Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 29. nóvember X974. Stangveiðifélagi Reykjavíkur breytt í samvinnufélag? Félagar nú um 1200 — 23 milljónir í leigugjald á veiðióm — dsókn útlendinga að minnka NÝLOKIÐ er 35. aðalfundi Stangaveiðifélags Reykjavlkur. í ræðu félagsins, Barða Frið- rikssonar hrl., kom fram að rekstur féiagsins hefði gengið vel á starfsárinu. Hagnaður eftir fullar afskriftir nam um kr. 2,5 miiij., en afskriftir voru kr. 0,9 millj. Hefur hagur félagsins þvi farið mjög batnandi, enda gekk sala veiðileyfa hér innanlands með allra bezta móti. Lánsfjárskortur hefur hins vegar skapað ýmsa erfiðieika. Arni A. Gunnarsson viðskiptafræðingur, fram- kvæmdastjóri félagsins, hefur nú sagt starfi sinú lausu og i hans stað verið ráðinn Friðrik D. Stefánsson viðskiptafræðingur. Nýlokið er viðræðum um nýjan Elliðaársamning, og sömuleiðis hefur undanfarið farið fram endurskoðun á Grimsár- samningnum. Samstarf við veiðiréttareigendur hefur verið með ágætum. A vegum félagsins starfa nú sem fyrr 17 nefndir, og eru störf þeirra ómetanleg fyrir félagið. Barði Friðriksson skýrði frá þvi, að á fundi stjórnar og fulltrúaráðs s.l. sumar hefði komiö fram hugmynd um að athuga, hvort ekki væri orðið timabært að breyta félagsformi Stangaveiðifélagsins i samvinnu- félag, og er sú tillaga i athugun. Barði gat þess einnig, að eftirspurn erlendra veiðimanna i veiöi hér hefði farið minnkandi, og væru ástæðurnar fyrir þvi hátt verölag hérlendis og batnandi laxveiði i Kanada og Noregi. Arið 1972 var gerður samningur um fiskirækt i vatnahverfi Tungufljóts, en samkvæmt þessum samningi skal SVFR sjá um byggingu laxastiga i Faxa. Sjálfu verkinu við stigabygging- una er nú nær lokið. Félagið rekur nú sem fyrr Klak- og eldisstöðina við Elliðaár. Mestöll framleiðslan fer i þær ár, sem Stangaveiðifélagið hefur verið með i ræktun, þ.e. Lagar- fjótsárnar, Tungufljót og Breiðdalsá, en i þær hafa verið sett á undanförnum árum yfir ein milljón seiða. Framangreindar ræktunarframkvæmdir hafa ekki enn gefið neinn arð, enda ekki við þvi að búast, en næsta sumar ætti að sjást, hvort ræktunin i Lagar- fjótsánum og Tungufljóti beri tilætlaðan árangur, þvi þá verða laxastigarnir komnir i gagnið og svo langt um liðið frá byrjun ræktunarinnar, að endurheimtir veröa liklegar. Barði gat þess, að flestar þær ár, sem Stanga- veiðifélagið hefur haft á leigu um lengri eða skemmri tima og séð um ræktun i,hafi stórbatnað, og i sumum tilfellum hefur laxagengd margfaldazt, svo sem i Elliðaánum og i Norðurá, en i báðum þessum ám hefur veiðin sexfaldazt. Hinn 17. mai s.l. var haldið veg- legt afmælishóf, en þá varð félagið 35 ára. Það var stofnað árið 1939, og voru stofnfélagar skráðir 48, en nú teljast þeir um 1200. Fyrsta formlega stjórn var skipuð eftirtöldum mönnum: Gunnari Benediktssyni hrl., sem var formaður félagsins, Óskari Norðmann og Friðrik Þorsteins- syni. A fundi á stofnári var samþykkt tilboð frá Rafmagns- veitu Reykjavikur á leigu á veiðirétti i Elliðaánum fyrir sumarið að upphæð kr. 3.500.-. Leiga fyrir Elliðaárnar samkvæmt nýgerðum samningi er kr. 1,6 milljón. Á siðasta starfsári greiddi félagið um 23 millj. kr. i ársleigu, en heildarvelta Stangaveiði- félagsins var nær 40 milljónir króna. 1 stjórn Stangaveiðifélags Reykjavikur sitja nú eftirtaldir menn: Barði Friðriksson hrl., formaður, Magnús Ólafsson varaformaður, Þórður Jasonarson, gjaldk., Karl Guðmundsson ritari og Eyþór Sigmundsson meðstjórnandi. í varastjórn voru kjörnir á fundinum: Runólfur Heydal, Karl Ómar Jónsson og Sverrir Þor- steinsson. Rúgbrauð er vitamínauðug fæða, en þó einkum af B-vítamíni. Reglubundin neysla þess er talin veíta oss öðru fremur hrausta og mjúka húð, styrkja taugakerfið og bæta meltinguna. Rúgbrauð er nauðsyn unglingum í uppvexti og fullorðnum stöðug heilsubót. DnDRIIU ni I MCIDA Dl'l/'DDAIIn Lionsmenn í Hafnarfirði selja jóla- pappír LIONSMENN i Hafnarfirði selja á laugardaginn 30. nóvember jólapappir o.fl. Agóði rennur nú sem endranær til liknarmála i Hafnarfirði. Lionsmenn vænta þess, að Hafnfirðingar taki þeim vel sem fyrr og styðji þannig gott málefni. Leiðrétting Þau ieiðu mistök urðu i frétt Timans i gær um mannshvarfið i Keflavik, að niður féllu nokkrar linur i niðurlagi fréttarinnar, þannig að siðasta málsgreinin varð hjákátleg. Niöurlag fréttarinnar átti að vera þannig. Nefndi hann m.a., að enginn hefði verið leiddur fyrir stúlkurnar i Hafnarbúðinni, og það myndi ekki verða gert fyrr en eftir nokkra daga, þegar búið væri að vinna úr upplýsingunum. — Ég verð samt sem áður að segja það, að ég er mjög bjart- sýnn á, að okkur takist að finna þennan mann, sem fékk að hringja i Hafnarbúðinni, sagði Haukur Guðmundsson. Húsavið- gerðir s.f. Veturinn er ekki kominn, enn er tími til húsavið- gerða Sími 12197. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra i Reykjavik, efnir til jólabasars i Lindarbæ, Lindargötu 9, sunnudaginn 1. desember kl. 14.00. Vöruúrval veröur fjölbreytt að venju, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Agóði af basarnum rennur til hins nýja félagsheimilis Sjálfsbjargar I Reykjavik að Hátúni 12. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNAR óskast til starfa við Barnaspitala Hringsins. Einn frá 1. janúar nk. og tveir frá 1. febrúar nk. (6 mánaða stöður). Umsóknarfrestur um fyrri stöðuna er til 15. desember nk., en þá sibari til 28. desember nk. Umsóknum er greini aldur, námsferil og fyrri störf, ber að senda skrifstofu rikis- spitalanna. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspitalans. FóSTRA óskast til starfa frá 1. janúar nk. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Nánari upplýs- ingar veitir yfirlæknir Barna- spitalans, simi: 24160. Umsóknareyðublöð eru til staðar á skrifstofu rikisspitalanna. VÍFILSSTAÐASPÍ TALI: TRÉSMIÐUR óskast til starfa við spitalann . Má búast við að vinna einnig siðar við aðrar stofnanir rikisspitala. Umsóknarfrestur er til 13. desember nk. Nánari upplýs- ingar veitir umsjónarmaður spitalans, kl. 10-12, simi: 42800. KÓPAVOGSHÆLI: IÐJUÞJÁLFARI óskast til starfa helzt frá næstu áramótum. Um- sóknarfrestur er til 13. desember nk. Nánari upplýsingar veitir for- stöðumaður, simi: 41500. KLEPPSSPÍTALI: DEILD ARH JÚKRUN ARKON A óskast til starfa á deild 8, til afleys- inga i nokkra mánuði. HJÚKRUNARKONA Óskast til starfa á GÖNGUDEILD. STARFSSTÚLKA óskast til starfa á Dagheimili fyrir börn starfsfólks. Upplýsingar um stöður þessar veitir forstöðukona spitalans, simi: 38160. Reykjavik, 28. nóvember, 1974. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.