Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 29

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 29
Sunnudagur 17. nóvember 1974 TÍMINN 29 Sparife þúsundir! eru eldhusinnrettingar fra okkur fyrsta flokks. FALLEGAR«VANDAÐAR*HAGKVÆMAR Afgreiðum innréttingarnar tilbúnar til uppsetningar. Kynnið ykkur kosti afgreiöslufyrirkomulags okkar. SAMVINNUTRÉSMIÐJURNAR Jólamerki Framtíðar- innar KVENFÉLAGIÐ Framtíðin á Akureyri hefir gefið út jólamerki i 40 ár. Frú Ragnheiður Valgarðs- dóttir kennari hefir teiknað merkið að þessu sinni.sem er sér- stök þjóðhátiðarútgáfa. KEMST LENGRA r- EN KOSTAR MINNA Kvenfélagið hvetur alla Akur- eyringa og Norðlendinga til þess að styrkja gott málefni með þvi að kaupa jólamerki „Framtiðar- innar”, en allur ágóði rennur til elliheimilanna á Akureyri. tJtsölustaður I Reykjavik er Frimerkjahúsið, Lækjargötu 6a. Flestar gerðir fólks- og vörubílahjólbarða eru enn fyrirliggjandi - en sumar stærðir eru að colinct nnn Skotar víta hegðun ensku sjómannanna BH—Reykjavik — Frá bæki- stöðvum skozka Þjóðernisflokks- ins á islandi hefur brezka sendi- herranum á islandi borizt bréf I nafni flokksins, þar sem hegðun brezkra sjómanna á Vestfjörðum nýlega er fordæmd harðlega. Bréfið er dagsett 13. nóvember, undirritað af William McDougall, og er svohljóðandi I Islenzkri þýð- ingu: „Skozki Þjóðernisflokkurinn á islandi mótmælir harðlega glæp- samlegri og rustalegri hegðun nokkurra enskra sjómanna, sér- staklega manna af Crystal Palace, sem átt hefur sér stað undanfarnar tvær nætur i Is- lenzka þorpinu Þingeyri. Þessi óhemjulegu lögbroti af hálfu manna frá yðar hluta Englands munu ekkiliðin, og yður væri ráð- legt aðsjá til þess að slikt endur- taki sig ekki. Þar sem skozka þjóðin er enn i tengslum viö stirðbusalegt engil- saxneskt samband, er hún enn- fremur fléttuð I árekstra við þjóðir, sem hún anr.ars kysi að eiga gott samband við. Við félag- ar skozka Þjóðernisflokksins erum staðráðnir i að skilja Skotland frá Englandi i það rik- um máli, að allur rustaháttur og glæpir, framdir af Englending- um, séu á ábyrgð Englendinga einna. Að lokum vill Skozki Þióðernís- flokkurinn minna yður á þá miklu aðstoð, sem islenzk yfirvöl veittu togaranum Port Vale nýlega og biðja yður aö bera það göfug- mannlega verk saman við grimmdaræði þorparalýðs, sem hefur rofið friðhelgi litils, varnar- lauss Islenzks byggðarlags.” Kaupið Barum hjólbarðana á sérstöku afsláttarverði ÞEGAR SAMVSZKAN SLÆR Vanstilltur og viðskotaillur er presturinn Páll Pálsson I pástli sinum i TIMANUM 14. þ.m. Hin annarlegu skrif fjalla um „átta- villtan sóknarnefndarfor- mann”, og þykir vist engum mikið, þótt einn aumur sóknar- nefndarmaður kunni að villast eitthvað á áttum nú._ er sjálfir vitarnir eru sumir teknir að gerast svo litt áreiðanlegir, sem dæmin sanna. Þeir, sem lesa þau fáu orð, sem blaðamaður TIMANS hefur eftir mér i blaðinu 6. þ.m., sjá glöggt — af pistli sr. Páls — að hér sannast enn einu sinni, að sannleikanum verður hver sár- reiðastur. — Ekkert frumkvæði átti ég að samtali þvi, er TIM- INN átti við mig, enda segir blaðamaðurinn: hann „var fremur ófús til að tjá sig um málið”. Það er vægt að orði komizt, og mun blaðamaðurinn (HJ) eflaustfúslega kannast við og staðfesta fyrir hverjum sem vera skal, að ég óskaði ekkieftir að tjá mig um orðsendingar prestanna tveggja IVISI, fannst þær ekki umsagnar verðar. En þar sem ekki varð framhjá hin- um skelegga blaðamanni kom- ist, þá talaði ég — eins og mér er tamt — þannig, að allir megi skilja. Mér falla ekki dylgjur eða hálfkveðnar visur um al- varleg mál. Reiðiskrif sr. Páls þurfa ekki minn dóm, þau dæma sig sjálf. Þó skal vikið að hálfkveðinni visu prestsins og tveim til þrem öðrum atriðum öðrum. Hver var sú „ásjá”, er prest- urinn veitti mér á sinum tima? Jú, er hann ritaði sunnudags- hugvekjur MORGUNBLAÐS- INS kom ég að máli við hann fyrir hinn árlega bibliudag Isl. kirkjuunnar og bað hann minn- ast BIBLÍUNNAR sérstaklega og þess starfs, sem kirkjan vinnur hér heima og erlendis að útbreiðslu hennar á vegum Bibliufélaganna. Það var það. Ég bið nú prest velvirðingar á þessari tilætlunarsemi, en ég er þó vis til — málefnisins vegna — að endurtaka sömu beiðni siðar, ef þórf krefur. Honum láðist hinsvegar að geta þess, að hann leitaði sjálfur ásjár hjá mér fyrir prestskosn- ingar i Hallgrimssöfnuði 1967. Ekki gat ég þá orðið viö Dón hans um stuðning, sagði honum að ég hefði þegar fyrir löngu gefið öðrum presti fyrirheiti um atkvæði mitt, ef hann sækti um embætti sóknarprestsins, hvað hann gerði. Ekki réð þó atkvæði mitt neinum úrslitum um kjör þá. Sr. Páll gerir mér upp gremju vegna þess að hann ákvað að draga sig til baka nú. Hvers vegna? Ég er hreint ekkert gramur, en tek undir með hon- um, að það fór vel á þvi að hann dró sig til baka nú, m.a. vegna þess að hann skortir, a.m.k. um þessar mundir, rósemi huga og hjarta til að taka að sér vande- samt starf sóknarprests i stórum söfnuði. Þetta meó sjónvarpið er vist öllum augljóst, og hin lagalega útlistun prestsins um hvers vegna „hann lét tilleiðast” er litt sannfærandi. Liklega brosa þeir, sem bezt þekkja til hjá sjónvarpi. Sr. Páll vill leiðbeina mér um rétt og rangt og áminnir mig um skyldur sóknarnefndarfor- manns. — Það getur aldrei verið skylda nokkurs manns að þegja um sannleikann, þegar um hann er spurt. — Ekki var það skoðanalaus sóknarnefndarfor- maður, sem stýrði prestskostn- ingum i Hallgrimssöfnuði 1940 og 1944, og fór þó allt vel fram þá. Ég er hvorki bitur né gramur nú, eins og sr. Páll. Ég óska hon- um alls góðs og minni á það, sem gerðist með hinn fræga nafna hans á veginum til Damaskus forðum. Tilgangur- inn með ferðinni þangað var ekki góður, enhann mætti sjálf- um Jesú á leiðinni, og þá snerist allt til góðs, mikils góðs fyrir hann og óteljandi aðra. En Páll þurfti langan undirbún- ingstima áður en hann varð, það sem hann varð. Hermann Þorsteinsson Ég vil aðeins staðfesta það, sem fram kemur i grein Her- manns Þorsteinssonar, að hann átti ekkert frumkvæði að þvi viðtali, er ég hafði við hann. I grein minni sagði orðrétt: „H. var fremur ófús til að tjá sig um málið”, og ætti þvl öllum að vera ljóst, að hann kom ekki á minn fund heldur sneri ég mér til hans. HJ TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-6 SIMI 42600 K0PAV0GI Við sendum hjólbarðana út á land SAMDÆGURS — Pöntunarsími 4-26-06 HVAR 5EM Á ER LITIÐ •••

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.