil. Þó fellir hann inn I töluvert af bréfum og réttarskjölum. Það rýfur að nokkru heildarsvip verksins en hefur hins vegar þann mikla kost að lesandinn veit betur hvað stendur I sam- timaheimildum og hvað er höf- undarins. Viðkvæmir lesendur geta þá litið á heimildabréfin sem fylgiskjöl. Frásögn höfund- ar er lipur og hann fylgir heim- ildum og arfsögnum trúlega. Guðlaugur hefur fengið Ingu Huld Hákonardóttur til að kanna heimildir i Kaupmanna- höfn um örlög þeirra, sem þang- að voru send og ekki áttu aftur- kvæmt. Kemur þá i ljós að þau Daniel og Sigriður dóu bæði i fangavistinni. Þá er ennfremur rakin i þess- ari bók eins og frásögn Tómas- ar, sagan af uppgreftri og flutn- ingi beina þeirra Agnesar og Friðriks. Mér finnst að þar sé sú saga, sem einna merkilegust er sögð frá miðilsstarfi á tslandi. Hér verður ekkert sagt um réttdæmihöfundar um hugarfar og sálarlif sögufólksins. Natan Ketilsson verður ekki mjög tor- skilin persóna I þessari bók. Vel má vera að vitsmunir hans hafi orðið honum að falli. Það virðist a.m.k^sennilegt að Frið- rik I Katadal hafi staðið ógn af vitsmunum hans. Hugmyndirn- ar um það ofurvald sem hann hafði yfir kvenfólki hafa ekki aukið vinsældir hans, enda fór hann ekki vel meö það vald. Þannig brugðust örlaga- þræðirnir saman. Guðlaugur Guðmundsson er góðgjarn maður og rekur sög- una svo, að hann reynir jafnan að benda á málsbætur, þar sem þær eru finnanlegar. Það er misgáningur að segja að dómurinn yfir banamönnum Natans og Péturs sé siðasti dauðadómur á Islandi. Þeir voru ærið margir kveðnir upp siðan, — siðast 1914, — en þeir urðu ekki framkvæmdir, heldur breytt með náðun. Hér er ekki átt við aðra dóma en þá, sem hæstiréttur staðfesti, en stund- um dæmdu sýslumenn sakborn- ing til dauða, þó að hæstiréttur sæi ekki að verulegar sakir væru sannaðar. En það er að visu önnur saga, en eðlilegt aö hugsa verði til sögu islenzkra refsimála I þessu sambandi. Harmsagan af Vatnsnesinu fyrnist ekki vegna þess, að hún geymir mannleg örlög, sem þeir, sem heyra, finna skyld- leika við. Sagan hefur mótazt i munni og huga þjóðarinnar af samúð með ógæfumönnunum. Sú samúð er ljósið I myrkrinu. Sé hennar ekki getiö er sagan fölsuö og verður eintómur óhugnaður. Það er einsýni og að vissu leyti andleg bilun aö fara þannig með. Það er bilun að vera blindur, þó ekki sé nema á sumt. Kannski má segja að þessi samúð hafi engu breytt um rás atburðanna. Þó megum við vita að allt sem leiðir til auð- mýktar og lægir hroka og dóm- girni er til biessunar og farsæld- ar, vegur til friðþægingar og frelsis frá ofurvaldi hinna myrku ástriðna. Guðlaugur er trúr þeirri söguhefð, sem dreg- ur ekki fjöður yfir óhæfuverkin og grimmdina en kveikir þó ljós samúðarinnar. Gæfuleysið er mannlegt. Þvi er þetta mannleg harmsaga sem lætur engan ósnortinn. H.Kr. SMIÐJUR KAUPFÉLAGS ÁRNESINGA, SELFOSSI Óskum eftir að ráða bifvélavirkja, járn- smiði, vélvirkja, plötu- og ketilssmiði, bif- vélavirkja/vélvirkja vanan dieselstilling- um. Bifvélavirkja vanan hjóla- og mótor- stillingum. Ennfremur óskum við eftir að taka nema i eftirtöldum greinum: Bifvélavirkjun, járnsmíði, vélvirkjun, plötu- og ketil- smiði. Upplýsingar i sima 99-1260. Smiðjur K.F. Árnesinga Selfossi. Þetta er mynstrið á hinum frábæru torfæruhjólbörðum fyrir Dodge Weapon bifreiðar STÆRÐ 900-16/10 TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-6 SlMI 42600 KÓPAV0GI Lítið um rjúpu Gsal—Rvik — Samkvæmt þeim heimildum, sem Timinn hefur aflað sér, virðist rjúpnaveiði ætla að verða með minnsta móti I ár. Heimildir frá Suðurlandi herm,a að þar hafi rjúpnaveiöi verið mjög litil að undanförnu, og að norðan fáum við þær fréttir, að litið sem ekkert hafi veiðzt af rjúpu að undanförnu. Að sögn manns, sem við töluðum við á Akureyri hafa veiðimenn ekki einu sinni i matinn eftir heils- dagsferð. A Norðausturlandi hefur veður verið afleitt til veiða alla þessa viku, og fáir hafa farið til rjúpna. Áður var veiðin sæmi- leg. Frá Austurlandi berast svipaðar fréttir veiðin litil sem engin. Ljóst er þvi að rjúpnaveiði viröist ætla að verða mjög tak- mörkuð I ár. Viðgeröir SAMVIRKI VINNINGUM FJ0LGAR / wo vinningar/ "'h'Bwaa, 1974 gjSíit íaoss/» "Wt "*>r, rs 'i FERÐIR TIL SÓURUNU M EI6IN VALI. VERÐMfETI ^ 35,000í“ HVER' Skátarnir i Reykjavik dreifa miðunum og fá fyrir það sölulaun til styrktar starfi sinu. Ágóðinn af þessu happdrætti rennur til uppbygging- ar sumardvalarheimilis að Laugarási i Biskups- tungum. Fæst nú í flestum söluturnum bæjarins!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.