Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 30

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 17. nóvember 1974 Nú- tíminn Slade á sviöi Laugardalshallarinnar og elnn rótari þeirra hjáipar Islenzkri ungpiu eftir að hún haföi falliö I yfirlið. Þessi mynd sýnir vel þá miklu stemmningu sem rikti á þessum stórkostlegu hljómleikum. Gleöi og hamingja neistar út úr hverju andliti. ' Timamyndir: Gunnar HINNI vinsælu popphljómsveit Slade tókst þaö, sem margir áiitu aö ekki væri hægt hér uppi á Fróni: Þeir hrifu áhorfendur meö sér og sköpuöu þar meö mestu stemmningu, sem hér hefur veriö náö á hljómleikum. Þetta eru stór orö, en sönn engu aö siöur. Slade er frægust fyrir að ná takmarkalausu valdi á áhorfend- um slnum og skapa hrifningu á hljómleikum og menn spurðu þvi sjálfa sig fyrir hljómleikana: Getur veriö að Slade geti hrifið Is- lenzka áhorfendur og skapaö þessa margumtöluöu Slade- stemmingu: Eða er þetta ekki bara goösögn um Slade? Kunna Islenzkir áhorfendur að hrffast meö á hljómleikum? Slade-menn voru spurð- ir að þvl fyrir hljómleikana, hvort þeir teldu, að þeir gætu náö þess- um áhrifum á hljómleikunum og svarið, sem þeir gáfu, var eitt- hvað á þessa leið: Af hverju ætt- um við ekki eins að geta það hér, eins og alls staðar annars staðar? Og Slade tókst þaö svo sannar- lega. Adrei fyrr hafa hljómleika- gestir á Islandi skemmt sér jafn vel, jafn innilega, jafn konung- lega. Gleöi og hamingja skein út úr nær hverju andliti, og hróp Is- lenzku áhorfendanna I lok hljóm- leikanna til þessara brezku poppgoöa, lýstu vel hug þeirra: WE WANT SLADE, - berg-. málaöi um Höllina, — og Slade brást ekki: hljómsveitin lék tvö aukalög. Noddy Holder og félagar höföu þaö líka fyrst og fremst I huga, er þeir gengu inn á sviö Laugardals- hallarinnar, að skemmta áhorf- endum, — og Slade kann þá list betur en aðrir heimsfrægir skemmtikraftar, sem gist hafa ísland. Holder var potturinn og pannan f þessari miklu skemmtun. Hann talaði til fólksins millum laga, skáskaut skemmtilegum athuga- semdum út í salinn, fékk alla til að syngja með hljómsveitinni, klappa saman lófunum og stappa I gólfið eftir ákveðnum takti. Og Slade fékk raunverulega alla til að lifa sig inn í tónlistina, þessa HLJÓMPLÖTUDÓMAR DOAAARI: GUNNAR GUNNARSSON ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Þá eru Rolling Stones mættir til leiks aö nýju eftir nokkurt hlé, — nú meö LP-plötu, sem þeir kaila It’s only Rock’n RoII, og eins og nafniö ber meö sér, er hér á feröinni sannköll- uö rokkpiata. Á plötunni flytja Rolling Stones meö miklum ágætum hrátt og gróft rokk, — en á köflum þó fingert rokk, — tón- list sem Stones einir geta framkallað virkilega smekk- lega. It’s only Rock’n Roll er þrælgóö plata, sem nauösyn- legt er aö hlusta afar vel á, og platan mun vonandi opna augu Nazareth-æskunnar, þvi svona á aö flytja grófa rokk- tónlist, — þaö er ekki nóg, aö öskra og keyra hljóðfærin I botn, — þaö þarf llka aö gera þaö smekklega. Neil Diamond hefur á undan- förnum árum veriö iöinn viö aö senda frá sér lög, sem sleg- iö hafa i gegn, — enda viröist hann kunna mæta vel hina svonefndu „hits-formúlu”. Lög Neil Diamonds eru melódisk meö nákvæmu og fjölbreyttu undirspili, — og lögin eru þannig, aö maöur gripur þau strax og fer ósjálf- rátt aö raula meö. Þessi nýja plata Diamonds, Seranade, er engin undan- tekning miöaö viösföari plötur hans, — hér er á feröinni nokk- uö heföbundin Diamond-plata i ætt viö Jónatan Livingstóne máv. Hér er 52 manna sinfónisk-hljómsveit, ásamt bassa, gftar, trommum pfanói og stórgóöum söng Diamonds, sem fylgja formúlunni eftir út i yztu æsar. Leonard Cohen er einn þeirra listamanna, sem skipa virðu- legan sess i heimi popptón- listarinnar, — jafnvel þótt ekki sé hægt aö segja meö sanni aö framleiðsla Cohens sé raunverulegt popp. Margir, em eru andsnúnir poppinu, kunna vel aö meta hin drungalegu og oft niöur- drepandi lög Cohens, sem hann fiytur af einstakri snilid. Segja má, aö tónlist hans sé „kiassik” I poppinu, þvi lög hans rykfalia ekki og eru óháö aliri tónllstartlzku, sem gripur um sig ööru hvoru. New Skin for the Old Ceremony er eins og annaö, sem Cohen hefur gert, — lögin kannski ögn melódiskari, en ljóöin eru ósvikin Cohen-ljóö: sorgleg og hæöin, döpur, — en góö! Dave Mason er einn af upprunalegum meölimum hljómsveitarinnar Traffic og meö þeim samdi hann mörg af beztu lögum hljóm- sveitarinnar t.d. „Hole in my Shoe” og „Feelin Allright”. Eftir veru sina í Traffic hefur hann komiö viöa viö. Mason hefur leikiö meö George Harrison, Eric Clapton, Delaney and Bonnie — og meistara Hendrix, svo nokkur nöfn séu nefnd. Hefur Mason gefiö út nokkrar plötur og er þetta sú nýjasta og nefnist einfaldlega Dave Mason. Á þessari piötu sannar Mason hve góöur tónlistar- maöur hann er og söngvari. Einnig er allur hljóöfæra- leikur á plötunni léttur og ferskur. Dave Mason er góö og létt plata, sem margir ættu aö hafa gaman af og öll hans reynsla og þekking — sem hann hefur aflaö sér gegnum árin — kemur hér vel tii skila. HIjómplötudeild FACO hefur lánað síðunni þessar plötur til umsagnar taktföstu grófu rokktónlist, sem nær auðveldlega til allra. Félagar Holders, Jim Lea, bassaleikari og Dave Hill, gitar- leikari áttu samt ekki litinn þátt I þessari miklu stemmningu. Þeir dönsuðu um sviðið, hlógu og brostu og gerðu allt til að vekja á sér athygli. Tónlistin sjálf sat ekki i fyrir- rúmi á þessum stórkostlegu hljómleikum og átti sennilega aldrei að vera efst á blaði. Fyrir Slade er tónlistin sennilega ekkert annað en tæki til að laða fram þau áhrif, sem hljómsveitin vill ná fram á eigin hljómleikum, — og því má sennilega að eilifu deila um gildi og gæði þessara tónleika frá tónlistarlegu sjónar- miði. Frá mlnum bæjardyrum séð, var hljómsveitin hvorki betri né verri en ég bjóst við, — þeir sýndu enga snilld I meðferö hljóð- færanna en kunna sitt fag og gerðu nákvæmlega það, sem þeir ætluðu sér. Hávaðinn var óskaplegur, en sennilega nauðsynlegur engu aö slður, þvi hann hefur sljóvgandi áhrif á taugakerfið og gerir sennilega áhorfendur hrifnæmari en ella. Fyrir þá, sem litu gagn- rýnum augum á Slade, var hávaðinn martröð. ósjálfrátt kenndi maður I brjósti um lögregluþjónana, sem stóðu upp viö hátalarasúlurnar, en slöar kom I ljós að þeir höfðu verið svo forsjálir að hafa bómull meðferðis. Við sviðiö var troðningur mik- ill, og fljótlega eftir að Slade hóf leik sinn, tók að syrta i álinn, (I orösins fyllstu merkingu) hjá nokkrum táningaskvlsum I fremstu röðunum. Fellu þær margar I yfirlið I þrengslunum og varð þvi að bera þær máttlausar og hvltar sem næpur bak viö sviöið. Voru þaö lögregluþjónar og rótarar Slade sem unnu þessi björgunarstörf við mjög erfiöar aðstæður, og skulum við vona, aö þeim og skvlsunum hafi ekki orðiö meint af. Kannski ættum við að ljúka þessu hljómleikaspjalli meö orð- um eins sessunautar míns á hljómleikunum: Mér fannst Bítlarnir beztir I kvöld þeir voruekki mjög háværir og sýndu runar á sér slnar beztu hliðar. (Leikin voru lög meö Bítlunum af segulbandi I hléi, sem varö meðan Slade kom tonnunum sin- um fyrir á sviðinu). Að öllu gamni slepptu: Þessir svo mjög áhrifarlku Slade- hljómleikar voru fyrst og fremst skemmtilegir, — góð kvöldstund og kærkominn viöburöur I fremur fátæklegt Islenzkt poppllf. Takk fyrir Amundi Amunda- son. Takk fyrir Slade. Og Ámundi, —mundu óskrifaða boöorðið: Halda skaltu áfram á sömu braut. —Gsal—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.