Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 29. növember 1974. TÍMINN 9 V . ...... , _____ /. tJtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð i lausasöiu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Hermannsson víkur Þær fréttir berast frá Sviþjóð, að C. H. Her- mannsson, sem undanfarin ár hefur verið for- maður Vinstri flokksins — kommúnistanna, hafi ákveðið að láta af formennskunni á þingi flokksins, sem haldið verður i marz 1975. Með brottvikningu hans er ekki ósennilegt, að ljúki at- hyglisverðum þætti I stjórnmálasögu Svia á siðari árum. Þegar Hermannsson tók við formennsku flokksins, hét hann Kommúnistaflokkur Sviþjóðar og starfaði sem hreinn kommúnistaflokkur. Her- mannsson gerði sér ljóst, að slikt var ekki heppi- legt til framdráttar, og þvi beitti hann sér fyrir þvi að nafni flokksins væri breytt og að hann markaði sér eins konar millistöðu milli kommúnista og sósialdemókrata, sem sósialistiskur flokkur. Þetta virtist álitlegt til fylgis um skeið og flokkurinn jók verulega fylgi sitt. Bráðlega tók þó að bera á þvi, að erfitt væri að saméina kommúnista og sósial- demókrata i einum flokki. Af hálfu kommúnista hefur Hermannsson sætt svo vaxandi gagnrýni i seinni tíð, að hann hefur ákveðið að leggja niður forustuna, og þykir liklegt, að einhver hinna hrein- ræktuðu kommúnista taki við af honum. Sennilega lýkur þar með tilrauninni i Sviþjóð með svonefnd- an sósialistiskan flokk sem eigi að sameina kommúnista og sósialdemókrata. í Danmörku var slik tilraun gerð undir forustu Aksel Larsens, en virðist nú vera að renna út i sandinn. Það er heldur ekki neitt undarlegt, þótt tilraunir til að stofna sósialiskan flokk, sem á að sameina sósialdemókrata og kommúnista, fari út um þúfur. Bilið milli sósialdemókratiskrar stefnu og kommúnistiskrar stefnu er svo langt, að það verður ekki brúað með neinni sameiningu. Sósialdemókratiskur flokkur og kommúnistiskur flokkur geta haft takmarkaða samvinnu og staðið að rikisstjórn i vissan tima, en þeir geta aldrei sameinazt. Til þess er skoðanamunurinn alltof mikill. Þetta sést m.a. glöggt á slikri tilraun, sem verið er að gera hérlendis, þar sem Alþýðubandalagið er. Þótt Alþýðubandalagið sé senn 10 ára, hefur þvi ekki tekizt fyrr en á landsfundinum nú að setja sér drög að stefnuskrá. Fjarri virðist þó að ánægja hafi rikt um þessi drög og þvi var ákveðið, að þvi er Þjóðviljinn segir, að stefnuskráin „þyrfti að vera i sifelldri athugun og endurmótun eftir þvi sem þjóðfélagið breytist og sósialisk hreyfing verður sterkari”. Samkvæmt þvi, sem Þjóðviljinn hefur eftir ungum manni á landsfundinum, Guðbrandi Magnússyni frá Sauðárkróki, er stefnuskráin óljós, þegar rætt er um baráttuað- ferðina. ,,Það, sem við þurfum að taka til ræki- legrar athugunar nú”, segir Guðbrandur, ,,er af- staðan til valdatökunnar. Okkur ætti að vera orðið ljóst, að borgarastéttin lætur ekki frá sér þjóðfélagsyfirráð sin með friðsamlegum hætti, eins og t.d. sannaðist i Chile. Þannig getur farið, ef hinni friðsamlegu málamiðlunarleið Alþýðu- bandalagsins er haldið til streitu og augunum lok- að fyrir staðreyndum.” Það mun ekki sizt þetta grundvallaratriði, valdatakan, sem á að vera i „sifelldri athugun og endurmótun ” samkvæmt frásögn Þjóðviljans, ,,eftir þvi sem þjóðfélagið breytist og sósialisk hreyfing verður sterkari.” En þetta grundvallar- atriði veldur þvi einnig, að ekki er hægt að sam- ræma sósialdemókratisk og kommúnistisk sjónar- mið og vinnuaðferðir. Þ.Þ. Gerald Clarke, Time: Frelsisbarátta getur réttlætt hermdarverk Dómarnir um þau fara eftir árangrinum Menachem Begin „MARGIR ykkar, sem sitjið þetta allsherjarþing, voru álitnir hermdarverkamenn áður fyrr”. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestinu- Araba viðhafði þessi orð i ræöu sinni á allsherjarþinginu um daginn. Hann var að tala sinu máli og vildi minna marga fulltrúa Þriðja heims- ins á, að umheimurinn hefði fyrrum álitið þá afbrotamenn. En þessi ummæli voru hvergi nærri staðlausir stafir. Margir áheyrenda hans höfðu verið hundeltir — eins og hann sjálf- ur — og hundelt aðra. Hermdarverk eru yfirleitt öfugu megin við það, sem al- menningur telur heiðarlegt. En sú hefir þó orðið raunin undangenginn aldarfjórðung, að þau hafa þvi miður talizt óhjákvæmilegur liður i frelsis- baráttu margra þeirra þjóða, sem nú njóta fullveldis. SAMKVÆMT venju teljast þeir hermdarverkamenn, sem beita óleyfilegu ofbeldi i sókn sinni að pólitisku markmiði. 1 augum þeirra, sem fyrir of- beldinu verða, — eins og ísra- elsmanna að undanförnu, sem hafa orðið að þola sprengju- og skotárásir skæruliðanna — eru hermdarverkamennirnir tilfinningalausir morðheiglar, sem níöast á saklausum kon- um og börnum. Hermdarverkamennirnir telja sig aftur á móti vera byltingamenn, Skæruliða og hermenn I frelsisbaráttu. Þeir réttlæta beitingu ofbeldis með þvi, að hún sé nauðsynleg að- ferð undirokaðra þjóða, sem séu að berjast gegn kúgunar- og nýlendustjórnum. Fylgis- menn hermdarverkamanna halda fram, aðbeiting ofbeldis með árangri styðji kröfu þeirra til virðingar en veiki hana ekki. VERÐI til dæmis stofnað sjálfstætt Palestinuriki getur hæglega svo farið, að styttur af Arafat verði reistar þar á torgum, rétt eins og reistar voru styttur af Eamon de Valera á írlandi og Emiliano Zapata i Mexikó. Leiðtogi Frelsishreyfingar Palestinu- Araba fékk að koma fram á fundi allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna og sú staðreynd ein sýnir, að hreyfingin er virðingarverð i augum fjölda manna. „Hvað er virðingar- vert eða ekki i augum hvers og eins veltur á þvi, hvort hann er með eða móti”, segir sagn- fræöingurinn Alastair Buchan i Oxford. „Arabiu-Lawrence var hermdarverkamaður i augum Tyrkja”. Kúgaðar þjóðir hafa oft gripið til ofbeldis i byrjun frelsisbaráttu sinnar. Irska lýðveldið hefði ef til vill aldrei fengið viðurkennt sjálfstæði sitt ef ekki hefði notið við skæruhernaðar þess, sem írski lýðveldisherinn stund- aði. Misindisorð Irska lýð- veldishersins kom ekki i veg fyrir, að fyrrverandi leiðtogi hans, Sean MacBride, fékk i haust friðarverðlaun Nobels fyrir baráttu sina fyrir sakar- uppgjöf pólitiskra fanga. ALSIRBÚAR knúðu Frakka til að hverfa frá Norður-Afriku árið 1962, og það brotthvarf var árangur blóðugustu hermdarverkabaráttu á blóði drifinni öld. Arið 1956 stóðu þessi orð i einu blaði skæru- liöa: „Bræður góðir. Látið ykkur ekki nægja að aflifa. Limlestið andstæðingana á förnum vegi. Stingið úr þeim augun, höggv- ið af þeim hendur og fætur.” Hermdarverkamenn hreyfingarinnar létu sér þetta aö kenningu verða og réðust á Frakka, bæði i Alsír og heima I Frakklandi. Þeir réðust einn- ig á alsirska múhameðstrúar- menn, sem höfnuðu allri sam- vinnu við þá. Árið 1957 myrti hreyfingin 300 ibúa Kabylia- héraðs, en þeir lágu undir grun um samvinnu við and- stæðinga hennar. Frakkar hétu þvi, að ræða ekki við slika morðingja, en deiluaðilar sett- ust eigi að siður að samninga- boröi I Evian-les-Bains. Leiðtogi hermdarverka- hreyfingar Mau Mau, sem barðist gegn Bretum i Kenya, á nú sæti i rikisstjórn Jomo Kenyatta forseta. Hreyfingin nýtur nú opinberrar viður- kenningar sem hetjuleg frels- ishreyfing. SVO undarlega vill til, að Israelsriki væri sennilega ekki til, ef baráttu hermdarverka- manna hefði ekki notið við. Irgun Zvai Leumi og Harði hópurinn hétu tvenn samtök herskárra Gyðinga, sem börð- ust fyrir þvi með sprengjutil- ræðum og morðárásum, að Bretar létu af völdum i Pales- tinu, og reyndu einnig að hrekja Araba á burt með morðum. Brezki landsstjór- inn, Moyne lávarður, var myrtur i Kairó árið 1944 og var Harði hópurinn þar að verki, og hann myrti einnig Sviann Folke Bernadotte, sáttasemj- ara Sameinuðu þjóðanna i Palestinu, árið 1948. Eitt illræmdasta verk þess- ara tveggja hópa var morð 254 Araba i þorpinu Deir Yassin árið 1948. Haganah hétu fjöl- mennustu baráttusamtök Israelsmanna, en leiðtogi þeirra var David Ben-Gurion. Haganah hafði langtimum saman góða samvinnu við bæði Irgun Zvai Leumi og Harða hópinn. „ÓVINIR okkar kölluðu okkur hermdarverkamenn, en vinir okkar nefndu okkur ætt- jarðarvini”, sagði Menachem Begin, leiðtogi Irgun Zvai Leumi. Þessi orð geta allir hermdarverkamenn tekið sér i munn á öllum timum. Þátttaka i hermdarverka- baráttunni hefir ekki reynzt Begin fjötur um fót i tsrael. Hann á sæti á þingi og er þar leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar. Arie Ben-Eliezer, sem var varaforseti þingsins, var áður baráttumaður Irgun Zvai Leumi, og Nathan Yellin-Mor, sem var foringi i Harða hópn- um, var kjörinn á þing I Israel nokkrum mánuðum eftir að Bernadotte var myrtur. HVAÐ veldur þvi, að hermdarverkamenn ávinna sér virðingu? Arangursrik barátta veldur þar mestu um. Abdelaziz Bouteflika utan- rikisráðherra Alsirs gegnir embætti forseta á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna, og meðfram vegna þess, að of- beldið leiddi til árangurs i Alslr á sinni tið. Sennilega væri hann annað hvort fallinn eða I fangelsi, ef Frakkar hefðu borið sigurorð af frelsis- hreyfingunni. Þetta ber ekki að taka sem afsökun hermdar- verka, hvað þá meömæli með þeim, heldur aðeins sem kald- ar, uggvænlegar staðreyndir. Hermdarverkasamtök byrja venjulega sem samtök sárafárra ákafamanna. Játa ber, að þau ná yfirleitt ekki verulegum árangri eða loka- markinu fyrri en að þau taka þann kost, að draga úr ofbeld- inu til þess að breikka og treysta stjórnmálagrunn sinn. „Byltingarhópur öðlast ekki lögmæti fyrri en hann hverfur frá beitingu ofbeldis”, segir stjórnfræðingurinn Michael Walzer, kennari við Harvard- háskóla. „Stefnubreyting er alltaf möguleg, en hún krefst beinnar eða óbeinnar af- neitunar ofbeldisbeitingar”. MANNKYNIÐ var furðu lostið þegar Nikos Sampson var gerður að forseta á Kýpur fyrr á þessu ári. Hann var skytta Eoka-hreyfingarinnar, þegar hún var að berjast fyrir þvi á milli 1950 og 1960, að Bretar létu af völdum og eyjan öðlaðist sjálfstæði. En hneykslun manna stafaði ekki af fyrri verkum Nikosar Sampsons, heldur hinu, að hann var enn talinn jafn of- beldissinnaður og áður. Griska hershöfðingjaklikan steig fyrstu skrefin á fallbraut sinni, þegar hún setti hann i sæti Makariosar erkibiskups. Þvi miður virðist mannkyn- ið fúst að gleyma flestum hermdarverkaglæpum — ef ekki fyrirgefa þá — og tekur smátt og smátt að virða þá, sem það kallaði áður glæpa- menn. En það verður þó fyrst að öðlast fullvissu um, að hermdarverkamaðurinn hafi „sliðrað hnifinn” og þvegið blóðið af höndum sér, svo að notuð séu orð franska sagn- fræðingsins Philippe Vigier.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.