Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 37

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 37
Sunnudagur 17. nóvember 1974 TÍMINN 37 Einstæðir foreldrar gefa út jólakort FB—Reykjavik Félag einstæöra foreldra hefur gefiö út jólakort, sem seld verða tsí styrktar félagsstarfinu. Kortin eru tvenns konar, og hafa þeir Baltazar og Glsli Sigurðsson gert teikningarnar á þeim. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins, Traðakotssundi 6, Bókabúð Blöndals T Vesturveri, I Bóksölu stúdenta, Bókaverzluninni Kleppsvegi 150, Bókabúð Olivers I Hafnarfirði, og þau fást einnig i Keflavlk og á Akureyri, auk þess sem fjöldi félaga mun selja kortin. Aðalfundur Félags einstæðra foreldra var haldinn 11. nóvember sl. 1 stjórn voru kjörin Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður, i aðalstjórn: Steindór Hjartarson, Þóra Stefánsdóttir, Margrét örnólfsdóttir og Ingibjörg Jénasdéttir. í varastjórn eru: Egill R. Friðleifsson, Þórunn Friðriksdc 'u @g Stella Jóhannsdóttir. Eitt verkanna á sýningu dönsku graffbiista mannanna. DANSKIR GRAFÍKLSSTA- MENM SÝNA HJÁ SÚM LAUGARDAGINN 16. nóv. kl. 4 var opnuð sýning I gallerl SGM, Vatnsstfg 3B, I Reykjavlk, á verkum 14 ungra danskra grafíklistamanna. Sýningarhópur þessi, er nefnist ..Trykker- banden”, hefur starfað siðan 1971, og eru ílesíir meðlima hans búsettir I Kaupmannahöfn. Nöfn sýnenda eru: Knud Andersen, Aske Dam, Henrik Flagstad, Johanne Fos«, Henning Hansen, Sören Hansen, Sys Hindsbo, Jörgen Tang Holbek Leif Kath, Mogens Kolkjær. Susanne Mark Mogens Norgsard Ole Sporring og Ingelise Westman. „Trykkerbanden” hefur það að markmiði að ná til þess fólks, sem ekki er I daglegum tengslum við myndlist. Sýna þeir þvi gjarna myndir slnar á fjölförnum stöðum, eins og t.d. á al- menningsbókasöfnum, I skólum og jafnvel veitingahúsum. Einnig stilla þeir verði mynda sinna svo I hóf, að engum sé það ofurefli að eignast þrykk af verki. Á sýningunni I galleri SÚM, eru rúmlega 70 verk, unnin I mis- munandi tækni, þ.e. serigrafi, zinkógrafi, iithografi, æting og dúkskurður. Einnig er bók á sýningunni „Bréf til Frankós hershöfðingja,,’ eftir spánska leikritsskáldið Arrabal, og er þessi bók mvndskreytt af Mogens Kolkjær. Sérhvert eintak bókar- innar inniheldur „original” grafikverk. öll voru þessi verk á sýningu i Helligaands hus við Strikið i Kaupmannahöfn i april- mánuði sl. Sýning þessi er haldin Kraninn meö innbyggt þermóstat er hvildarlaust á veröi um þægindi heimilisins, nótt og dag afstýrir hann óþarfa eyöslu og gætir þess, aó hitinn sé jafn og eðlilegur, því aö hann stillir sig sjálfur án afláts eftir hitastigi loftsins í herberginu. Fyrir tilstilli hans þurfiö þér aldrei aó kvióa óvæntri upphæö á reikningnum, né þjást til skiptis af óvióráöanlegum hita og kulda í eigin ibúö, af þvi aö gleymdist aó stilla krana eöa enginn var til aö vaka yfir honum. BYGGINGAVÖRUSALA SAMBANDSINS Suðurlandsbraut 32 Reykjavik simi8 20 33 á vegum SúM og nýtur styrks frá Menntamálaráði. Sýningin er opin daglega kl. 4- 10, og stendur hún til 30. nóvember. l-«- QO ?- Rauði krossinn opnar sjúkrahótel Föstudaginn 15. nóvember opn- aði Rauði kross tslands sjúkra- hótel að Skipholti 21 I Reykjavik. Hér er um tilraunastafsemi að ræða, sem hefur ekki verið reynd hérlendis áður, en hefur gefið góða raun i nágrannaiöndum okk- ar. Ætiunin er að veita sjúkli'*gum, sem hafa ferlivist, tækifæri tii að dveljast i heimilislegum húsa- kynnum með meira frjáisræði en þeir hafa á sjúkrahúsi. Dvöl á sjúkrahóteli R.K.t. er veitt samkvæmt beiðni viðkom- andi sjúkrahúss. Hún er veitt: a) fólki sem er i forrannsókn eða meðferð á sjúkrahúsinu. b) fólki sem útskrifast af sjúkrahúsinu um stundarsakir. c) fólki sem er i eftirmeðferð eða undir eftirliti að lokinni sjúkrahússdvöl. Tekið er á móti beiðnum i sima 2-05-20 milli kl. 9—12 daglega. Taka þarf fram hversu lengi fyrirhugað er að sjúklingur dvelji þar. Sjúkrahótelið er eingöngu ætlað þeim sjúklingum, sem hafa ferli- vist og geta bjargað sér utan húss og innan. Dvöl sjúklings á hótel- inu er á ábyrgð þess sjúkrahúss, sem sér um innlangingu hans. Veikist sjúklingur skyndilega á hótelinu, verður að flytja hann til meðferðar á viðkomandi sjúkra- hús, þar sem sjúkrahótelið lætur hvorli i té læknishjálp né hjúkrun. Við komuna til hótelsins skal sjúklingur afhenda læknisvottorð frá sjúkrahúsinu til trúnaðar- læknis sjúkrahótelsins á þar til gerðum eyðublöðum, sem R.K.l. sór um að útvega. A sjúkrahótelinu fá gestir þess gistingu og fullt fæði sér að kostn- aðarlausu. Hjúkrun eða lækning er ekki látin i té. Forstöðukona sjúkrahóteisins er Bryndis Jónsdottir og trúnað- arlæknir ólafur Jónsson. Rýmingarsala Karlmannaföt Vegna breytinga á húsnæði og framleiðslu seljum við á mánudag, þriðjudag og mið- vikudag unglingaföt Karlmanna-, drengja- og á sérstaklega hagkvæmu verði. Verk- smiðjuverði. Mikið úrvai af stökum buxum og jökkum. Nú er tækiíærið til að gera géð kaup á verksmiðjuúísölunni Snorrabrauí 56. Fataverksmiðjan Gef[yn Snorrcbraut 56 AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Hafnarfjörður - Olíustyrkur Greiðsla oliustyrks samkvæmt lögum nr 47/1974 fyrir timabilið júni/ágúst fer fram á bæjarskrifstofunum, Strandgötu 6. Styrkur- inn greiöistþeim framteljendum til skatts, sem búið hafa við olíu- upphitun ofangreint timabil. Framvisa þarf persónuskilrikjum til að fá styrkinn grelddan. Greiðslum verður hagað þannig: Til framteljenda hverra nafn byrjar á: A-F miðvikudaginn 20. nóvember kl. 10-12 og 13-16. G-H fimmtudaginn 21. nóvember kl. 10-12 og 13-16. l-M mánudaginn 25. nóvember kl 10-12 og 13-16. M-S þriðjudaginn 26. nóvember kl. 10-12 og 13-16. T-0 miðvikudaginn 27. nóvember kl. 10-12 og 13-16. Bæjarlögmaðurinn i Hafnarfirði. Sjálfvirki ofnkraninn Ný gerö- öruggureinfaldursmekklegur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.