Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 20
Ttminner peníngar Auglýsitf iTimamim -----zíl?--------> G^ÐI fyrirgúóan maM $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Ráðherra víkur ástarævintýris Reuter—London — Elisabetu Bagaya, er á&ur starfaöi sem sýningarstúlka, hefur veriö vikiö úr einbætti utanrikisráöherra Uganda, aö sögn rikisútvarps landsins. NTB-Aþenu. — Makarios erki- biskup er væntanlegur til Aþenu i dag til viöræöna viö griska ráöamenn um framtiö Kýpur. Makarios heidur svo til Kýpur i næstu v.iku, en hann hefur dvaiizt I útlegö frá þvi byitingin var gerö á eynni I sumar sem leiö. Konstantin Karamanlis forsætisráðherra tekur á móti Makariosi á flugvellinum við Aþenu, en griska stjórnin hefur ætið litiö á Makarios sem þjóðhöfðingja Kýpur. Núverandi forseti, sem sjálfur hefur sagzt gegna þvi embætti til bráðabirgða, Glafkos Klerides, er og væntanlegur til Aþenu til að taka þátt i viðræöunum. Fréttaskýrendur telja, að valdataka Makariosar stofni friði á Kýpur I hættu og visa þá til ummæla tyrkneska utan- rikisráðherrans. (Sjá frétt i Heimshorna á milli). Bagaya var skipuð f embætti utanrikisráöherra 19. febrúar s.l., en áöur haföi hún veriö sýningar- stúlka, leikkona og starfandi iög- maöur um skeiö. Þaö var Idi Amin forseti , sem vék Bagaya úr ráðherraembætti. Hann haföi áður skipað hana I staö Michael Odonga, sem hvarf sporlaust I febrúar s.l., en siðar var skýrt frá þvi I rikisútvarpi Uganda, að lik hans hefði fundizt I ánni NIl. Fréttaskýrendur eru þeirrar skoðunar, að Amin hafi komið honum fyrir kattarnef.) Bagaya á aö baki sér litrlkan feril. Hún er menntuð I Englandi, þar sem hún lauk lögfræöiprófi. Arið 1966 varð hún fyrsta konan I Afrlku til að fá lögmannsréttindi, en stuttu slðar hélt hún til London og New York Bagaya, sem hefur glæst útlit, gerðist sýningar- stúlka, og kom auk þess fram I fjölda kvikmynda. Hún sneri heim til Uganda strax eftir valdatöku Amins árið 1971 og var skipuð sendiherra landsins I New York. 1 nóvember I fyrra hvarf Bagaya eins og jörðin hefði gleypt hana, en kom svo aftur fram I dagsljósið, er hún var skipuð I embætti utanrlkisráðherra. Hún gegndi um skeið formennsku hjá Amin: Skammt stórra högga á milli óformlegum samtökum Afríku- rikja hjá Sameinuðu þjóðunum og ávarpaði allsherjarþing S.Þ. sem sllk I september s.l. Reuter—Kampala — Idi Amin hefur gefið skýringar á brott- vikningu Bagaya. Hann sagði I gær, að hún hefði átt ástarævin- týri með ónefndum Evrópumanni á snyrtingu á Parisarflugvelli Og auk þess heföi hún staðið I sam- bandi við leyniþjónustur Bret- lands og Bandarlkjanna. Fréttir hermdu I gærkvöldi, aö Bagaya væri enn i Uganda án vegabréfs og I strangri gæzlu. Landsfundur verkamannaflokksins í Bretlandi: Hart deilt á Wilson Reuter-London. — í brýnu hefur slegiö milli forystu verkamanna- flokksins og vinstri armsins á landsfundi flokksins, er nú stendur i London. Ræðumenn úr röðum vinstri- sinna segjast vera orðnir þreyttir á sinnuleysi flokksforystunnar I sinn garð. Þeir segja forystu- menn flokksins á þingi fylgja hægfara stefnum m.a. styrki þeir einkafyrirtæki, sem eiga nú I fjárhagsörðugleikum, I stað þess að þjóðnýta fyrirtækin. Fjöldi flokksmanna, sem standa framarlega i flokksfélög- um eöa launþegasamtökum, vilja sóslaliskari stefnu i anda þjóð- nýtingar. Þá eru og margir mjög Haile Selassie: Keypti hann sér griö? andvlgir áframhaldandi aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu. Landsfundurinn lýsti I gær stuðningi við þá þrjá ráðherra verkamannaflokksins, er gagnrýndu eigið ráðuneyti fyrir stefnuna I málum Suður-Afríku. (Harold Wilson forsætisráðherra hafði áður hótað að biðjast lausnar fyrir þremenningana, en féll frá þeirri kröfu, þegar þeir lýstuyfiralmennum stuðningi við rlkisstjórnina). Framkvæmda- stjórn flokksins studdi ráð- herrana þrjá — og i gær var sam- þykkt á landsfundinum, að fram- kvæmdastjórnin færi með æðsta vald I málefnum flokksins milli Reuter-Addis Ababa. — Astandiö I Eþlópiu hefur veriö ótryggt siöustu daga. Um fyrri heigi voru u.þ.b. sextiu framámenn I her landssins teknir af lifi, þ.á.m. leiðtogi herráösins, sem fariö hefur meö vöid i landinu aö undanförnu, Aman Andom. Teferi Benti herforngi var i gær kjörinn leiðtogi herráðsins I staö Andoms. Þá var aukinn her- styrkur sendur til norðurhluta landsins til varnar hugsanlegri árás skæruliða frelsishreyfingar Eritreu. Óstaöfestar fréttir hermdu, að hersveitir hreyfingarinnar — sem undanfarin tólf ár hefur barizt gegn herliði Eþlópiustjórnar — væru nú I nokkurra kilómetra fjarlægð frá Asmara, höfuðborg Eritreu. Talsmaður herráðsins bar til baka fréttir, sem birtust fyrr I landsfunda. Vinstrisinnar hafa aukið hlut- deild sina i framkvæmdastjórn- inni úr fjórðungi I helming á tiu árum, en mistókst nú aö ná meiri- hluta i nefndinni. Úrslit I stjórn- arkjöri voru birt á landsfundinum I gær. Þrátt fyrir harða gagnrýni I garð Wilsons á landsfundinum, var hann hylltur ákaflega af þeim tólfhundruð fulltrúum, er sitja landsfundinn, þegar hann ávarpaöi fundinn I gær. Wilson varaöi verkalýðsfélög við að gera óeðlilega háar kaupkröfur, er aftur ýttu undir veröbólguna. — Hærri laun hækka aðeins verðlagið, sagöi hann. vikunni I dagblaöi i Beirut, þess efnis, aö Haile Selassie, fyrrum keisari, hefði verið dæmdur til dauða og yrði brátt tekinn af lífi. (Fréttirnar vöktu mikla athygli, og áskoranir viðs vegar úr heiminum bárust ráðamönnum I Eþlóplu um að þyrma llfi Haile Selassies). Haile Selassie sem hefur til þessa hafzt við I moldarkofa, var I gær fluttur I keisarahöllina. Þá hefur hann fengið leyfi til að aka um höfuöborgina Addis Abeba, en undir strangri gæzlu. 1 gær héldu fulltrúar ráða- manna i Eþlóplu áfram viðræðum við svissneska sendimenn um skil á innstæðum, er Haile Selassie á i bönkum I Sviss, en hann hefur undirritað plagg, þar sem hann framselur hinum nýju valdhöfum innstæöurnar.Þær eru sagðar nema milljónum dollara. Nýr leiðtogi í Eþíópíu Reuter—Ankara — Melih Esenbel, utanrikisráöherra Tyrkiands, sagöi I gær um valdatöku Makariosar erki- biskups á Kýpur, aö hún greiddi ekki fyrir lausn á Kýp- ur-deilunni. — Það er alkunna, að Makarios stóð að baki þeim átökum og deilum, er risu á eynni, sagði Esenbel. Hann bætti við, að Makarios hefði mismunað grisku og tyrk- neskumælandi mönnum á eynni. Einu ástæðuna fyrir valdatöku Makariosar taldi tyrkneski utanríkisráðherr- ann vera þá, að biskupinn vildi koma I veg fyrir samninga milli þjóðarbrotanna tveggja. Makarios hefur sem kunn- ugt er lýst yfir, að hann ætli sér að snúa heim til Kýpur 6. desember n.k. og taka við for- setaembætti á ný, en hann hrökklaðist frá völdum I uppreisn I júli s.l. Esenbel tók fram, að grfskumælandi menn ættu rétt á að kjósa sinn eigin leiðtoga, en endurtók, að valdataka Makariosar væri spor aftur á bak. Þetta er I fyrsta sinn, að tyrkneskur ráðamaður segir álit sitt á fyrirætlunum Makariosar. Utanrlkisráð- herrann kvað þess ekki að vænta, að fækkað yrði I herliði Tyrkja á Kýpur, en fyrri stjórn Tyrklands hafði undir- búið fækkun I herliðinu. • Reuter-London Brezka stjórn- in fór þess.. á leit i vikunni viö þá frönsku, aö framkvæmdum viö neöanjaröargöng þau, er leggja á yfir Ermasund, veröi seinkaö. Antony Grosland um- hverfismálaráðherra skýrði brezkum þingheimi frá þess- ari ákvörðun stjórnarinnar. Hann kvaðst sjálfur hafa lagt til viö frönsku stjórnina, svo og þau tvö einkafyrirtæki, er sjá um framkvæmdirnar, að fyrri áætlanir yröu endur- skoðaðar. Grosland tók fram, að enn væri tlmi til að hætta við byggingu jarðgangnanna. Lengd þeirra er áætluð 51 km. að mestu undir yfirborði sjávar. Umfangsmiklar rannsóknir og tilraunaboranir hafa verið gerðar að undanförnu til að kanna allar hliðar á gerð jarð- gangnanna. Gert er ráð fyrir, að Bretar og Frakkar staðfesti sln á milli um göngin 1. janúar n.k., en framkvæmdir hefjist svo fyrir alvöru. Crosland kvað ástæðuna fyrir fyrrgreindri ósk brezku stjórnarinnar vera þá, að kostnaðurinn við gerð jarð- ganganna færi fram úr öllum áætlunum og yrði Bretum ofviða. Frakkar hafa lagt áherzlu á, að staðið veröi við upphaflega tlmaáætlun, og viröast ekki láta á sig fá þær verðhækkanir, sem orðið hafa að undanförnu. • Reuter-Parls — Valery Giscard d’Estaing Frakk- landsforseti hefur veriö skot- spónn franska blaða aö undan- förnu. Blööin hafa sakað for- setann um aö vanrækja skyldur þær, sem er forseta- embættiö leggur honum á heröar. M.a. er hann sagöur hverfa úr Elysséhöli aö nætur- lagi. La Nation, sem er málgagn Gaullista, gagnrýndi d’ Estaing I gær og kvaö forseta- embættið ekki vera starf, sem gegna mætti I hjáverkum. En blaðiö tók fram, að al- menningur i Frakklandi bæri traust til forsetans og léti sér i léttu rúmi liggja, þótt hann brygði sér út aö nóttu til, án þessað segja hverthann færi. Það var hið útbreidda blað Le Monde, sem fyrst birti fréttir af einkallfi d’ Estaings — einkalifi, er að dómi blaðs- ins samrýmdist ekki stöðu hans. Fréttaskýrendur i Paris telja, að uppljóstrun blaðsins veröi ekki að neinu hneykslis- máli I Frakklandi, enda virðist hér geröur úlfaldi úr mýflugu. Grikkland á ný í Evrópuráðinu Reuter-Paris. — Grikkland var tekiö á ný I Evrópuráöiö, en þvi var óbeint vikið úr ráöinu fyrir fimm árum vegna stefnu þá- verandi herforingjastjórnar. Utanrikisráðherrar þeirra átján rfkja, sem aðild eiga aö Ev rópuráðinu, samþykktu samhljóöa tiliögu um endur- upptöku Grikklands I ráöiö. Dimitrios Bitsios, utanrikisráð- herra Grikklands, sagði að lok- inni atkvæðagreiðslunni: — Her- foringjastjórnin féll á slnum r eigin glæpum og mistökum. Hann sagði enn fremur, að nú hefði nýtt tlmabil lýðræðislegra stjórnar- hátta og stöðugleika I stjórn- málum haldið innreið sina' I Grikkland. A ráðherrafundi Evrópuráðsins var svo rætt um Kýpurdeiluna og önnur vandamál, er aðildarriki ráðsins standa frammi fyrir. Evrópuráöið, sem stofnað var fyrir 25 árum, stefnir nú að meiri einingu Evrópurikja og enn frekari framförum I álfunni á sviði efnahags- og félagsmála. ............ Blaðburðarfólk óskast: Laugavegur, Stigahlíð Hraunteigur, Sundlaugavegur, Skólabraut, Melabraut SÍMI 1-23-23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.