Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 17
Sunnudagur 17. nóvember 1974 TÍMINN 17 Arið 1950, þegar stúlkurnar fóru enn til klebekera til þess aft láta sauma á sig dragtir. Nú er þessi tizka aft ryftja sér til rúms á ný. Klæðskerarnir °9 kvenfólkið Hér áöur fyrr létu konur iöu- lega klæðskera sauma á sig dragtir, En nokkru eftir 1950 urðu klæöskerar harkalega fyrir baröinu á miklum fata- innflutningi og stórmiklu framboöi tilbúins fatnaðar. Hérlendis, sem i nágranna- löndum okkar, hefur sauma- stofum klæðskera fækkaö mjög, og kemur þar margt til, er ekki verður fjallað um að þessu sinni. Jafnvel i hinni frægu götu, Saville Row I Lundúnum, þar sem svo til eingöngu voru starfræktar saumastofur klæðskera, hefur orðið mjög mikill samdráttur. Til gamans birtum við hér myndir af tveim drögtum, sem báðar eru saumaðar af sama manni, Guðmundi Björgúlfssyni klæðskera. önn- ur er frá árinu 1950, saumuð úr ljósu gaberdini, en hin frá þessu ári úr frönsku ullarefni. Þessi dragt er nýleg, en nú er orðið fátiðara að stúlkur láti klæðskera sauma föt sin. Ljósahundar Nýkomnir Ijósahundar hentugir fyrir verkstæði, bilskúra, vinnusali og fl. Hægt að hengja i loft og á veggi. Rúlla sig sjálfir upp að lokinni notkun. Mjög sterkir. Jarðtengdir. BÍLARAF H.F. Borgartúni 19 Simi 24-700. SAS heldur óbreyttu flugi til Islands A UNDANFÖRNUM árum hefir SAS leigt Boeing þotur Flug- félagsins til tveggja vikulegra ferða á milli Keflavikur og Kaup- mannahafnar og á s.l. sumri hafði SAS samvinnu við Flugfélagið um rekstur fjögurra ferða i viku héðan til Narssarssuaq á Suðvestur-Grænlandi. Ráðgert er að halda þessari samvinnu óbreyttri á milli SAS og Flug- félagssins næsta sumar. Svo sem kunnugt er af fréttum ráðgerði SAS að bæta tveimur vikulegum DC-9 ferðum við flugið, sem fyrirtækið hefir rekið undanfarin sumur i samvinnu við Flugfélag íslands. SAS hefir nú frestað þeim ráðagerðum i eitt ár, fyrst um sinn, eða til vorsins 1976. Þessi frestun á auknu Islandsflugi SAS er ákveðin I ljósi hins ótrygga ástands i flug- og ferðamálum, sem nú rikir um vföa veröld. Seinasta reikningsári SAS lauk 30.9 s.l. Afkorria SAS varð miklu betri en nokkur þorði að vona i upphafi reikningsárins, enda varð nettóhagnaðurinn 77 m.s.kr. eftir að eignir fyrirtækisins höfðu verið afskrifaðar um 232 m.s.kr. Ástæður þess, að SAS hefir tekizt að sleppa við stóráföll i flugrekstrinum bæði nú og mörg undanfarin ár eru margar. Þar vegur þyngst að Skandinavisku löndin sameinuðust um eitt flugfélag til reksturs hins al- menna áætlunarflugs fyrir löndin fyrir um aldarfjórðungi. Auk þessa er hins að geta, að SAS hefir farið sér hægt, miðað við mörg önnur stór flugfélög i útþenslustarfsemi undanfarin ár. Þó hefir þess verið gætt að endur- nýja flugflotann og nú er fyrir- tækið að taka við seínustu DC-9 flugvélunum og fyrstu DC-10 velunum JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frian álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville i alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. Hringbraut 121 . Simi 10-600 Þú verður ekki úti meðan við búum bílinn þinn undir hríðarveðrin! Við bjóðum þér að koma inn úr kuidanum með bílinn þinn til að fá snjóbarðana setta undir—líklega eina verkstæðið I borginni, sem býður slík þægindi. Hröð og góð þjónusta. Við höfum Atlas og Yokohama snjóbarða í flestum stærðum, sem gera þér alla vegi færa í snjó og slyddu, hríð og hálku. Véladeild Sambandsins $ HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SÍMAR 16740 OG 38900 ‘rtÍRGÁRTÓN ERUM I HOFÐATUNI 8 STEINSNAR FRA BIFREIÐAEFTIRLIJINU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.