Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 29. nóvember 1974. var hrollkalt. Einar leitast við að standa sem næst móður sinni. Menað þau hímdu þarna, hóf Jóhann allt í einu máls og kom, öllum til undrunar, með nokkrar föðurlegar ráð- leggingar. ,,Mundu það, Einar, að ef þú verður sjóveik- ur", sagði hann, ,,þá er ekkert, sem jafnast á við salta sild. Étir þú salta síld, getur þú ælt, og þá hressistu f Ijót- lega. Og varaðu þig á bölvuðum blóðsugunum, sem flykkjast utan um þig i hafnarbæjunum og reyna að svíkja út úr þér peninga. Ég bókaði það aldrei, hvað varð um aurana mína, enda vissi ég ekki, hvernig þeir fóru, — en það er annað með þig en mig, þú átt að verða kap- teinn, drengur minn. Þú verður góður sjómaður, það bölva ég mér upp á, — mesti sægarpurinn á öllum Álandseyjum". Einar rumdi hirðuleysislega. ,,Við höfum farið allt of snemma, eins og ég sagði", mælti Katrín. „O-jæja, hann kemur nú bráðum. — Þei — ég heyri til einhverra þarna upp frá", sagði Jóhann. „Það er skipstjórinn og hinir karlarnir", sagði Einar með talsverðri. eftirvæntingu. Það skarkaði í mölinni, og mannamál heyrðist. All- margir menn nálguðust og buðu góðan dag. „Hafið þið séð til bátsins?" spurði einhver. „Nei, ekki enn", svaraði Jóhann. Ungi skipstjórinn þokaði sér nær. „A-ha, þarna er þá matsveinninn okkar. Hvernig segir þér hugur um sumarsiglingarnar?" ,, Flýtur á meðan ekki sekkur", svaraði Einar háalvar- legur. Nú heyrðist skipslúður þeyttur utan við innsta hólm- ann, og allir spruttu á fætur og þustu f ram bryggjuna og skimuðu út á sjóinn. Eiríkur og Gústaf glaðvöknuðu á svipstundu og stukku niður af olíutunnunni. „Mamma, mamma! Báturinn er að koma", hrópuðu þeir. Katrin steðjaði á eftir þeim. „Strákar, strákar! Hlaupið þið ekki beint í sjóinn. Ver- ið þið grafkyrrir hjá pabba ykkar". Úti á víkinni sáust rauð og græn skipsljós, er nálguðust óðfluga. Brátt var báturinn kominn svo nærri, að gerla mátti greina manninn,sem stóð í staf ni, albúinn að kasta vað upp á bryggjuna. Einn mannanna, er beið skipskom- unnar, gerði sig líklegan til þess að taka á móti honum. Svo rann taugin út yfir borðstokkinn, og maðurinn á bryggjunni þreif hana báðum höndum og brá endanum utan um bryggjustöplana. Landgöngubrúnni var skotið út, og tveir farþegar hröðuðu sér í land. Stýrimaðurinn hljóp fram og aftur um þilfarið og skipaði fyrir verkum og bölvaði körlunum, sem þegar voru byrjaðir að hef ja poka og kassa upp úr lestarrúminu. Kýr og naut öskruðu á miðþiljum, þar sem fátækustu ferðamenn nutu hita og farrýmis meðal nautpeningsins. Skipstjórinn stóð á stjórnpalli með hvíta húf u á höfði og gaf þegjandi gætur öllu, sem fram fór. Við brjóstriðið á efri þilfarinu stóðu fáeinir syf julegir farþegar, sem horfðu forvitnisaugum upp á bryggjuna. Þeir, sem ætluðu að taka sér far með bátnum, flýttu sér um borð með farangur sinn. „Komdu", sagði Jóhann. „Ég skal halda á pokanum þínum". Senn var blásið í fyrsta sinn. Fólk æddi fram og aftur. Einn mannanna losaði bryggjutaugina. Jóhann hljóp upp á bryggjuna. „Vertu sæl, mamma, sæl, mamma", sagði Einar og bar ótt á. „Sæll, Eiríkur, sæll Gústi, sæl, mamma!" Hann hljóp um borð í bátinn í sömu andrá og Jóhann skauzt upp á bryggjuna. Katrín veitti því athygli, hve drengurinn var fölur og svipur hans annarlegur, er hann stóð í þrengslunum á þilfarinu, lítill vexti og einmana með Ijósa ennislokkana niðri í augum. Svo seig báturinn frá bryggjunni og brunaði út víkina með barnið hennar. Þorpsbúarnir sneru flestir heimleiðis. Drengirnir hoppuðu enn á bryggjunni og veifuðu á eftir bátnum, og Jóhann stóð við hlið þeirra með hendurnar í buxnavösun- um. En Katrín var sem steinrunnin. Því einu gat hún gert sér grein fyrir, að hún myndi aldrei fyrirgefa sjálfri sér að hafa samþykkt þá ósvinnu, að litli drengur- inn hennar færi einn og hjálparvana út í heiminn. Svipur hans, er báturinn seig frá bryggjunni, myndi aldrei að eilífu líða henni úr minni. Fám dögum síðar sagði Norðkvist kapteinn henni, að „Eðlan" væri farin frá Maríuhöfn með drenginn hennar innan borðs. Ferðinni var heitið til Norrlands að sækja timbur. Það leið nokkur tími áður en Katrín áttaði sig á því til hlítar, að drengurinn hennar var í raun og veru farinn að heiman. Fyrstu dagana var hún iðulega komin út að glugganum og farin að mæna niður brekkuna áð ur en hún vissi af, og er hún var við vinnu sína úti á akri, rétti hún oft ósjálfrátt úr sér og skimaði eftir þjóðvegin- um, eins og hún byggist við, að einhver, sem hún sakn- aði, kæmi gangandi neðan frá Bátvíkinni. Loks áttaði hún sig þó á því til fulls, að hann var farinn. En samt HVELt G E I R I D R E K I Flýttu þér aB eitthvaB viB tækin Þú veist aB ég verB j Ég hef ekki minnstu' ^inir hæfileikar Og þaB er lfka | hugmynd um til hvers allir þessir rofar eru notaBir hafa hjálpaB okkur hingaB “til Villi. Föstudagur 29. nóvember 7.00 Morgunútvarp. VeBur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Morgunstund barn- anna kl. 9.15: GuBrún GuB- laugsdóttir les „örlaganótt- ina”, ævintýri eftir Tove Janson (10). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liBa. Spjallaö viö bændur 10.05. „Hin gömlu kynni” kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt meB tónlist og frásögn- um frá liBnum árum. Morguntónleikar kl. 11.00: Concertgebouw hljómsveit- in i Amsterdam leikur for- leik aB óperunni „Benvenuto Cellini eftir Berlioz/Jacqueline du Pré og Sinfóníuhljómsveit Lundúna leika Sellókonsert i g-moll eftir Monn/FIl- harmóniusveitin i Vin leikur Sinfóniu nr. 8 I F-dúr op. 93 eftir Beethoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veBurfregnir. Tilkynningar. 13.00 ViB vinnuna. Tónleikar. 14.30 MiBdegissagan: „Fann- ey á Furuvöllum” eftir Hugrúnu.Höfundur les (14). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin .dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir Tilkynningar. (16.15 VeBurfregnir). 16.25 PopphorniB. 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim” eftir Stefán Jónsson Gisli Halldórsson leikari les (15). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 VeBurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.40 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar tslands i Háskóla- biói kvöldiö áBur. Hljóm- sveitarstjóri: Vladimir Ashkenazý. Einsöngvari: Sheila Armstrong sópran- söngkona frá Englandi. a. „Vado ma dove?” aria (K583) eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. b. „Voi avete un cor fedele”, aria (K217) eftir Mozart. c. Sinfónia nr. 4 i a-moll op. 63 eftir Jean Sibelius. e. Bréf-arian úr „Evgeni Onégin” eftir Pjotr Tsjaikovský. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. 21.30 tJtvarpssagan: „Gang- virkiö” eftir ólaf Jóh. Sigurösson. Þorsteinn Gunnarsson leikari lýkur lestri sögunnar (21). 22.00 Fréttir. 22.15 VeBurfregnir Frá sjónarhóli neytenda. Björn Matthiasson talar um kaup á fasteignum. 22.35 Bob Dylan Ömar Valdi- marsson les úr þýöingu sinni á ævisögu hans eftir Anthony Scaduto og kynnir hljómplötur — fimmti þátt- ur. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 29. nóvemberi 1974 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Tökum lagiö Breskur söngvaþáttur. Hljómsveitin „The Settlers” og fleiri flytja létt lög. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 21.10 Kapp með forsjá Bresk sakamálamynd. Þýðandi Kristmann EiBsson. 22.10 Kastljós Frétta- skýringaþáttur Umsjónar- maBur ólafur Ragnarsson. Dagskráriok um kl. 23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.